Flýtilyklar
Delores Fossen
Fjölskylduógnir
Lýsing
Um leið og lögregluþjónninn Owen Slater stöðvaði pallbílinn fyrir utan húsið sitt vissi hann að eitthvað var að.
Engin ljós voru kveikt, ekki einu sinni ljósin á pallinum eða í glugganum á barnaherberginu á efri hæðinni.
Klukkan var rúmlega átta. Það þýddi að kominn var háttatími hjá Addie, dóttur hans, en hún svaf alltaf með kveikt á lampanum.
Barnfóstran, Francine Landry, hefði án efa sent honum skilaboð ef rafmagnið hefði farið af.
Þar að auki hafði Owen þegar séð ljós í útihúsinu.
Það var ekki óvenjulegt, enda logaði oft ljós þar, en ekkert var greinilega að rafmagninu.
Owen var bæði pabbi og lögga. Þess vegna hugsaði hann allt það versta og hjartað herti á slættinum. Ef til vill hafði eitthvað farið úrskeið is. Hann hafði handtekið býsna marga í áranna rás og ef til vill hugði einhver þeirra á hefndir.
Besta leiðin til þess var að ráðast inn á heimili hans, þar sem hann taldi víst að þau feðginin ættu griðastað.
Skelfingin magnaðist þegar hann hugsaði um þann möguleika að dóttir hans væri í hættu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók