Flýtilyklar
Brauðmolar
Jana DeLeon
-
Uppgjörið
Annar lögreglumaðurinn kom að hlið hennar. –Sagðirðu að
þig grunaði hver hefði gert þetta?
Hún kinkaði kolli. –Victor Brant.
Lögreglumaðurinn skrifaði hjá sér. –Er hann skjólstæðingur þinn?
Hún hló næstum því að þeirri hugmynd að eigingjarni fanturinn
Victor Brant viðurkenndi að hann þarfnaðist hjálpar. –Nei.
Konan hans er skjólstæðingur minn.
–Og er herra Brant ósáttur við það?
–Hann er ósáttur við alla sem hlýða ekki hverju orði hans og
alla sem hugsa ekki eins og hann. Hann er versti fantur sem hægt
er að finna... farsæll, myndarlegur, dáður af kollegum og samfélaginu
öllu.
–Þú meinar að fólk trúi ekki frú Brant þegar hún segir frá því
sem maðurinn hennar gerir.
–Enginn trúði henni. Lögreglan var send tvisvar sinnum heim
til þeirra. Í bæði skiptin neitaði lögreglan að yfirheyra herra
Brant. Síðast gerðu lögreglumennirnir ekki annað en að skipuleggja
golf með Brant daginn eftir.
Lögreglumaðurinn hnyklaði brýrnar. –Var það lögreglan í
Jackson?
–Nei. Brant-hjónin bjuggu í Willow Grove. Það var lögreglan
þar. Bæjarstjórinn er náskyldur herra Brant. Lögreglustjórinn er
frændi hans. Skilurðu hvað ég meina?
–Já, frú, og mér líkar það engan veginn. En ég get fullvissað
þig um að hvorki bæjarstjórinn í Jackson né lögreglustjórinn láta
herra Brant komast upp með nokkuð. Ef hann ber ábyrgð á
þessari hótun verður hann kærður. En ég skil ekki þessi skilaboð.
Hann lyfti upp plastpoka með miðanum í. –Hvað hefur þú sem
hann telur að tilheyri sér?
Joelle dró andann djúpt að sér. –Konuna hans.
Lögreglumaðurinn glennti upp augun. –Fyrirgefðu?
–Auk þess að vera ráðgjafi fyrir konur er ég líka sjálfboðaliði
hjá samtökum sem hjálpa konum að... færa sigVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gamlar syndir
Systir mín hefði getað dáið.
Sú hugsun hríslaðist um hana þegar hún hlustaði á fréttamanninn segja í subbulegum smáatriðum frá hræðilegu kvöldinu á eign
móður þeirra. Orðin lömuðu hana næstum því. Systir hennar
hefði getað dáið og Danae hafði ekki einu sinni sagt henni að þær
væru skyldar.
Eftir dauða móður þeirra höfðu systurnar þrjár verið aðskildar
af stjúpföður þeirra, Trenton Purcell, og fluttar burt til að vera
aldar upp hjá fjarskyldum ættingjum. Danae var aðeins tveggja
ára þegar það gerðist, ekki nógu gömul til að muna nokkuð eftir
lífi sínu í Calais. Eina barnæskan sem hún mundi eftir hafði verið
í Kaliforníu, en fyrir nokkrum árum hafði hún farið að færa sig
rólega yfir landið, í áttina til Louisiana. Þótt hún myndiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hættulegur arfur
Einu sinni fyrir langa löngu, í pínulitlu þorpi í fenjamýrinni, bjó
falleg ekkja og yndislegar dætur hennar þrjár. Konan elskaði dætur
sínar og heimilið en eftir því sem tíminn leið varð hún einmana.
Myndarlegur og svikull ókunnugur maður heillaði hana upp úr
skónum og hún varð brúður í annað sinn.
En því fylgdi ekki eilíf hamingja.
Alaina LeBeau starði yfir skrifborðið á einn aðaleiganda lög
fræðistofunnar og barðist við að hafa stjórn á tilfinningum sínum.
Loks varð reiðin skynseminni yfirsterkari.
–Þú sagðir mér að ef ég næði að bæta árangurinn hjá mér gæti ég
orðið meðeigandi, sagði hún. Hún gat rétt svo haldið aftur af öskri
við fréttirnar um að Kurt McGraw, Kip, lögfræðingur sem bjó yfir
töluvert minni hæfileikum en hún og hafði vafasamt orð á sér, hefði
fengið að gerast meðeigandi en henni hafði verið lofað þeirri stöðu.
Everett Winstrom III brosti róandi. –Svona nú. Ég sagði ekki að
þú fengir pottþétt stöðuna. Ég sagði bara að ef þú sannaðir að þú
ynnir málin þín fyrir rétti teldi ég að meðeigandastaða væri á næsta
leiti og ég held það ennþá.
–Hvenær yrði það nákvæmlega? Fyrirtækið er þannig byggt upp
að það bætast ekki við meðeigendur nema í stað þeirra sem fara á
eftirlaun. Það eru komnir yngri lögfræðingar í stað allra upphaflegu
eigendanna. Það gætu liðið tuttugu ár áður en einhver ykkar fer á
eftirlaun.
–Þú verður ennþá ung eftir tuttugu ár.
–Eftir tuttugu ár verður Kurt ennþá yngri en ég og sennilega enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Uppvakningurinn
Josie Bettencourt starði á hóp vinnumanna sem hafði safnast
saman fyrir framan ættarheimili hennar á plantekrunni og í fyrsta
sinn í langan tíma datt henni ekkert í hug til að segja.
Foringi hópsins, Ray, kreóli sem var sennilega á sextugsaldri,
gekk fram. –Við þurfum á vinnunni að halda ungfrú Bettencourt
og við kippum okkur ekki upp við hefðbundna hættu í fenjamýrum en þetta er annað.
Hún dró andann djúpt og blés frá sér aftur. –Ég vil að þið
útskýrið fyrir mér aftur hvað þið sáuð, nákvæmlega.
Ray kinkaði kolli. –Við vorum að gera við girðingu norðan
megin á landareigninni þegar við heyrðum ýlfur en þetta var ekki
í neinu fenjadýri sem við þekkjum. Svo heyrðum við eitthvað
hreyfast í runnunum, eitthvað stórt.
–Sástu það?
–Það kom út úr runnunum í nokkurra metra fjarlægð frá
staðnum sem við vorum að vinna á. Horfði beint á okkur, fór svo
aftur inn í runnana og hvarf.
–Hvernig leit það út?
–Stærra en ég, þrjátíu til sextíu sentimetrum hærra og með
sítt, grátt hár. Andlit eins og api og gul augu.
Jæja, þetta hljómaði ekkert betur í annað sinn.
–Ertu viss um að þetta hafi ekki verið björn?
Ray rétti úr sér. –Ég veit hvernig birnir líta út, frú. Ég sé
fjölskyldu minni oft fyrir mat úr þessum fenjamýrum. Hann
benti á vinnumennina. –Þeir vita líka allir hvernig birnir líta út.
Við sáum allir það sama.
Mennirnir kinkuðu kolli og tvístigu, voru greinilega órólegir.
–Ég veit ekki hvað ég á að segja, sagði hún loks. –Ég skoða
málið með Emmett en bið ykkur um að fara ekki.
Ray leit á mennina en flestir þeirra horfðu til jarðar. –Ég get
ekki talað fyrir aðra, sagði hann, –en ég held áfram að vinnaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulla þorpið
Nóvember 1833
Ungi kreólinn opnaði kofadyrnar og settist á stól við rúmið.
Fimmtíu og sjö ára gamli Frakkinn sem lá í rúminu yrði ekki
mikið lengur í þessum heimi. Það eina sem hélt honum lifandi
voru fréttirnar sem kreólinn kom með.
–Fannstu son minn? spurði Frakkinn og fór svo að hósta.
Ungi kreólinn kveinkaði sér þegar deyjandi maðurinn hnipraði
sig saman og skalf af sársauka. –Já.
Deyjandi maðurinn rétti úr sér og reyndi að ná andanum.
–Hvar er hann?
Kreólinn leit niður á moldargólfið. Hann hafði vonað að maðurinn
yrði dáinn þegar hann kæmi aftur í þorpið. Vonaði að hann
þyrfti aldrei að segja orðin sem nú voru á vörum hans. Loks leit
hann aftur á Frakkann. –Hann er dáinn.
–Vitleysa! Þeir hafa sagt að ég sé dáinn í meira en áratug.
Komdu með son minn!
–Eitthvað slæmt var að ganga í New Orleans í fyrra, eitthvað
sem læknarnir gátu ekki lagað. Margir dóu.
Angistin í svip mannsins var næstum meiri en kreólinn þoldi
að sjá. –Þú hefðir ekki getað gert neitt, sagði hann í von um að
gera hinstu andartök Frakkans bærilegri.
–Ég hefði ekki átt að skilja hann eftir en það var ekkert hérna
fyrir hann... að fela sig í fenjunum allt sitt líf.
–Þú gerðir það sem þú áttir að gera. Þú gast ekki vitað þetta.
Deyjandi maðurinn settist upp með miklum erfiðleikum. –Þú
þarft að gera annað fyrir mig. Annað enn mikilvægara.
Kreólinn hnyklaði brýnnar. –Hvað?
–Undir rúminu er kista. Taktu hana fram, en farðu varlega.
Hún er þung.
Kreólinn kraup hjá rúminu og leit undir það. Hann sá kistuna
í horninu og togaði í handfangið á hliðinni, en hún haggaðist
varla. Þá reyndi hann meira á sig, togaði af öllu afli og mjakaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í fenjunum
Sálfræðingurinn Alexandria Bastin kreisti farsímann sinn fast
við orð frænku sinnar. –Segðu þetta aftur. Henni hlaut að hafa
misheyrst.
–Nornin tók hana! Hún tók barnið mitt! Grátur Söru nísti
eyrað á Alex í gegnum símann.
–Róaðu þig, Sara, sagði Alex og gaf hjúkrunarkonu merki
um að fara, sem leit á hana til að sjá hvort Alex þyrfti hjálp.
–Dragðu andann djúpt að þér og segðu mér allt. Hún flýtti sér
inn ganginn og inn á skrifstofuna til að sleppa frá hávaðanum á
göngum sjúkrahússins. –Hvenær hvarf Erika?
–Seinni partinn í dag. Hún fór að leika við vinkonu sína sem
býr neðar við götuna. Móðursýkin fékk Söru til að hækka róminn
við hverja setningu. –Hún átti að koma heim klukkan þrjú
en kom aldrei. Ég beið og beið en hún kom aldrei.
–Hvað sagði móðir vinkonunnar?
–Að Erika hefði farið heim á réttum tíma. Hún er farin, Alex,
og enginn trúir mér. Barnið mitt! Hvað varð um barnið mitt?
Sara fór að gráta. –Ég hringdi og hringdi en þú svaraðir aldrei.
Alex greip veskið sitt úr skrifborðsskúffu og læsti skrifstofunni.
–Ég er á leiðinni. Sara, heyrirðu í mér?
Alex heyrði bara örvæntingarfullan grát þegar hún flýtti sér
inn í lyftuna. Strax og lyftudyrnar lokuðust, slitnaði sambandið.
Alex leit á skjáinn og bölvaði þegar hún sá hve mörgum
símtölum frá frænkunni hún hafði misst af. Hún hafði verið
upptekinn allan seinni partinn, að gefa skýrslu á nefndarfundi.
Hún hafði slökkt á símanum sínum en sá nú eftir því.
Hún reyndi að nota hugaraflið til að fá lyftuna til að fara
hraðar niður. Strax og lyftudyrnar opnuðust í bílakjallaranum,Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Húsið á fenjasvæðinu
Himinninn var fullur af gráum skýjabólstrum og loftið rakt. Olivia Markham leit kvíðin til himins þegar hún ók inn í Cypriere, Louisiana og sá öll fimm veðurbörðu húsin sem stóðu þar. Hún horfði í báðar áttir eftir götunni og leitaði að lífsmarki. Það yrði fyrsta lífsmarkið sem hún hafði séð í tvo tíma síðan hún ók í áttina að fenjalandinu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.