Elle James

Í klóm ræningjanna
Í klóm ræningjanna

Í klóm ræningjanna

Published Janúar 2015
Vörunúmer 1. tbl. 2015
Höfundur Elle James
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Daniel Henderson stóð með hendina á skefti
skammbyssunar sem hvíldi í axlarslíðrinu undir
jakkanum. Hann hafði ekki augun af manninum
sem stóð á miðju gólfinu.
–Barnabarns þíns hefur verið saknað í hálfan
mánuð, endurtók Patrick O‘Hara og veðrað andlitið
varð alsett áhyggjuhrukkum. –Ég hef reynt allt annað. Ég fyllti út eyðublað um að stelpunnar væri
saknað en lögreglan hefur engar vísbend ingar. Ég
er að missa vitið. Þess vegna sneri ég mér til þín.
–Hvað ertu að segja? Á ég barnabarn? Kate
Winston, fyrrverandi varaforseti Banda ríkjanna,
stóð hnarreist fyrir framan hann og brá ekki svip.
Eina merkið um að maðurinn hefði komið róti á
huga hennar var náfölt andlitið. Hún leit á syni
sína þrjá, Trey, Thaddeus og Samuel. –Vissuð þið
þetta?
Mennirnir þrír hristu höfuðið.
–Hún er ekki dóttir neins af sonum þínum. Hún
er dótturdóttir þín. Dótturdóttir okkar,sagði O‘Hara.
–Um hvern fjandann ertu að tala? spurði Trey,
sá elsti.
O‘Hara hvessti augun á hann. –Kannski ættirðu
að spyrja mömmu þína um það.
Kate lygndi aftur augunum og lagði höndina á
brjóst sér.
–Þú kemur henni í uppnám, sagði Thad og tók
utan um móður sína. –Þú ættir kannski að fara,
áður en við látum fylgja þér út.
–Nei. O‘Hara varð ekki haggað og hann hafði
ekki augun af Kate. –Ég þarf hjálp til að finna
barnabarnið mitt og þú ert síðasta von mín. Nema
þú viljir ekkert af stelpunni vita, frekar en dóttur
okkar.
Nú fauk í Sam. –Komdu þér út.
Kate stöðvaði hann. –Nei, bíddu, leyfðu honum
að tala.
Patrick leit á bræðurna og svo aftur á Kate.
–Shelby var á háskólabókasafninu á þriðjudagskvöldi fyrir hálfum mánuði að vinna að rannsóknarverkefni. Hún sagðist koma heim um miðnætti. Klukkan tvö um nóttina lokaði ég kránni og
fór ég heim. Hún var ekki þar og bíllinn ekki fyrir
utan. Ég varð áhyggjufullur og keyrði alla leið að
háskólanum í Beth City. Bíllinn hennar var á
stæðinu þar, en Shelby hvergi sjáanleg. Ég veit
ekki hvað ég á til bragðs að taka, sagði hann og
neri á sér hökuna.
Daniel komst við þegar hann sá örvæntinguna í
augum mannsins. Hálfur mánuður var heil eilífð í
svona málum. Lítil von var til þess að hún fyndist
á lífi.
–Hvað er hún gömul? spurði Kate.
–Tuttugu og þriggja ára. Hún er alltaf stundvís,
sagði Patrick og kom nær.
Daniel gekk á milli Patricks og Kate. –Ekki fara
nær en þetta.
Patrick leit á hann. –Mig langaði bara til að
sýna henni mynd af Shelby, sagði hann og horfði
svo á Kate. –Hún er svo lík mömmu sinni. Og
Carrie var mjög lík þér. Dökkhærð með heiðblá
augu. Hann brosti, en varð svo strax alvarlegur
aftur. –Við verðum að finna hana. Hún er allt sem
ég á.
Daniel tók við myndinni og rétti Kate hana.
Trey steig í veg fyrir hann og tók við myndinni.
–Maðurinn er brjálaður. Þú ætlar þó ekki að fara
að hjálpa honum? Hann er að notfæra sér það að
við erum veik fyrir núna... Trey varð litið á
myndina og rak upp stór augu. –Ja, hver fjárinn.
Kate rétti út höndina. –Láttu mig fá myndina.
Trey rétti henni hana. –Þetta hlýtur að vera fölsun. Það er allt hægt í tölvum nú á dögum.
Kate starði lengi á myndina og augun fylltust
tárum. –Þetta gæti verið mynd af mér á yngri
árum. Ég skil þetta ekki, sagði hún og leit á
Patrick.
–Hvað skilurðu ekki? Þú yfirgafst dóttur þína.
Ég ól Carrie upp og hún eignaðist Shelby, sem ég
ól upp líka. Hann benti á myndina. –Shelby Raye
O‘Hara. Gullfalleg og bráðgáfuð ung stúlka sem á
framtíðina fyrir sér. Ég vona að ég finni hana áður
en eitthvað hræðilegt hendir hana. Hann kyngdi.
–Nema það sé of seint.
Daniel óttaðist að eitthvað slæmt hefði komið
fyrir stúlkuna fyrst hennar hafði verið saknað
svona lengi.
–Ég yfirgaf ekki dóttur mína. Hún dó, hvíslaði

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is