Flýtilyklar
Brauðmolar
Dianne Drake
-
Herlæknirinn
Fögur var hún þar sem hún stóð úti í garði og naut morgunbirtunnar.
Hann horfði á hana um þetta leyti á hverjum degi. Hún fór í gönguna sína, sat í nokkrar mínútur á lágum steinvegg við
blómabeðin og gekk síðan inn á ný.
Einu sinni hafði hann velt því fyrir sér hvað lægi svona þungt á henni. Hún var með sama svip og margir sjúklinga
hans. Hún brosti ævinlega við honum og heilsaði honum kurteislega. En á bak við brosið bjó einhver dapurleiki.
Hún hét Lizzie.
En hvað þýddi svo sem fyrir hann að reyna að greina hana?
Ef hann hefði ekki fundið ljósmynd í pjönkum sínum hefði hann ekki vitað að hann hefði verið trúlofaður. Það var merkilegt hversu þokukenndar minningarnar um hana voru áður en hann lenti í slysinu. Nancy var andlit sem hann mundi óljóst eftir úr heimi sem var honum næstum gleymdur. Hann mundi ekki einu sinni hvernig eða hvers vegna þau höfðu trúlofast.
Hún virtist alls ekki vera hans manngerð. Hún var of ístöðulaus, uppáþrengjandi og ágjörn.
Lizzie í garðinum virtist aftur á móti vera fullkomin. Fögur, snjöll og í fullkomnu jafnvægi við allt og alla.
Hvað var eiginlega um að vera? Hafði hann breyst svo mikið að kona, sem hann hafði eitt sinn laðast að, höfðaði ekki tilEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný von
Kaffi. Svart, heitt og nóg af því... var það sem hann lét eftir sér á hverjum morgni. Það var eitt af fáu í lífinu sem hann
vissi að var öruggt. Eitthvað sem hann hlakkaði til. Daniel Caldwell fékk sér sopa af kaffinu, lagði pappírsbollann frá sér
á borðið og breiddi úr dagblaðinu fyrir framan sig. Grein um olíuverð vakti athygli hans svo hann kom sér fyrir í stólnum til að lesa hana. Hann hafði bara tíma til að lesa eina grein þar sem hann leyfði sér aðeins hálftíma til að slaka á áður en hann færi í vinnuna á morgnana. Restina af deginum sinnti hann skyldum sínum á sjúkrahúsinu og svo því sem fylgdi því að vera einstæður faðir þriggja ára orkumikillar dóttur. Það var nóg um að vera í lífi hans, stundum full mikið, en þessi hálftími sem hann gaf sér á kaffihúsinu gerði það að verkum að honum fannst hann vera mannlegri. Honum fannst gott að hitta annað fólk á þessum stutta tíma þó hann hefði í rauninni engan tíma fyrir félagslíf á þessum tímapunkti í lífinu. Það var notalegt að vera innan um fólk sem ætlaðist ekki til neins af honum. Það var sjaldgæft. Daniel fékk sér annan sopa og las fréttina um hækkandi olíuverð. Ekki að það skipti hann svo miklu máli. Hann ók um á sparneytnum bíl og stuttar vegalengdir í senn, í það minnsta á virkum dögum. Um helgar reyndi hann að fara með Maddie í garðinn eða niður að höfn.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda?
Að vera einstæð móðir var erfitt og hún fékk allan þann stuðning sem hún gat viljað frá ættingjum og vinum. Þar sem hún var einkabarn átti hún því miður hvorki bróður né systur sem gátu tekið þátt í lífi Charlies. Hann átti enga móðursystur eða móðurbróður, það voru engin systkinabörn. Ekki hennar megin og ætt föðurins skipti ekki máli því hann var bara upplýsingar á blaði. Tölfræði sem hafði höfðað til hennar. Stundum velti hún fyrir sér hvort hún ætti að eignast annað barn svo Charlie yrði ekki alinn upp einsamall. Del trúði því að börn hefðu gott af að eiga systkini og ætlaði að hugsa málið betur eftir eitt eða tvö ár. –Við finnum út úr því, Charlie, sagði hún við barnið sem hún hélt á. –Á einn eða annan hátt fær þetta hamingjuríkan endi. Að vera einhleyp móðir tók heilmikinn tíma þegar þau voru bara tvö... hún og Charlie. Hún varð alltaf hissa á því hvernig svona lítið barn gat tekið svona mikinn tíma á hverjum degi. Það var eins og hann reyndi alltaf að trufla hana þegar hún átti lausa stund. En hún elskaði þetta, elskaði það val að hafa orðið einstæð móðir. Enginn faðir var í spilinu, nema sæðisgjafi 3045, og hún var þakklát fyrir góð gen hans því hann hafði gefið henni heilbrigt og fallegt barn. Fullkomið barn, hvað hana varðaði.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Óvænt tíðindi
Eitt andvarp sagði allt og fyrir Deönnu Lambert tjáði andvarpið
fortíð, nútíð og framtíð. Hún starði á andlit sitt í speglinum í
góða mínútu, vissi ekki hvað andlitið sem starði á móti var að
segja henni. Gera það? Ekki gera það? Krossa fingurna og
vona það besta?
–Það er engin hjálp í þér, sagði hún við spegilmynd sína, lyfti
svo upp rauða toppnum og safnaði kjarki til að skoða magann á
sér einu sinni enn. Hún strauk burt annað tár. Upp og niður.
Þannig var líf hennar nú. Upp og niður. –Ég vildi að ég vissi
hvað ég á að gera. Vildi að einhver segði mér það bara. En í aðstæðum
eins og hennar var ekki til neinn leiðarvísir. Aðeins eftirsjá.
Meiri eftirsjá en hún kunni að eiga við. Og sársauki. Guð,
sársaukinn var þrúgandi.
Deanna virti fyrir sér magann, sem var orðinn hluti af daglegri
rútínu hennar. Hún glennti sundur fingurna yfir heitu
holdinu, sagði sér að hún fyndi fyrir barninu undir fingurgómunum.
Það var kjánalegt af henni en barnið var hennar eina
tenging við Emily, og hún vildi halda í þá tengingu. Finna fyrir
tengingunni eins og áður. Reiða sig á hana.
En það gat hún ekki. Ekki lengur. En þetta barn... það var
öðruvísi. Von sem hún var ekki tilbúin að taka á móti. Leyfi til
að halda áfram. Blessun sem hún gat þegið.
Annað tár rann niður vanga hennar og hún kramdi það meðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ofurpabbinn
Einhver annar? Dr. Belle Carter kallaði út til vinnumannanna sem stóðu og góndu á hana. Hún var vön því að karlmenn góndu en ekki eins og þessi tíu manna hópur gerði. Þeim var óglatt, sumir riðuðu á fótunum, studdu sig við húsgögn og veggi. Húðlitur flestra var grágrænn. En þannig voru afleiðingar matareitrunar, jafnvel þegar um væg tilfelli var að ræða.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Munaðarlaus
Þetta er allt í lagi, dr. Burke. Dr. Raul Navarro brosti uppörvandi til Bella og rétti henni lyfseðil fyrir eyrnardropum. –Þetta eru bara eftirköst eftir flugið og örlítil sýking í kokhlustinni. Það gerist oft og ekkert til að hafa áhyggjur af. En það er betra að vinna gegn því strax en að leyfa því að grassera. Fljúga til Perú og fá eyrnabólgu. Þvílík fjandans heppni.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Móðurlausir tvíburar
Ég verð kominn eftir þrjátíu eða fjörutíu mínútur og láttu þér ekki einu sinni detta í hug að fara ein. Það er of hættulegt. Dinah Corday hafði verið að horfa á skilti sem á stóð Velkomin til White Elksíðustu tíu mínúturnar því umferðin í litla þorpinu mjakaðist svo hægt áfram. Systir hennar, hin kasólétta Angela, var við það að fara út í vorstorminn til þess að vera hjá óléttri vinkonu sinni og Dinah vildi komast til hennar áður en hún færi. En vatnið var alltaf að hækka.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í föðurleit
En fallegt þorp! Dr. Gabrielle Evans andvarpaði af létti og drap á bílnum á stæðinu sem var merkt gestum fyrir framan hið sérstaka gistihús White Elk Lodge. Hún hafði búið í stórborgum í of mörg ár. Var orðin vön hraða og þægindum. Ekkert við þorpið White Elk virtist hratt eða þægilegt. Og þessa stundina hentaði það henni vel. Hún var þreytt og þurfti á þessari hvíld að halda.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Læknir óskast
Danica Fielding kom sér vel fyrir í hvíta ruggustólnum á veröndinni og breiddi þykkt bútasaum steppið yfir sig. Hún þurfti í rauninni ekki á teppi að halda, þar sem það var óvenju hlýtt miðað við árstíma, en Danicu fannst notalegt að vefja teppinu um sig. Hlý aprílgolan gældi við vanga hennar og henni leið vel.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.