Elle James

Lífvörður í háska
Lífvörður í háska

Lífvörður í háska

Published Mars 2015
Vörunúmer 342
Höfundur Elle James
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Yfir maðurinn sagði að hann væri hálfviti að hafa hætt lífi sínu. Hann gat
samt ekki séð eftir því að hafa gerst sjálfskipaður löggæslumaður á yfirráðasvæði Talibana, sem hann hafði jafnað við jörðu á eigin spýtur, að
öðru leyti en því að hafa bundið enda á frama sinn í hernum.
Eftir það sem þeir gerðu við krakkann...
Chuck hristi höfuðið til að losna við myndirnar úr huganum. Þetta var
fortíðin. Wild Oak Canyon og Covert Cowboys hf. voru framtíðin.
Hann dró andann djúpt staddur í útjaðri bæjarins, horfði í suður, andaði
að sér heitu, þurru loftinu og andaði frá sér aftur. Það voru ekki margir
sem skildu aðdráttarafl þessarar þurru eyðimerkur eða völdu sér að búa
þarna. Aðkomumenn entust ekki lengi, ekki á þessari endalausu víðáttu af
flötu og óbreytanlegu landslagi með Davisfjöllin í fjarlægð sem litu út fyrir að vera nær en þau voru í raun og veru.
Fjandans. Chuck hefði kannski ekki komið aftur ef honum hefði ekki
boðist að ganga til liðs við CCI, leynilegu samtökin sem Hank Derringer,
milljarðamæringurinn og búgarðseigandinn hafði stofnsett nýlega. Það
voru of margar minningar í Wild Oak Canyon, bæði góðar og slæmar.
Hvert sem hann sneri sér rifjuðust upp minningar um PJ.
PJ á hestbaki yfir eyðilegt landið, PJ að brosa upp til hans úr uppáhalds
sundhylnum þeirra til að biðja hann að koma til sín, PJ að segja að hún
myndi elska hann að eilífu...
Að eilífu hafði verið allt of stutt. Hún hafði grátbeðið hann um að
bjóða sig ekki fram í þetta úthald til Afganistan, viljað að hann biði þangað til deildin hans væri boðuð til starfa svo þau fengju svolítið lengri tíma
saman áður en hann lenti í lífsháska. Þjóðvarðliðasveitin, sem hann var í,
hafði ekki verið á lista til að fara í úthald fyrr en eftir 12 mánuði þegar það
var kallað eftir sjálfboðaliðum.
Chuck hafði heimtað að fara, sagt henni að sk

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is