Flýtilyklar
Hetjurnar
-
Langþráð fjölskylda
Tré skyggðu á bekkinn og gerðu hann að notalegum stað að sitja á þenna heita sumardag. En Rainu Eliott leið langt frá því notalega.
Frá útsýnisstað sínum á litlu gróðursælu torgi umkringdu þriggja hæða átjándu aldar húsum sem flestum hafði verið breytt í skrifstofur, gat hún séð dyrnar á höfuðstöðvum Watchlight sjóðsins. Hún hafði fylgst með þeim síðasta klukkutímann og reynt að safna kjarki til að ganga inn.
Það var ekki svo erfitt að biðja góðgerðasamtök um hjálp, var það? Það var gott fólk sem vann fyrir góðgerðasamtök. Fólk sem hafði skilning. En þegar ein þessara góðu og skilningsríku manneskja reyndist vera fyrrverandi eiginmaður varð allt mun flóknara.
Ef hún hefði komið til að óska aðstoðar fyrir sjálfa sig hefði þetta verið einfalt. Raina hefði hikað við dyrnar og gengið síðan burt. En hún hafði lofað að gera sitt besta fyrir Anyu og á þessu augnabliki var Watchlight-sjóðurinn ekki eingöngu besti kosturinn, hann var eini kosturinn.
–Kallarðu sjálfa þig móður? muldraði hún við sjálfa sig. Að geta kallað sig móður var nokkurn veginn það eina góða sem hafði gerst undanfarin ár, því fylgdi vanalega ánægjutilfinning og löngun til að taka Anyu í fangið og faðma hana þétt að sér.
Og ef hún ætlaði að kalla sig móður varð hún að gera hvað sem var fyrir barnið sitt, hversu erfitt sem það væri. Hún hafði lokið við að fylla umsóknarform sjóðsins út og orðið sér úti um öll fylgiskjölin sem óskað var eftir. Afhendingin sjálf var einfaldlega spurning um að skila pappírunum af sér í móttökunni.
Hún dró stórt, brúnt umslag upp úr töskunni sinni og starði á utanáskriftina.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Auðkýfingurinn
Gabriel DeMarco opnaði augun. Það virtust vera nægileg afköst þennan daginn svo að hann lokaði þeim strax aftur.
–Hvernig líður þér?
Kvenmannsrödd flæddi yfir hann eins og volgt hunang. Röddin var fögur og blíðleg, en ákveðin. Rödd sem tekið var eftir.
–Ég gæti sofnað aftur, sagði hann, en hugsaði svo með sér að sennilega væri það ekki það sem röddin vildi að hann gerði.
Röddin var eins og kall skógardísar, sem ekki varð hundsað.
–En ég gæti líka vaknað.
Honum heyrðist röddin brosa. –Af hverju vaknarðu ekki? Þú ert á sjúkrahúsi.
Var það? Einhvern veginn angraði það hann ekki eins mikið og ætla mætti. Honum leið vel og það fór ágætlega um hann.
Engu var líkara en að hann svifi á ský. Hann reyndi að opna augun og þá skar birta sér leið inn í heilann á honum svo að hann fann til í höfðinu. Hann yrði að hafa þau lokuð enn um sinn.
–Hvaða sjúkrahúsi?
Það skipti svo sem engu máli, en ef hann talaði kynni röddin að halda að hann ætlaði að fara að ráðum hennar.
–Konunglega í Westminster. Þú ert í einkaálmunni.
Það hljómaði nokkuð vel. Einhver hlaut að vita hver hann var og að sonur Leos DeMarco, forstjóra eins stærsta lyfjafyrirtækis í Evrópu, gæti borgað fyrir eina nótt á spítala. Hafði hann kannski verið þarna lengur en eina nótt? Hann mundi það ekki.
Gabriel kreppti fingurna, strauk sér um bringuna og hreyfði fæturna. Allt virtist vera í góðu lagi. Hann var ekki kvalinn.
Ástæðan fyrir því að hann lá þarna var áreiðanlega mjög lítilvægEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.