Flýtilyklar
Brauðmolar
Elle James
-
Ógnir óvinar
Víðátta himinsins... passar. Flatlendi... passar. Stormský á leið yfir...
passar.
Dante Thunder Horse horfði á það sem var fyrir framan hann, eins
og hann væri að merkja við listann fyrir flugtak, á hefðbundnum degi
í upphafi vetrar í Norður Dakóta, fyrir fyrstu alvöru stórhríð vetrarins.
Þetta hafði verið skrýtinn desembermánuður. Yfirleitt snjóaði kringum
þakkargjörðarhátíðina og snjórinn hélst vel fram í apríl.
Í ár hafði snjórinn komið um svipað leyti og hrekkjavakan og
bráðnað og jarðvegurinn var enn ekki orðinn frosinn.
Miðað við kuldann og skýin á himninum var fyrsti alvöru snjókoman um að bil að bresta á hjá þeim. Krakkarnir í Grand Forks yrðu
spenntir. Jólafríið var í nánd og þau fengju hvít jól eftir allt saman.
Dante var í 150 kílómetra fjarlægð frá heimavelli, á flugi meðfram
landamærum Bandaríkjanna og Kanada sem landamæravörður, eða
flugmaður, við landamæravörslu úr lofti á vegum Tollgæslunnar og
landamæravörslunnar. Dante var í sendiferð til að kanna hugsanlega
umferð ólöglegra innflytjenda sem áhyggjufullur borgari hafði hringt
og tilkynnt um. Bóndi hafði séð mann á vélsleða koma yfir landamærin frá Kanada.
Hann taldi að þetta væri einhver að leika sér sem vissi ekki að
hann hefði gert eitthvað af sér. Það var sama, Dante varð að kanna
málið. Hann reiknaði ekki með að neitt óvenjulegt eða mjög hættulegt
gerðist. Það var miklu minni umferð ólöglegra innflytjenda yfir
landamærin að Kanada heldur en við landamæri Bandaríkjana
sunnanverð. Flestar ferðir hans fóru í það að dást að útsýninu og virða
fyrir sér einstaka elg eða björn á ferð.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þolraunin
Elena Sophia Carranza gaf inn til að komast upp bratta og
grýtta hæðina og halda í við Hector. Til allrar hamingju hafði
hann gefið sér tíma til að kenna henni að aka vélhjóli við erfiðar
aðstæður. Erfiðara landslag fyrirfannst varla en við Big Bendþjóðgarðinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
–Þú getur þetta, ungfrú Elena, en þú verður að sýna dirfsku,
hafði Hector sagt þegar þau hófu flóttann háskalega. –Þegar
við erum lögð af stað eigum við ekki afturkvæmt.
Það hafði hún vitað allt frá byrjun. Antonio, fyrrverandi
unnusti hennar, myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en hann fyndi
hana. Ef það gerðist fengi hún svo sannarlega fyrir ferðina.
Hún hafði kreist höndina á Hector. –Þú verður að kalla mig
Sophiu héðan í frá. Elena er ekki lengur til.
–Já, hafði hann sagt áður en hann settist á hjólið sitt og
brunaði af stað.
Miklu skipti að Sophia einbeitti sér að takmarki sínu. Annars
dæi hún. Margir höfðu fórnað miklu til að hjálpa henni að
komast út úr búðunum. Hector hafði hætt lífinu og framtíð
sinni til að hjálpa henni að komast áleiðis. Það minnsta sem
hún gat gert fyrir hann var að halda í við hann og aka ekki svo
hægt að það stofnaði þeim í hættu. Þau voru komin yfir landamærin til Bandaríkjanna og enn hafði enginn orðið þeirra var.
Nú þurftu þau bara að útvega sér aðstoð.
Þau höfðu farið yfir Rio Grande á vaði fyrir dögun og haldið
inn í gljúfrin, eftir stígum sem hlykkjuðust upp og niður. Þau
hugðust komast eins langt norður og mögulegt var áður enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður í háska
Yfir maðurinn sagði að hann væri hálfviti að hafa hætt lífi sínu. Hann gat
samt ekki séð eftir því að hafa gerst sjálfskipaður löggæslumaður á yfirráðasvæði Talibana, sem hann hafði jafnað við jörðu á eigin spýtur, að
öðru leyti en því að hafa bundið enda á frama sinn í hernum.
Eftir það sem þeir gerðu við krakkann...
Chuck hristi höfuðið til að losna við myndirnar úr huganum. Þetta var
fortíðin. Wild Oak Canyon og Covert Cowboys hf. voru framtíðin.
Hann dró andann djúpt staddur í útjaðri bæjarins, horfði í suður, andaði
að sér heitu, þurru loftinu og andaði frá sér aftur. Það voru ekki margir
sem skildu aðdráttarafl þessarar þurru eyðimerkur eða völdu sér að búa
þarna. Aðkomumenn entust ekki lengi, ekki á þessari endalausu víðáttu af
flötu og óbreytanlegu landslagi með Davisfjöllin í fjarlægð sem litu út fyrir að vera nær en þau voru í raun og veru.
Fjandans. Chuck hefði kannski ekki komið aftur ef honum hefði ekki
boðist að ganga til liðs við CCI, leynilegu samtökin sem Hank Derringer,
milljarðamæringurinn og búgarðseigandinn hafði stofnsett nýlega. Það
voru of margar minningar í Wild Oak Canyon, bæði góðar og slæmar.
Hvert sem hann sneri sér rifjuðust upp minningar um PJ.
PJ á hestbaki yfir eyðilegt landið, PJ að brosa upp til hans úr uppáhalds
sundhylnum þeirra til að biðja hann að koma til sín, PJ að segja að hún
myndi elska hann að eilífu...
Að eilífu hafði verið allt of stutt. Hún hafði grátbeðið hann um að
bjóða sig ekki fram í þetta úthald til Afganistan, viljað að hann biði þangað til deildin hans væri boðuð til starfa svo þau fengju svolítið lengri tíma
saman áður en hann lenti í lífsháska. Þjóðvarðliðasveitin, sem hann var í,
hafði ekki verið á lista til að fara í úthald fyrr en eftir 12 mánuði þegar það
var kallað eftir sjálfboðaliðum.
Chuck hafði heimtað að fara, sagt henni að skVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hefnd
Svöl sturta fór langt með að vekja Zach og skýra hugann, auk þess
að drepa niður löngun í sterkan drykk til að slæva sig. Hann lá á
rúminu, ofan á gamaldags bútasaumsteppi, ekki tilbúinn að sofna
en vonaði þó að hann fengi hvíld með því að liggja.
Loftkælingin barðist gegn hitanum inni í herberginu. Það hafði
verið slökkt á henni yfir heitasta hluta dagsins. Eftir fimmtán mínútur gafst Zach upp og reis á fætur. Hann leit á símann sinn, þótt
hann vissi að hann hafði ekki hringt og myndi vart hringja fyrr en
næsta dag.
Hann óskaði þess að morgunninn væri kominn svo hann gæti
hafið leitina að systur Jacie. Aðgerðarleysið var að gera hann óðan.
Zach steig út á veröndina við kofann, aðeins klæddur í gallabuxur.
Í kofanum við hliðina á hans mátti sjá ljós í glugga. En það var
ekki glugginn sem vakti athygli hans.
Skuggavera sat á tröppunum við veröndina. Lágur grátur barst
til hans í næturkyrrðinni.
Zach gekk berfættur niður af sinni verönd og að kofanum hennar
Jacie.
Hún heyrði hann ekki nálgast og Zach gaf sér andartak til að
virða hana fyrir sér.
Sítt, dökkbrúnt hárið liðaðist við axlirnar á henni, laust við
teygjuna sem hafði haldið því í tagli í veiðiferðinni. Stjörnuskinið
glampaði á dökkum lokkunum og myndaði bláan geislabaug.
Hann gat ekki lengur staðið kyrr og gekk upp tröppurnar.
Hún leit snögglega upp og greip andann álofti. –Ó, það ert þú.
Hún rétti aðeins úr sér og þurrkaði sér um augun. –Ættirðu ekki að
vera sofandi?
–Ég vildi vita hvort yfirmaður þinn hefði samþykkt að leyfa
okkur að nota þyrluna.
Jacie saug upp í nefið og leit undan.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í skotfæri
Ben hafði unnið heimavinnuna sína. Hank Derringer var hálfgerður einbúi síðan hann missti fjölskylduna sína fyrir rúmu ári
síðan, í misheppnaðri mannránstilraun. Maðurinn hafði grætt milljarða og hélt áfram að græða á olíu- og gasviðskiptum. Þetta voru
staðreyndir sem einfalt var að finna. En af hverju að fá þessa menn
hingað? Af hverju núna?
Ben hefði hunsað boðið ef hann hefði getað. Frami hans innan
lög reglunnar í Austin var á enda, hann hafði verið atvinnulaus og
kynnst því að enginn vildi ráða mann í vinnu sem hafði verið rekinn
úr lögreglunni fyrir að hafa drepið mann með berum höndum. Fyrr
en núna.
Iðraðist hann þess sem hann hafði gert?
Nei.
Og hann myndi endurtaka leikinn ef aðstæður væru eins.
Maginn í honum herptist saman og hann reyndi að ýta niður
reiðinni og myndunum í huganum þegar hár, eldri herramaður kom
til þeirra.
Maðurinn var með svartan kúrekahatt og líktist hinum mönnunum
þarna inni.
–Herramenn, ég er Hank Derringer. Þakka ykkur fyrir að koma á
Raging Bull-búgarðinn. Hann settist nálægt stórum steinarni og
sneri að þeim. –Ég fékk ykkur hingað af því að þið eruð bestir
þeirra bestu.
–Bestir í hverju, Hank? Stæltur, ljóshærður maður tók fyrst til
máls. Hann kinkaði til Bens og þeirra hinna. –Og hverjir eru þetta?
Hank kinkaði kolli til mannsins. –Þolinmóður, Thorn. Ég kem að
því. Fyrir ykkur hinum vil ég kynna Thorn Drennan, besta fógeta
sem verið hefur í Wild Oak Canyon. Fólk gat reitt sig á að hann
berðist fyrir sannleika og réttlæti.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í klóm ræningjanna
Daniel Henderson stóð með hendina á skefti
skammbyssunar sem hvíldi í axlarslíðrinu undir
jakkanum. Hann hafði ekki augun af manninum
sem stóð á miðju gólfinu.
–Barnabarns þíns hefur verið saknað í hálfan
mánuð, endurtók Patrick O‘Hara og veðrað andlitið
varð alsett áhyggjuhrukkum. –Ég hef reynt allt annað. Ég fyllti út eyðublað um að stelpunnar væri
saknað en lögreglan hefur engar vísbend ingar. Ég
er að missa vitið. Þess vegna sneri ég mér til þín.
–Hvað ertu að segja? Á ég barnabarn? Kate
Winston, fyrrverandi varaforseti Banda ríkjanna,
stóð hnarreist fyrir framan hann og brá ekki svip.
Eina merkið um að maðurinn hefði komið róti á
huga hennar var náfölt andlitið. Hún leit á syni
sína þrjá, Trey, Thaddeus og Samuel. –Vissuð þið
þetta?
Mennirnir þrír hristu höfuðið.
–Hún er ekki dóttir neins af sonum þínum. Hún
er dótturdóttir þín. Dótturdóttir okkar,sagði O‘Hara.
–Um hvern fjandann ertu að tala? spurði Trey,
sá elsti.
O‘Hara hvessti augun á hann. –Kannski ættirðu
að spyrja mömmu þína um það.
Kate lygndi aftur augunum og lagði höndina á
brjóst sér.
–Þú kemur henni í uppnám, sagði Thad og tók
utan um móður sína. –Þú ættir kannski að fara,
áður en við látum fylgja þér út.
–Nei. O‘Hara varð ekki haggað og hann hafði
ekki augun af Kate. –Ég þarf hjálp til að finna
barnabarnið mitt og þú ert síðasta von mín. Nema
þú viljir ekkert af stelpunni vita, frekar en dóttur
okkar.
Nú fauk í Sam. –Komdu þér út.
Kate stöðvaði hann. –Nei, bíddu, leyfðu honum
að tala.
Patrick leit á bræðurna og svo aftur á Kate.
–Shelby var á háskólabókasafninu á þriðjudagskvöldi fyrir hálfum mánuði að vinna að rannsóknarverkefni. Hún sagðist koma heim um miðnætti. Klukkan tvö um nóttina lokaði ég kránni og
fór ég heim. Hún var ekki þar og bíllinn ekki fyrir
utan. Ég varð áhyggjufullur og keyrði alla leið að
háskólanum í Beth City. Bíllinn hennar var á
stæðinu þar, en Shelby hvergi sjáanleg. Ég veit
ekki hvað ég á til bragðs að taka, sagði hann og
neri á sér hökuna.
Daniel komst við þegar hann sá örvæntinguna í
augum mannsins. Hálfur mánuður var heil eilífð í
svona málum. Lítil von var til þess að hún fyndist
á lífi.
–Hvað er hún gömul? spurði Kate.
–Tuttugu og þriggja ára. Hún er alltaf stundvís,
sagði Patrick og kom nær.
Daniel gekk á milli Patricks og Kate. –Ekki fara
nær en þetta.
Patrick leit á hann. –Mig langaði bara til að
sýna henni mynd af Shelby, sagði hann og horfði
svo á Kate. –Hún er svo lík mömmu sinni. Og
Carrie var mjög lík þér. Dökkhærð með heiðblá
augu. Hann brosti, en varð svo strax alvarlegur
aftur. –Við verðum að finna hana. Hún er allt sem
ég á.
Daniel tók við myndinni og rétti Kate hana.
Trey steig í veg fyrir hann og tók við myndinni.
–Maðurinn er brjálaður. Þú ætlar þó ekki að fara
að hjálpa honum? Hann er að notfæra sér það að
við erum veik fyrir núna... Trey varð litið á
myndina og rak upp stór augu. –Ja, hver fjárinn.
Kate rétti út höndina. –Láttu mig fá myndina.
Trey rétti henni hana. –Þetta hlýtur að vera fölsun. Það er allt hægt í tölvum nú á dögum.
Kate starði lengi á myndina og augun fylltust
tárum. –Þetta gæti verið mynd af mér á yngri
árum. Ég skil þetta ekki, sagði hún og leit á
Patrick.
–Hvað skilurðu ekki? Þú yfirgafst dóttur þína.
Ég ól Carrie upp og hún eignaðist Shelby, sem ég
ól upp líka. Hann benti á myndina. –Shelby Raye
O‘Hara. Gullfalleg og bráðgáfuð ung stúlka sem á
framtíðina fyrir sér. Ég vona að ég finni hana áður
en eitthvað hræðilegt hendir hana. Hann kyngdi.
–Nema það sé of seint.
Daniel óttaðist að eitthvað slæmt hefði komið
fyrir stúlkuna fyrst hennar hafði verið saknað
svona lengi.
–Ég yfirgaf ekki dóttur mína. Hún dó, hvíslaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Móðir á flótta
Sylvia Michaels lyfti gaddavírsgirðingunni varlega frá og lyfti öðrum fætinum yfir hana. Svitinn spratt út á enninu við áreynsluna og rann niður í augun. Hún gat ekki þurrkað af sér svitann því hún þurfti að nota báðar hendurnar. Um leið og hún steig yfir girðinguna, festust gallabuxurnar hennar á gaddavírnum með þeim fleiðingum að hún skar sig illa á kálfanum. Hún rak upp óp og datt beint á andlitið, hóstandi upp rauðu ryki.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Trúlofun til málamynda
Devin Kendall fór eins og venjulega seint af skrifstofunni sinni hjá Kendall fjarskiptafyrirtækinu, löngu eftir að aðalumferðartíminn var liðinn. Hann gekk út í ílakjallarann og veifaði þegar Craig frændi hans ók framhjá.Devin var uppgefinn þegar hann steig upp í lexusjepplinginn og hallaði sér aftur í djúpu leðursætinu. Hann var svo þreyttur að hann gæti sofnað á staðnum. Þyrfti ekki annað en að halla sætinu og loka augunum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kúreki að verki
Halló, Bart, sagði Lila Lockhart ríkisstjóri mjúklega í farsímann. Hún var með lífverði með sér, hafði ekkert næði og þannig hafði það verið eftir tilræðið. –Lila, gott að þú hringdir. Hafa borist fleiri hótanir? –Ekkert hefur gerst síðan Rory Stockett skaut á mig, sem betur fer. Ég vildi bara hringja til að þakka þér og mönnum þínum fyrir alla hjálpina. Ég hefði ekki komist í gegnum síðustu vikur án þess að vita að þú gættir mín.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í lífshættu
Pierce Thunder Horse var aumur í rófubeininu og lærin mótmæltu langri setu svo hann færði sig til í hnakknum. Hann hafði ekki verið á hestbaki í rúmlega tvo mánuði. Það gafst ekki oft ástæða til þess að fulltrúar hjá alríkislögreglunni legðu á hesta. Heimsóknir hans á fjölskyldubúgarðinn voru yfirleitt stuttar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.