Flýtilyklar
Delores Fossen
Lokauppgjör
Lýsing
Sólin var að setjast en Jameson hélt áfram í rökkrinu og ringulreiðinni og svipaðist um eftir Gabriel bróður sínum sem var lögreglustjórinn.
Gabriel var ekki sá hávaxnasti á staðnum en hann var valdsmannslegur sem gerði það að verkum að það var auðvelt að finna hann. Jameson gekk til hans.
–Hversu slæmt er þetta? spurði Jameson.
Hann vissi auðvitað svarið að einhverju leyti.
Þetta hlaut að vera slæmt fyrst Gabriel hafði hringt í Texaslögregluna til að biðja um aðstoð.
Hann gerði það einungis ef verkefnið var of stórt fyrir hann og lögeglumennina sem voru undir hans stjórn en það gerðist ekki oft í litla bænum Blue River sem var heimabær þeirra.
–Við erum með tvö lík. Gabriel nikkaði í áttina að þeim skammt frá.
Tveir karlmenn lágu á túninu eins og þeir hefðu fallið þar. Svartur jeppi stóð á veginum skammt frá þeim, bílhurðirnar voru opnar og vélin enn í gangi.
Blóðið var á milli jeppans og mannanna svo það hafði sennilega verið skotið á þá í bílnum eða við hann og þeir síðan lagt af stað út á túnið, kannski til að flýja undan árásarmanninum eða elta þann sem skaut á þá. Svo höfðu þeir annað
hvort látist af sárum sínum eða verið skotnir aftur og þá til bana.
Jameson sneri sér aftur að bróður sínum.
–Hefur þú einhverja hugmynd um við hvað við erum að fást? Eiturlyfjaviðskipti sem enduðu illa?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók