Flýtilyklar
Delores Fossen
Gamlar sakir
Lýsing
Eli Slater vaknaði við undarlegt hljóð. Það var einhver fyrir utan.
Honum fannst hann hafa heyrt fótatak en kannski var þetta bara dýr á veiðum. Hann bjó út í sveit og því var alltaf möguleiki á villtum dýrum í kring.
Þegar hann heyrði hljóðið aftur leit hann á vekjaraklukkuna sem var á náttborðinu. Það var rétt eftir miðnætti. Hann bölvaði, vegna þess að hann vissi að hann gæti ekki sofnað aftur nema hann færi fram úr og athugaði hvort þetta væri nokkuð innbrotsþjófur. Það væri þá heimskur innbrotsþjófur sem væri að brjótast inn í hús lögreglumanns. Lögreglumanns sem var vopnaður og pirraður. Eli hafði lokið langri vakt og var þreyttur.
Hann fleygði sænginni af sér og leit á símann til þess að athuga hvort hann hafi fengið skilaboð frá fjölskyldu sinni. Hann átti þrjá bræður og þar sem þeir voru allir lögreglumenn þá gæti hafa komið upp neyðartilvik. En það voru engin skilaboð.
Hann fann magann á sér fara í hnút.
Hann var feginn að það var ekkert að en það hefði getað verið ástæðan fyrir heimsókn svona seint. Ef þetta var ekki einhver úr fjölskyldunni, hver gæti það verið?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók