Flýtilyklar
Brauðmolar
Jennifer Morey
-
Sonur frambjóðands
Thaddeus Winston kvaddi febrúarþokuna og fór
inn á lögreglustöðina í Raleigh í Norður-Karólínu.
Björt ljós skinu í móttökunni þar sem Gladys sat,
eins og venjulega. Hún hafði verið að eltast við
hann í nokkra mánuði. Hann hafði reynt að gefa
kurteislega í skyn að hann hefði ekki áhuga.
–Daginn, Thad, sagði hún, daðrandi rómi.
Hún var mikið máluð, með bláan augnskugga,
áberandi augnháralit og þykkt lag af farða sem
þrengdi sér ofan í hrukkurnar kringum augun og
munninn. Hún litaði hárið ljóst og notaði of mikinn hárúða. Fellibylur fengi ekki haggað hárgreiðslunni.
Hún var um það bil tuttugu árum eldri en Thad,
sem hafði heyrt að maðurinn hennar hefði farið frá
henni vegna yngri konu.
–Góðan daginn, Gladys. Er Darcy Jenkins
kominn? Hann talaði aldrei við Gladys um neitt
annað en vinnuna.
–Já, sæti. Hann bíður eftir þér í fundarherberginu.
Hann þakkaði fyrir með því að kinka kolli, opnaði millidyrnar og arkaði inn ganginn að innsta
fundar herberginu. Dyrnar voru opnar.
Hinn stuttklippti, dökkhærði Darcy með brúnu
augun hallaði sér fram á borðið og var að skoða
myndir. Hann var í skyrtu, með bindi og í gallabuxum, eins og ævinlega. Hann klæddist aldrei
jakka. Þegar Thad kom inn leit hann upp og rétti
úr sér. –Halló, sagði hann og klappaði vini sínum
á öxlina.
Þeir Darcy höfðu kynnst í lögregluskólanum og
verið vinir æ síðan. Thad treysti honum betur en
nokkrum öðrum. Thad hafði sérhæft sig í vettvangsrannsóknum, en Darcy farið í rannsóknarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ótryggð
Elizu Harvey-Reed leið alltaf vel þegar hún var að undirbúa
veislu. Hún hafði aðeins verið í fríi einn dag en saknaði strax
yssins og þyssins hjá Effervescent-viðburðum. Hún var orðin
þekkt í Hollywood og hafði orð á sér fyrir að bjóða upp á
skemmtilega og óaðfinnanlega þjónustu. Skemmtun, spenna og
athygli voru hennar ær og kýr. Hún hefði fremur viljað vera
komin aftur til Kaliforníu en vera stödd hér í heimabænum sínum, Vengeance í Texas, þar sem hún steig út úr bílaleigubílnum
og var í þann mund að heimsækja bróður mannsins síns, sem
hún hafði verið skotin í á unglingsárunum. Eiginlega hafði hún
aldrei gleymt honum.
Raunar hafði hún verið meira en bara skotin í honum. Hún
hafði ekki gert sér það ljóst fyrr en upp úr sambandinu slitnaði.
Það hafði verið ástríðufullt og sterkt. Hann hafði átt hug hennar
allan. Hún hafði haft svo mikinn metnað í þá daga... og hafði
enn. Hann var akkerið hennar, ástríðufullur, stæltur og kynþokkafullur. Svo hafði hann látið hana róa. Fyrirvaralaust. Á
því hafði hún ekki átt von. Hún hafði haldið að ef um sambandsslit yrði að ræða myndi hún eiga frumkvæðið. Hann hafði
skipt hana meira máli en hún kærði sig um að viðurkenna.
Stundum velti hún því fyrir sér hvort höfnun hans hefði gert
hann of mikilvægan í hennar augum. Fólk þráði alltaf það sem
það gat ekki fengið. Dýrari bíla, stærri hús, lengri frí, meira
súkkulaði. Þegar því var neitað um þessa hluti urðu þeir alltof
eftir sóknarverðir. Brandon Reed hafði orðið of eftirsóknarverður.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Erfingi í eldlínunni
Farren Gage fjarlægði lampann úr Atwater Kent útvarpinu frá 191 sem hún hafði keypt á uppboði nokkrum dögum áður. Henni fannst það venjulega afslappandi að gramsa með velsnyrtum höndunum í gömlum hlutum. En ekki í dag. Ekki heldur í gær, né daginn þar á undan.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.