Flýtilyklar
Delores Fossen
Skotmarkið
Lýsing
Leo Logan heyrði í einhverjum fyrir aftan sig en það var of seint. Hann sneri sér við og greip í byssuna sína. En áður en hann náði að draga hana upp þá fann hann sársauka í handleggnum.
Hann sá hníf og sá manninn sem hélt á honum. Maðurinn var klæddur í svart frá toppi
til táar og var með skíðagrímu. Hann stökk á Leo til þess að stinga hann aftur.
Leo fann adrenalínið flæða og snöggreiddist.
Hann hafði ekki hugmynd um hver þessi hálfviti var en hann ætlaði sér ekki að standa kyrr á meðan hann reyndi að stinga hann.
Leo beygði sig niður og forðaðist hnífinn og í sömu hreyfingu kýldi hann manninn í magann. Maðurinn gaf frá sér hljóð sem líktist því sem kemur þegar lofti er hleypt úr blöðru.
Leo hafði greinilega náð góðu höggi á hann en ákvað að ganga lengra. Hann rétti úr sér og kýldi manninn í andlitið. Maðurinn féll ekki niður í jörðina en skjögraði aftur á bak og Leo kýldi hann aftur. Maðurinn féll á hnén og missti
hnífinn úr höndunum.
Leo heyrði annað hljóð. Fótatak fyrir aftan sig. Hann sneri sér við og náði að draga upp byssuna í þetta skiptið. En þetta var ekki sú ógn sem hann bjóst við. Þetta var bróðir hans, Barrett Logan lögreglustjóri.
Það kom honum ekki á óvart að sjá bróður sinn þar sem þeir voru á bílastæðinu fyrir framan lögreglustöðina í Mercy Ridge
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók