Fortress Defense

Hættuleg vitneskja
Hættuleg vitneskja

Hættuleg vitneskja

Published Desember 2021
Vörunúmer 423
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Katlin Andrews reyndi að ná betra taki á stýrinu með sveittum lófunum. Bros hennar var tryllingslegt meðan hún ók eftir dimmum götunum í versta hluta bæjarins. Hún var nýbúin að fá sönnunina sem hana vantaði til að birta bestu frétt ævinnar og gat ekki beðið eftir að sjá andlitið á yfirmanninum þegar hún sannaði þetta fyrir honum. Honum hafði fundist að hún væri of ung og reynslulaus til að bera kennsl á alvörufréttir en það var rangt. Það var ekki nóg með að hún hefði neglt fréttina, þetta var meiri háttar afhjúpun. Sigurtilfinningin streymdi um hana þegar hún ók út úr hverfinu, þakklát fyrir að vera á heimleið. Nokkrar götur í viðbót, þá var hún komin að þjóðveginum. Svo ætlaði hún að vinna það sem eftir var nætur við að ganga frá sögunni og hnýta lausa enda. Það sem hún hafði fundið í kvöld átti eftir að breyta lífi hennar, það var hún viss um. Hún sá bílljós í baksýnisspeglinum sem trufluðu hugsanaferlið. Þau nálguðust hratt og Katlin steig ákveðin á bensíngjöfina. Innsæið gerði vart við sig. Enginn sem var á ferðinni í þessu hverfi og á þessum tíma sólarhrings gat haft neitt gott í hyggju og hana langaði ekkert að hugsa um ástæðuna fyrir því að einhver bíll var að elta hana núna.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is