Flýtilyklar
Brauðmolar
DELTA FORCE
-
Í klóm dauðans
Hann staðnæmdist og drengurinn potaði með rifflinum í mjöðm hans. Hann benti á nokkra kofa í fjarska, reykur steig upp af þeim og fáeinar geitur voru bundnar fyrir utan þá. Hann spurði á tungumáli innfæddra, pashto, –Er þetta þorpið þitt?
Drengurinn svaraði með einu orðunum sem hann virtist kunna í ensku. –Þú deyrð núna, bandaríski hermaður.
–Allt í lagi, allt í lagi. Hann lyfti höndunum upp yfir höfuð sér.
–En þú mátt kalla mig Denver. Ég sagði þér það.
Drengurinn sló sér á brjóst. –Massoud.
–Ég veit, Massoud. Þakka þér fyrir að hjálpa mér niður fjallið.
Óhreinar kinnar drengsins roðnuðu lítillega og hann þaut framhjá hermanninum til að fagna geitunum. Hann strauk einni þeirra blíðlega undir hökunni og virtist gleyma fanganum sínum. –Heima hér.
–Einhver matur til? Denver rétti úr sér. Hann var glorhungraður og gat auðveldlega étið eina af þessum geitum, það er að segja ef fjölskylda Massouds dræpi hann ekki fyrst.
Massoud kinkaði kolli og beindi Denver inn í kofann, framhjá tjaldi sem virkaði sem útihurð.
Denver andvarpaði og losaði um sinn eigin riffil sem hann bar á bakinu og lagði hann upp að einum kofaveggnum. Hann hélt báðum handleggjum fast að líkama sínum. Fjölskylda Massouds varð að skilja að fyrst hann hafði ekki beitt þessu vopni á son þeirra hafði hann alls ekki í hyggju að beita því gegn þeim.
Hann varð að beygja sig inni í þessari dimmu og reykmettuðu vistarveru og honum vöknaði um augu. Stór pottur hékk yfir opnum eldi og í honum kraumaði kássa sem greinilega var mjög bragðsterk. Garnir hans gauluðu.
Lágvaxin kona stóð í hnypri yfir pottinum, hrærði í kássunni án þess að líta up.
Massoud ruddi einhverju úr sér á Pashto en Denver skildi ekkert af því nema orðið amerískur. En hvað sem hann sagði þá hafði það umsvifalaust áhrif á konuna.
Hún snarsnéri sér við frá pottinum með sleifina í annarri hendi svo lak af henni niður á moldargólfið. Hún veifaði sleifinni framanEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Liðsforinginn
Þegar hann sté í fótinn nísti sársaukinn ökklann á honum.
Hann læddist til hliðar og studdi sig við litla syllu í hamraveggnum. Yfirborðið var gróft og rispaði lófann. Hann saup
hveljur.
Hann settist á hækjur sér, rétti úr særða fætinum og virti fyrir sér grýtta víðáttuna fyrir neðan. Jafnvel þótt báðir fætur
væru í lagi og hann búinn að svala þorsta sínum og seðja hungur sitt væri þetta land erfitt yfirferðar. Vatnsþurfi, sársvangur og með meiddan fót átti hann ekki minnstu möguleika.
Hann virti fyrir sér gráan himininn, skýin og regnið sem var yfirvofandi og yrði í senn frelsun og ögrun. Hann staulaðist eftir grýttri jörðinni sem var þakin mold. Þegar rigningin skylli á myndi moldinni skola burt. Til yrði mórauður lækur og slóðin niður fjallshlíðina yrði hál og hættuleg.
Hann hafði þegar séð einn manna sinna kútveltast niður hlíðina. Hafði Knight lifað fallið af? Hann reiknaði með því,
enda var hann vaskur Delta-hermaður. En jafnvel þótt Asher hefði komist af hefðu mennirnir, sem sviku þá, tekið hann af lífi.
Þeir hefðu aldrei farið að skilja eftir vitni á lífi.
Hann dró andann djúpt og strauk sér um munninn með handarbakinu. –Hélstu virkilega að það yrði auðvelt að láta
sig hverfa í Afganistan á miðju óvinasvæði, Denver?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.