Elizabeth Heiter

Leyniskyttan
Leyniskyttan

Leyniskyttan

Published Nóvemberbækur
Vörunúmer 11. tbl. 2015
Höfundur Elizabeth Heiter
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Júní á síðasta ári:
Scott Delacorte var lánsamur maður.
Honum hafði ætíð veist auðvelt að kynnast
konum. Hann hafði fyrir löngu fullkomnað látlausu persónutöfrana sem löðuðu að sér kvenfólk.
Einu konurnar, sem ekki komu til greina, voru
samstarfskonur hans og þær sem voru giftar.
Í gærkvöldi hafði hann brotið fyrri regluna.
Scott bylti sér í rúminu, enn í skýjunum yfir
nóttinni með nýja samningamanninum. Chelsie
Russell. Þessi hávaxna, ljóshærða og bláeyga
kona minnti meira á ofurfyrirsætu en alríkislögregluþjón, en brosið var þó það sem hafði heillað Scott. Það var stórt og smitandi og bar með
sér að hún var mikill mannþekkjari og óhrædd
við að standa uppi í hárinu á félögum sínum, ef
með þyrfti.
Hann hafði hitt hana áður. Hún hafði gengið
til liðs við FBI um leið og Maggie, systir hans,
og Ella, vinkona þeirra. Hann hafði stundum
séð hana með þeim, en aldrei talað við hana að
ráði fyrr en í gærkvöldi.
Hún hafði birst á Shields-kránni þegar hann
var að fara. Hann var nýbúinn að kveðja félaga
sína í gíslabjörgunarsveitinni, en þegar hún kom
inn, brosandi og glöð, kynnti hann sig fyrir
henni og bauð henni svo upp á drykk þegar hún
sagðist vera að halda upp á það að hún væri
orðinn samningamaður alríkislögreglunnar.
Hann hafði spjallað við hana við barinn, en
verið viss um að hún myndi segja kurteislega
nei ef hann byði henni heim. Þess í stað hafði

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is