Jennifer Morey

Ótryggð
Ótryggð

Ótryggð

Published 1. október 2014
Vörunúmer 337
Höfundur Jennifer Morey
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Elizu Harvey-Reed leið alltaf vel þegar hún var að undirbúa
veislu. Hún hafði aðeins verið í fríi einn dag en saknaði strax
yssins og þyssins hjá Effervescent-viðburðum. Hún var orðin
þekkt í Hollywood og hafði orð á sér fyrir að bjóða upp á
skemmtilega og óaðfinnanlega þjónustu. Skemmtun, spenna og
athygli voru hennar ær og kýr. Hún hefði fremur viljað vera
komin aftur til Kaliforníu en vera stödd hér í heimabænum sínum, Vengeance í Texas, þar sem hún steig út úr bílaleigubílnum
og var í þann mund að heimsækja bróður mannsins síns, sem
hún hafði verið skotin í á unglingsárunum. Eiginlega hafði hún
aldrei gleymt honum.
Raunar hafði hún verið meira en bara skotin í honum. Hún
hafði ekki gert sér það ljóst fyrr en upp úr sambandinu slitnaði.
Það hafði verið ástríðufullt og sterkt. Hann hafði átt hug hennar
allan. Hún hafði haft svo mikinn metnað í þá daga... og hafði
enn. Hann var akkerið hennar, ástríðufullur, stæltur og kynþokkafullur. Svo hafði hann látið hana róa. Fyrirvaralaust. Á
því hafði hún ekki átt von. Hún hafði haldið að ef um sambandsslit yrði að ræða myndi hún eiga frumkvæðið. Hann hafði
skipt hana meira máli en hún kærði sig um að viðurkenna.
Stundum velti hún því fyrir sér hvort höfnun hans hefði gert
hann of mikilvægan í hennar augum. Fólk þráði alltaf það sem
það gat ekki fengið. Dýrari bíla, stærri hús, lengri frí, meira
súkkulaði. Þegar því var neitað um þessa hluti urðu þeir alltof
eftir sóknarverðir. Brandon Reed hafði orðið of eftirsóknarverður.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is