Flýtilyklar
Brauðmolar
Debbie Herbert
-
Hulin hætta
Hann var búinn að finna hana. Aftur.
Hrollurinn sem fór um Beth var ekki af völdum napra vindsins í Appalasíufjöllum heldur bréfsins sem hún hélt á.
Hana langaði til að fleygja því í snjóinn og láta það bráðna í hvíta teppinu sem þakti lóðina við setrið. En forvitnin og sjálfsbjargarhvötin vildu ekki leyfa henni að sýna slíkan kjánaskap.
Hún leit upp úr póstbunkanum sem hún hélt á og horfði í kringum sig.
Ekkert spillti ósnortnum snjónum í fína og dýra hverfinu í Falling Rock. Reisuleg hús stóðu við traðirnar í hverfinu, sem
var afgirt, og reykur liðaðist upp um allmarga skorsteina. Á yfirborðinu var allt indælt, siðmenntað og rólegt.
Var hann að fylgjast með henni núna? Njóta þess að sjá hana engjast af ótta?
Beth andaði að sér ísköldu loftinu og rétti úr sér. Hún ætlaði ekki að gera honum það til geðs. Sakamaðurinn, sem nýlega hafði lokið afplánun, var í hættulegum leik. Ef hann hefði viljað meiða hana hefði hann getað gert það í Boston þegar hann braust inn í íbúðina hennar.
Hún lokaði póstkassanum og rölti upp heimreiðina. Hún brosti meira að segja, ef vera kynni að hann fylgdist með henni
úr skóginum í fjallshlíðinni. Loks var hún komin að aðaldyrunum og loppnir fingurnir tóku um húninn. Svo opnaði hún dyrnar og gekk inn.
Hlýjan umvafði Beth þegar hún læsti hurðinni og hallaði sér upp að henni. Allt í einu var sem fæturnir á henni væru gerðir úrEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fangi fjallanna
Til að komast á besta útsýnisstaðinn í dalnum, þurfti hún að ganga rúmar tvær mílur niður frá fjallinu við hliðina á, Lavenderfjall. Hún lyfti kíkinum að augunum og fylgdist með viðarpallinum á skálanum sem var næstur henni.
Enginn á sveimi þar.
Hún færði kíkinn til og horfði inn um gluggana sem þöktu vegginn, í von að sjá Jenny, eða einhverja aðra unglingsstelpu, ef út í það væri farið. Þrjótar.
Ennþá ekkert.
En hún missti ekki vonina. Ef ekkert annað, þá hafði vinnan hennar sem leynilögregla kennt henni mikla þolinmæði. Hún beið, og eftir nokkrar mínútur, renndi hún yfir hin húsin áður en hún lagði kíkinn frá sér og fékk sér vatnssopa.
Hún heyrði lágar raddir berast til sín. Hún gat ekki gert greinarmun á orðunum. Hún lyfti upp kíkinum aftur í leit að uppruna raddanna. En kíkirinn var óþarfur. Nálægt skálanum, aðeins um hundrað stikum frá, stóðu tveir vopnaðir menn með labbrabbtæki krækt í buxnastrengina. Hvaðan komu þeir?
Allt í einu tekur annar vöðvamiklu mannanna upp kíki og beinir honum beint að henni.
Ó, nei.
Þeir höfðu séð hana, þrátt fyrir að hún væri klædd í feluliti og hafði komið rauða hárinu undir derhúfu. Hinn maðurinn lyfti upp haglabyssu, studdi hana með öxlinni og horfði yfir svæðið.
Charlotte leggst flöt niður á jörðina, vonar að hún sé úr augnsýn.
Þrír langir, hægir andardrættir og svo lyftir hún upp kíkinum.
Mennirnir voru farnir.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bráð fjallanna
Meiri landi... virkilega?
Faldir kassar dúkkuðu upp allsstaðar í skála föður hennar. Ekkert nýtt þar á ferð. Lilah hrifsaði tvær plastflöskur úr búrinu og þrammaði að eldhúsinu. Þetta ólöglega brugg skyldi renna niður niðurfallið. Maísvín hafði eyðilagt hjónaband foreldra hennar og lifur pabba hennar. Hefði drepið hann líka, ef hann hefði ekki verið myrtur fyrir viku síðan.
Óvænt tár brjótast fram er hún tekur tappann af annari flöskunni og hellir eiturvökvanum niður brotna vaskinn. Það var ekki eins og hún og pabbi hafi verið náin á seinustu árum, en samt sem áður, maðurinn var faðir hennar. Lilah hellti úr flöskunni. Glogg, glogg, glogg ...hundrað dalir niður vaskinn. Hefði getað keypt notaða háskólakennslubók með þessum peningum.
Hún blikkaði og leit út um opin gluggann. Skálinn var staðsettur við fjallsræturnar, með brött fjöllin umlykjandi svæðið eins
og grænt virki. Heillandi fegurð, eins og virði þess að búa í þessu fagra umhverfi sé að lifa í mikilli fátækt og ofbeldi. Andlát pabba var seinasta ummerki þess.
Hver sá sem sagði þú kæmir ekki heim aftur hafði rangt fyrir sér. Það hafði varla liðið vika, og Liluh leið sem hún hefði aldrei
farið frá Lavenderfjalli. Minningar þyrlast yfir hana, flestar slæmar, heiftarrifrildi foreldra hennar, nætur svo kaldar að þau hjúfra sig saman fyrir framan arininn. En auðvitað var þetta ekki alslæmt.
Sumir dagar voru frábærir, til dæmis eins og þeir þegar hún vafraði um skóginn ásamt eldri systkinum sínum, Jimmy og Darla.
Lágvært skráf heyrist og hún vaknar úr hugrenningunum. Einhver nálgast.
Lilah frýs, og sér fyrir sér opnu dyrnar og gluggana. Hefur morðinginn komið aftur? Hún barði aftur löngunina til að flýja til
svefnherbergisins í enda hússins og læsa sig inni. Þetta er örugglega bara gamall kúnni pabba sem hefur ekki heyrt fréttirnar ennþá.
Hún hleypur skyndilega yfir harðgert furugólfið aðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.