Flýtilyklar
Elle James
Í skotfæri
Lýsing
Ben hafði unnið heimavinnuna sína. Hank Derringer var hálfgerður einbúi síðan hann missti fjölskylduna sína fyrir rúmu ári
síðan, í misheppnaðri mannránstilraun. Maðurinn hafði grætt milljarða og hélt áfram að græða á olíu- og gasviðskiptum. Þetta voru
staðreyndir sem einfalt var að finna. En af hverju að fá þessa menn
hingað? Af hverju núna?
Ben hefði hunsað boðið ef hann hefði getað. Frami hans innan
lög reglunnar í Austin var á enda, hann hafði verið atvinnulaus og
kynnst því að enginn vildi ráða mann í vinnu sem hafði verið rekinn
úr lögreglunni fyrir að hafa drepið mann með berum höndum. Fyrr
en núna.
Iðraðist hann þess sem hann hafði gert?
Nei.
Og hann myndi endurtaka leikinn ef aðstæður væru eins.
Maginn í honum herptist saman og hann reyndi að ýta niður
reiðinni og myndunum í huganum þegar hár, eldri herramaður kom
til þeirra.
Maðurinn var með svartan kúrekahatt og líktist hinum mönnunum
þarna inni.
–Herramenn, ég er Hank Derringer. Þakka ykkur fyrir að koma á
Raging Bull-búgarðinn. Hann settist nálægt stórum steinarni og
sneri að þeim. –Ég fékk ykkur hingað af því að þið eruð bestir
þeirra bestu.
–Bestir í hverju, Hank? Stæltur, ljóshærður maður tók fyrst til
máls. Hann kinkaði til Bens og þeirra hinna. –Og hverjir eru þetta?
Hank kinkaði kolli til mannsins. –Þolinmóður, Thorn. Ég kem að
því. Fyrir ykkur hinum vil ég kynna Thorn Drennan, besta fógeta
sem verið hefur í Wild Oak Canyon. Fólk gat reitt sig á að hann
berðist fyrir sannleika og réttlæti.