Flýtilyklar
Brauðmolar
Fortress Defense
-
Hættuleg vitneskja
Katlin Andrews reyndi að ná betra taki á stýrinu með sveittum lófunum. Bros hennar var tryllingslegt meðan hún ók eftir dimmum götunum í versta hluta bæjarins. Hún var nýbúin að fá sönnunina sem hana vantaði til að birta bestu frétt ævinnar og gat ekki beðið eftir að sjá andlitið á yfirmanninum þegar hún sannaði þetta fyrir honum. Honum hafði fundist að hún væri of ung og reynslulaus til að bera kennsl á alvörufréttir en það var rangt. Það var ekki nóg með að hún hefði neglt fréttina, þetta var meiri háttar afhjúpun. Sigurtilfinningin streymdi um hana þegar hún ók út úr hverfinu, þakklát fyrir að vera á heimleið. Nokkrar götur í viðbót, þá var hún komin að þjóðveginum. Svo ætlaði hún að vinna það sem eftir var nætur við að ganga frá sögunni og hnýta lausa enda. Það sem hún hafði fundið í kvöld átti eftir að breyta lífi hennar, það var hún viss um. Hún sá bílljós í baksýnisspeglinum sem trufluðu hugsanaferlið. Þau nálguðust hratt og Katlin steig ákveðin á bensíngjöfina. Innsæið gerði vart við sig. Enginn sem var á ferðinni í þessu hverfi og á þessum tíma sólarhrings gat haft neitt gott í hyggju og hana langaði ekkert að hugsa um ástæðuna fyrir því að einhver bíll var að elta hana núna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggabaldur
Svitinn rann niður gagnaugun á Lyndy Wells og niður á milli herðablaðanna. Hún var á leiðinni til baka að bílnum sínum eftir erfiða kvöldgöngu. Tæp 14 aukakíló voru nóg til að fá hvern sem var til að svitna en þegar óþægileg stígvél og ullarkápa bættust við var gangan mjög erfið. Það var ekki nóg með að hún ætti ennþá eftir að losa sig við 7 kíló eftir meðgönguna heldur bar hún barnið í poka framan á sér, klætt í þykkan kuldagalla. Gus var orðinn 5 mánaða og henni fannst kominn tími til að losna við þessi aukakíló. Það var komið fram á haust og stutt þangað til það færi að snjóa í litla bænum í norðurhluta Kentucky. Þá yrðu kvöldgöngurnar ekki kaldar lengur heldur ómögulegar en þangað til ætlaði hún að gera sitt besta til að ganga 8000 skref á dag, eða nálægt því, með son sinn framan á sér. Núna langaði hana ekki til neins annars en að setjast inn í bíl og drekka úr vatnsflöskunni. Hún stoppaði aðeins við vatnið til að liðka fæturna aðeins til að reyna að minnka sviðann og ná andanum. Dagarnir voru orðnir svo stuttir að hún átti von á að flestir væru farnir að halda sig heima, nema hún.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Horfin
Emma Hart gat ekki losnaði við óþægilega tilfinningu um að eitthvað væri að. Þessi tilfinning hafði angrað hana allan daginn og gert hana órólega. Sara, systir hennar og sambýlingur, virtist finna fyrir þessu líka þó að hún hefði ekki sagt neitt. Sara hafði setið með farsímann sinn og minnisbók mestallan daginn og varla sagt orð eða borðað neitt. Það var ekki líkt henni að vera inni heilan dag nema það væri vitlaust veður. Emma hafði sinnt endalausum húsverkum, uppgefin eins og aðrar nýbakaðar mæður, og sinnt syni sínum til að reyna að losna við þessa tilfinningu um yfirvofandi vandræði. Það hafði ekki tekist og nú var sólin að setjast. Ef eitthvað var jákvætt við þetta allt saman var það að þessi skrýtni dagur var loksins að verða liðinn og morgundagurinn var alltaf betri. Hún krosslagði ökklana þar sem hún sat í rólunni á veröndinni bak við húsið og horfði á fallegt sólarlagið og Henry, litla fullkomna drenginn sinn. Hún lyfti honum upp og hreyfði hann svolítið til þangað til hún sá tannlaust bros. Hún lifði fyrir þetta. Bros breiddist yfir varir hennar þegar hún lét hann síga aftur niður í kjöltuna. –Einhvern tímann á ég eftir að kenna þér að snara kálfa og ríða út, alveg eins og afi þinn kenndi okkur Söru. Það hefði verið gott ef pabbi Henry hefði verið tiltækur til að kenna honum þessa hluti eins og pabbi hennar hafði kennt henni sjálfri en það þýddi ekkert að hugsa um það sem ekki gat orðið. Pabbi Henry var hermaður í leyfi þegar þau hittust og hann hafði alist upp á búgarði eins og hún, ekki langt frá staðnum þar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.