Flýtilyklar
Debbie Herbert
Fangi fjallanna
Lýsing
Til að komast á besta útsýnisstaðinn í dalnum, þurfti hún að ganga rúmar tvær mílur niður frá fjallinu við hliðina á, Lavenderfjall. Hún lyfti kíkinum að augunum og fylgdist með viðarpallinum á skálanum sem var næstur henni.
Enginn á sveimi þar.
Hún færði kíkinn til og horfði inn um gluggana sem þöktu vegginn, í von að sjá Jenny, eða einhverja aðra unglingsstelpu, ef út í það væri farið. Þrjótar.
Ennþá ekkert.
En hún missti ekki vonina. Ef ekkert annað, þá hafði vinnan hennar sem leynilögregla kennt henni mikla þolinmæði. Hún beið, og eftir nokkrar mínútur, renndi hún yfir hin húsin áður en hún lagði kíkinn frá sér og fékk sér vatnssopa.
Hún heyrði lágar raddir berast til sín. Hún gat ekki gert greinarmun á orðunum. Hún lyfti upp kíkinum aftur í leit að uppruna raddanna. En kíkirinn var óþarfur. Nálægt skálanum, aðeins um hundrað stikum frá, stóðu tveir vopnaðir menn með labbrabbtæki krækt í buxnastrengina. Hvaðan komu þeir?
Allt í einu tekur annar vöðvamiklu mannanna upp kíki og beinir honum beint að henni.
Ó, nei.
Þeir höfðu séð hana, þrátt fyrir að hún væri klædd í feluliti og hafði komið rauða hárinu undir derhúfu. Hinn maðurinn lyfti upp haglabyssu, studdi hana með öxlinni og horfði yfir svæðið.
Charlotte leggst flöt niður á jörðina, vonar að hún sé úr augnsýn.
Þrír langir, hægir andardrættir og svo lyftir hún upp kíkinum.
Mennirnir voru farnir.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók