Tuck Thunder Horse starði á símann sinn og velti því fyrir sér að hafa áfram slökkt á honum á meðan flugvélin hans nálgaðist flugstöðina í Bismarck, Norður-Dakóta. Hann var ekki á vakt núna og það var freistandi því honum hafði einfaldlega verið sagt að hvílast og jafna sig. Og eftir endalausar skýrslutökur og svo sjö tíma ferðalag frá Quantico, Virginíu, langaði hann bara að komast í næsta rúm og sofa.
Hann hafði nálgast hana síðasta klukkutímann, var að ná til hennar, óstöðvandi andstæðingur sem var að þreyta hana. Kuldinn seildist inn í þykka hanskana og stígvélin, alveg inn að beini. Alexi Katya Ivanov ýtti fastar á bensíngjöf vélsleðans, þakklát fyrir að sleðinn sem hún stal hafði verið með fullan bensíntank.
Léttur náladofi hljóp upp og niður eftir hnakka Nicks St. Claires þegar hann tók tvær tröppur í einu upp að útidyrun um á fjölbýlishúsinu í Brooklyn. Sterk lykt af hvítlauk og lauk fyllti loftið fyrir framan íbúð 12C og kæfði alla aðra lykt. Garnirnar gauluðu í honum en hann hélt áfram inn ganginn að íbúð 12H. Hann hafði ekki borðað í hálfan sólarhring en núna var ekki tími fyrir óþarfa smáatriði