Elle James

Ógnir óvinar
Ógnir óvinar

Ógnir óvinar

Published Maí 2015
Vörunúmer 344
Höfundur Elle James
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Víðátta himinsins... passar. Flatlendi... passar. Stormský á leið yfir...
passar.
Dante Thunder Horse horfði á það sem var fyrir framan hann, eins
og hann væri að merkja við listann fyrir flugtak, á hefðbundnum degi
í upphafi vetrar í Norður Dakóta, fyrir fyrstu alvöru stórhríð vetrarins.
Þetta hafði verið skrýtinn desembermánuður. Yfirleitt snjóaði kringum
þakkargjörðarhátíðina og snjórinn hélst vel fram í apríl.
Í ár hafði snjórinn komið um svipað leyti og hrekkjavakan og
bráðnað og jarðvegurinn var enn ekki orðinn frosinn.
Miðað við kuldann og skýin á himninum var fyrsti alvöru snjókoman um að bil að bresta á hjá þeim. Krakkarnir í Grand Forks yrðu
spenntir. Jólafríið var í nánd og þau fengju hvít jól eftir allt saman.
Dante var í 150 kílómetra fjarlægð frá heimavelli, á flugi meðfram
landamærum Bandaríkjanna og Kanada sem landamæravörður, eða
flugmaður, við landamæravörslu úr lofti á vegum Tollgæslunnar og
landamæravörslunnar. Dante var í sendiferð til að kanna hugsanlega
umferð ólöglegra innflytjenda sem áhyggjufullur borgari hafði hringt
og tilkynnt um. Bóndi hafði séð mann á vélsleða koma yfir landamærin frá Kanada.
Hann taldi að þetta væri einhver að leika sér sem vissi ekki að
hann hefði gert eitthvað af sér. Það var sama, Dante varð að kanna
málið. Hann reiknaði ekki með að neitt óvenjulegt eða mjög hættulegt
gerðist. Það var miklu minni umferð ólöglegra innflytjenda yfir
landamærin að Kanada heldur en við landamæri Bandaríkjana
sunnanverð. Flestar ferðir hans fóru í það að dást að útsýninu og virða
fyrir sér einstaka elg eða björn á ferð.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is