Flýtilyklar
Brauðmolar
Elizabeth Heiter
-
Flóttaleiðir
Desparre í Alaska var svo afskekkt að það var ekki einu sinni á kortum en eftir að hafa verið á flótta í tvö ár þá fann Sabrina Jones loksins fyrir öryggi. Hún var ekki viss hvenær hún fór að finna fyrst fyrir örygginu en hún fór smátt og smátt að finna minna fyrir kvíðanum. Þörfin til þess að vera á verði á hverjum degi hafði minnkað líka. Hún mundi ekki heldur nákvæmlega hvenær martraðirnar hættu en það var meira en mánuður síðan hún hrökk upp um miðja nótt í svitabaði vegna þess að eltihrellirinn hennar var að reyna að drepa hana eins og hann gerði við Dylan. Sabrina gekk um kofann sem hún hafði tekið á leigu fyrir sex mánuðum síðan. Einn af mörgum felustöðum síðastliðin tvö árin en þessi var öðruvísi. Hún opnaði dyrnar og steig út á pallinn og fann hroll fara um sig. Það var aldrei heitt í Alaska en það skipti engu máli. Ekki þegar hún gat staðið þarna og hlustað á fuglana syngja í fjarlægð og andað að sér fersku loftinu sem var svo ólíkt loftinu í stórborginni sem hún hafði andað að sér allt sitt líf. Skógurinn fyrir aftan kofann virtist endalaus og einangrunin á þessum stað hafði gefið henni hugarró sem hún hafði ekki upplifað lengi. Það bjó enginn nálægt henni. Heimreiðin að kofanum var löng og kofinn var vel falinn í skóginum. Það þurfti að vita af honum til þess að komast að honum. Hún var þónokkra vegalengd frá bænum en hún heyrði í bílunum fara framhjá.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vonin lifir
Haltu ró þinni. Jax Diallo endurtók þessi sömu orð aftur og aftur í huganum líkt og hann gerði jafnan þegar hann nálgaðist vettvang þar sem voðaverk höfðu verið framin. Aðkoma að vettvangi slíks var svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma og sem sérfræðingur Alríkislögreglunnar í málefnum þolenda var algjört lykilatriði að hann héldi ró sinni og yfirvegun. Bifreið Alríkislögreglunnar var stöðvuð og Jax lygndi aftur augunum í skamma stund til að safna kröftum... búa sig undir það andlega að horfast í augu við afleiðingar sprengjuárásar. ‒Drífum okkur! sagði einn ferðafélaga hans og stökk út úr bifreiðinni. Þrír félagar þeirra við rannsóknadeild Alríkislögreglunnar drifu sig út úr bílnum og Jax sömuleiðis. Napur vorvindur Alaska mætti þeim um leið og dyrnar opnuðust en þögnin var þó það fyrsta sem Jax Diallo skynjaði. Fuglar og dýr höfðu greinilega látið sig hverfa. Lamandi þögnin var annað slagið rofin af snökthljóðum sem Jax gerði ráð fyrir að bærust frá fórnarlömbum sprengjuárásarinnar sem enn voru á svæðinu eða fjölskyldumeðlimum þeirra. Hugsanlega einnig frá neyðarliðum eða lögreglufulltrúum sem líkast til höfðu aldrei áður upplifað nokkuð í ætt við þær hörmungar sem þeir höfðu mætt hér. Í fjarska heyrðist sími hringja, þagna síðan eftir nokkra stund og hefja síðan aftur að hringja. Ekki var ólíklegt að þetta væri vinur eða fjölskyldumeðlimur í leit að ástvini sínum... í örvæntingarfullri von um að viðkomandi svaraði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Björgun í Alaska
Hún heyrði umtalið um leið og hún kom í bæinn. –Þetta er hún. Stelpan sem var rænt og fannst fyrir fimm árum síðan. –Sú sem drap nærri því systur sína? Alanna reyndi að hundsa augnaráð kvennanna við búðina. Starandi augnaráð og slúður áttu það til að draga fleira fólk að í Desparre, Alaska. Alanna horfði niður og langaði til þess að hverfa og hraðaði sér út. Hún fann augun borast í bakið á sér. Hún fann andardráttinn aukast og svitann spretta af enninu á sér. Þetta voru aukaverkanir þess að senda „foreldra“ sína sem höfðu alið hana upp í 14 ár í fangelsi og flytja síðan í annað fylki til fjölskyldu sem hún reyndi að muna eftir en passaði aldrei í aftur. Aukaverkanir þess að forðast blaðamenn sem vildu fá hennar hlið á málinu. Hún heyrði raddirnar dofna um leið og konurnar færðu sig innar í kjörbúðina sem var staðsett við allar aðalbyggingar Desparre. Þetta var svo ólíkt Chicago, borgarinnar sem hún hafði horfið til eftir að hafa alist upp í Alaska með fjölskyldunni sem hafði rænt henni. Jafnvel þó að hún hafi ekki komið til Alaska í fimm ár þá fannst henni samt eins og hún hafi snúið aftur heim. Alanna dró djúpt andann og lokaði augunum. Kunnugleg hljóð og lykt róaði hana. St. Bernhard hundurinn hennar þekkti einkennin þegar kvíðinn læddist að henni og settist þétt upp við hana. Hún heyrði Chance urra lágt mínútu seinna og hún opnaði augun. St. Bernhard hundurinn var blíður risi og var líklegri til þess að dilla skottinu og bíða eftir magaklóri en að urra að einhverjum en stærð hans og viðvörun var nóg til þess að láta fólk bakka.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Systrabönd
„Ég er á lífi.“ Fjögur einföld orð á bréfsnepli. Undirrituð af systur sem Kensie Morgan hafði ekki séð í fjórtán ár. Og þessi bréfsnepill varð til þess að Kensie lagði snarlega upp í fimm þúsund kílómetra ferðalag. Hún hafði skilið eftir skilaboð í talhólfi yfirmanns síns þar sem hún sagðist þurfa stutt frí. Síðan hringdi hún í fjölskyldu sína en þau sýndu þessu lítinn skilning. En í þetta sinn varð Kensie að trúa því að vísbendingin væri raunveruleg. Eftir langt og strangt ferðalag og ótal áningarstaði steig hún loks út úr flugvél í Alaska. Þetta var í byrjun október og hitastigið var miklu lægra en hún hafði reiknað með. Það kólnaði meira að segja enn meir á meðan hún gekk frá leigusamningi á pallbíl áður en hún hélt af stað í norður átt. Bærinn Desparre í Alaska var ekki beint nafli alheimsins og fannst varla á landakortum. Eftir að GPS tækið gafst upp og hún hafði farið ótal krókaleiðir tókst henni loks að finna hann með aðstoð heimafólks sem varð á vegi hennar. Kensie nötraði og skalf þegar hún steig út úr bílnum eftir fjögurra klukkustunda ferðalag. Vetrarjakkinn hennar dugði skammt í þessum kuldanæðingi svo hún lyfti kraganum um leið og sítt hár hennar feyktist fyrir andlitið. Það var engin leið að forðast snjóskaflana svo hún varð að klofast í gegn um þá. Hennar fyrsta verk eftir stutta heimsókn á lögreglustöðina yrði að kaupa ný kuldastígvél.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leynileikur
–Þetta er slæm hugmynd, muldraði Marcos Costa með sjálfum sér þegar hann ók glæsilegum blæjubílnum, sem fíkniefnalögreglan hafði útvegað honum, út í óbyggðirnar í Maryland. Eða frekar upp í óbyggðirnar. Hann fann hvernig hann
fór sífellt hærra þegar hann gaf bílnum inn á malarveginum upp í Appalachiafjöllin.
–Þetta var þín hugmynd, rödd félaga hans svaraði úr opinni farsímalínunni.
–Hún þarf ekki að vera góð fyrir það, grínaðist Marcos.
Sannleikurinn var sá að þetta var stórgóð hugmynd. Ef hann lifði þetta af.
Fíkniefnalögreglan hafði verið að reyna að komast nálægt Carlton Wayne White árum saman en maðurinn var jafn sjúklega tortrygginn og hann var útsmoginn. Fram að þessu höfðu þeir ekki einu sinni vitað heimilisfangið hans.
Og þeir vonuðu að heimilisfangið sem Marcos var á leið til núna væri í rauninni setrið hans Carltons en ekki bara gömul
kolanáma þar sem eiturlyfjabarón gæti grafið líkið af leynilegum útsendara sem komið hafði verið upp um. Það er að
segja, hann.
–Samkvæmt GPS-tækinu er ég nálægt, sagði Marcos við félaga sinn. –Ég ætla að fela símann núna. Ég hef aðeins samband við þig í gegnum hann ef ég lendi í vandræðum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lykilvitni
Henni hafði tekist það! Shaye Mallory brosti með sjálfri sér þar sem hún rölti með innkaupapokana áleiðis að tíu ára gömlu fólksbifreiðinni sinni sem hún hafði lagt í útjaðri bílastæðisins við matvöruverslunina. Hún hafði haldið út heila viku í fullri vinnu á rannsóknastofu Jannis héraðs í réttarmeinafræði.
Heil vika án þess að verða fyrir skotárás.
Vissulega tilefni til fagnaðar og einmitt af því tilefni var stór súkkulaðiís í öðrum innkaupapokanum. Hún reyndi sitt besta til að kenna ekki í brjósti um sjálfa sig fyrir að fagna þessum áfanga ein síns liðs á föstudagskvöldi. Það voru auðvitað ekki nema tvö ár frá því hún flutti til Maryland, eftir að hafa fengið vinnu sem tölvusérfræðingur á rannsóknastofu lögreglunnar í réttarmeinafræði. Á þeim tíma höfðu byssukúlur verið henni álíka framandi og að búa ein og fjarri stórfjölskyldunni. Jafnvel þótt hún hefði eignast vini á rannsóknastofunni, þá var enginn þeirra svo náinn vinur að hún trúði viðkomandi fyrir því að hana langaði til að halda upp á heila viku við vinnu án þess að verða fyrir skotárás eða fá tauaáfall. Að halda upp á áfangann með fjölskyldunni í gegnum tölvuna var líka einum of aumkunarvert og þá fengju þau bara áhyggjur af henni.
Sannleikurinn var þó sá að dagurinn í dag markaði þáttaskil íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skyttan
Andre Diaz reis upp við dogg, ringlaður og sá ekkert fyrir reyknum sem fyllti svefnherbergið hans. Þegar hann dró andann fannst honum hann vera að kafna. Þreyttur heilinn reyndi að átta sig á því hvað um væri að vera.
–Andre! Stattu upp!
Rödd eldri bróður hans barst í gegnum reykinn. Skelfingu lostinn svipti Andre af sér sænginni og stökk fram úr svo að
við lá að hann hrasaði.
–Við verðum að vera snöggir, sagði Cole. Hann var alltaf yfirvegaður, en í þetta sinn greindi Andre ótta í rólegri röddinni.
Andre staulaðist gegnum dimmt herbergið og átti erfitt með að anda. Frammi á gangi logaði ljós, en þegar hann komst að dyrunum til bræðra sinna sá hann að birtan kom ekki frá ljósaperu.
Húsið var að brenna.
–Haltu þér fast í mig, sagði Cole. –Marcos, taktu í hina höndina á Andre. Ekki sleppa. Drífum okkur.
Andre hélt sér fast í skyrtu stóra bróður síns og fann hönd litla bróður þeirra taka um öxlina á sér. Síðan hröðuðu þeir
sér að stiganum.
Veggirnir stóðu í ljósum logum. Þegar Andre leit upp sá hann að loftið var alelda líka.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg ást
–Ósýnileg eftir þrjár... tvær... eina... núna!
Orðin ómuðu í litla heyrnartækinu í eyranu á Maggie Delacorte og félagi hennar í sérsveitinni steig frá snyrtilega gatinu sem hann hafði gert á rúð una. Fyrir aftan hana ríkti algjör þögn í myrkrinu, rétt fyrir dögun. En það yrði ekki lengi.
FBI hafði frétt af því að eftirlýstur flóttamaður væri í felum í þessu klíkuhverfi í DC, vopnaður AK-47 og með hóp af stuðningsmönnum sér við hlið. Maggie og félagar hennar voru hér til að tryggja að flótta mannsins lyki hér og nú.
Hún hreyfði sig hratt og henti leiftursprengju inn um gluggann. Heimurinn fyrir framan hana hvarf í hvítu ljósi og hár hvellur heyrðist þegar sprengjan lenti. Reykur þyrlaðist upp og veitti skjól.
–Áfram, áfram, áfram! öskraði Grant Larkin með djúpu röddinni sem lét hana alltaf fá gæsahúð um leið og hann braut niður hurðina.
Maggie þaut fyrir hornið um leið og hurðin þeyttist inn í einnar hæðar húsið. Grant fór fyrstur inn og til hægri, eins og vaninn var, svo tveir liðsfélagar þeirra.
Maggie hélt MP-5 byssunni uppi og tók varla eftir aukaþyngdinni frá 25 kílóum af búnaði sem hún bar þegar hún skaust inn um dyrnar.
Kúla þau framhjá eyranu á henni. Kúlan kom frá vinstri en hún sneri ekki höfðinu. Það var svæði sem félagi hennar sá um. Hann tæki á hættunni. Svæðið hennar Maggie var beint framundan og hún hélt einbeitt í gegnum gráan reykinn.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Leyniskyttan
Júní á síðasta ári:
Scott Delacorte var lánsamur maður.
Honum hafði ætíð veist auðvelt að kynnast
konum. Hann hafði fyrir löngu fullkomnað látlausu persónutöfrana sem löðuðu að sér kvenfólk.
Einu konurnar, sem ekki komu til greina, voru
samstarfskonur hans og þær sem voru giftar.
Í gærkvöldi hafði hann brotið fyrri regluna.
Scott bylti sér í rúminu, enn í skýjunum yfir
nóttinni með nýja samningamanninum. Chelsie
Russell. Þessi hávaxna, ljóshærða og bláeyga
kona minnti meira á ofurfyrirsætu en alríkislögregluþjón, en brosið var þó það sem hafði heillað Scott. Það var stórt og smitandi og bar með
sér að hún var mikill mannþekkjari og óhrædd
við að standa uppi í hárinu á félögum sínum, ef
með þyrfti.
Hann hafði hitt hana áður. Hún hafði gengið
til liðs við FBI um leið og Maggie, systir hans,
og Ella, vinkona þeirra. Hann hafði stundum
séð hana með þeim, en aldrei talað við hana að
ráði fyrr en í gærkvöldi.
Hún hafði birst á Shields-kránni þegar hann
var að fara. Hann var nýbúinn að kveðja félaga
sína í gíslabjörgunarsveitinni, en þegar hún kom
inn, brosandi og glöð, kynnti hann sig fyrir
henni og bauð henni svo upp á drykk þegar hún
sagðist vera að halda upp á það að hún væri
orðinn samningamaður alríkislögreglunnar.
Hann hafði spjallað við hana við barinn, en
verið viss um að hún myndi segja kurteislega
nei ef hann byði henni heim. Þess í stað hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Líkið í fenjunum
Strax og Isabella Cortez yfirgaf FBI bygginguna
fékk hún gæsahúð og skynfærin urðu ofurnæm.
Eðlisávísunin og þjálfunin sögðu henni að hún væri
ekki ein.
Hurðin skelltist fyrir aftan hana áður en hún gat
skotist aftur inn og Ella bölvaði þungu skjalatösk
unni sem hún var með í annarri hendinni og möpp
unum sem hún hélt á í hinni. Þótt hún væri að fara í
fyrsta alvöru fríið sitt í tvö ár tóku morðingjarnir
sér ekki endilega frí og því fylgdu málin hennar
með henni. Að því gefnu að hún kæmist í fríið.
Í kvöld var hún ein af þeim síðustu til að yfir
gefa skrifstofubygginguna í Aquia, Virginíu. Bygg
ingin var nokkuð frá veginum, inni í skógi, og
vopnaður vörður var við hana. Enginn átti að kom
ast inn á bílastæðið nema atferlisgreinarnir sem
unnu þarna. Ef gestur vildi koma lét vörðurinn við
hliðið vita. Hver sá sem komst framhjá öryggis
gæslunni var ógnun.
Hún ýtti óttanum frá sér, deplaði augunum og
reyndi að venjast myrkrinu úti. Handleggirnir
spenntust en hún sleppti ekki möppunum og greip
byssuna. Ekki enn. Ekki fyrr en hún hefði greint
ógnina. Ef hún brygðist of fljótt við yrði hún lík
lega skotin.
Nei, eðlisávísunin sem hafði þróast á þeim
tveimur árum sem hún hafði unnið í atferlisgrein
ingardeildinni sagði henni að láta sem hún tæki
ekki eftir neinu. Láta hann sýna sig áður en hún
yfir bugaði hann.
Hjartað barðist of hratt í brjósti hennar, minnti
Ellu of vel á fyrstu árin hjá FBI, þegar hún var í
deild sem rannsakaði klíkustarfsemi í Dallas. Þá
hafði hún fengið byssukúlu í lærið og félagi hennarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.