Jennifer Morey

Sonur frambjóðands
Sonur frambjóðands

Sonur frambjóðands

Published 1. nóvember 2014
Vörunúmer 9. tbl 2014
Höfundur Jennifer Morey
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Thaddeus Winston kvaddi febrúarþokuna og fór
inn á lögreglustöðina í Raleigh í Norður-Karólínu.
Björt ljós skinu í móttökunni þar sem Gladys sat,
eins og venjulega. Hún hafði verið að eltast við
hann í nokkra mánuði. Hann hafði reynt að gefa
kurteislega í skyn að hann hefði ekki áhuga.
–Daginn, Thad, sagði hún, daðrandi rómi.
Hún var mikið máluð, með bláan augnskugga,
áberandi augnháralit og þykkt lag af farða sem
þrengdi sér ofan í hrukkurnar kringum augun og
munninn. Hún litaði hárið ljóst og notaði of mikinn hárúða. Fellibylur fengi ekki haggað hárgreiðslunni.
Hún var um það bil tuttugu árum eldri en Thad,
sem hafði heyrt að maðurinn hennar hefði farið frá
henni vegna yngri konu.
–Góðan daginn, Gladys. Er Darcy Jenkins
kominn? Hann talaði aldrei við Gladys um neitt
annað en vinnuna.
–Já, sæti. Hann bíður eftir þér í fundarherberginu.
Hann þakkaði fyrir með því að kinka kolli, opnaði millidyrnar og arkaði inn ganginn að innsta
fundar herberginu. Dyrnar voru opnar.
Hinn stuttklippti, dökkhærði Darcy með brúnu
augun hallaði sér fram á borðið og var að skoða
myndir. Hann var í skyrtu, með bindi og í gallabuxum, eins og ævinlega. Hann klæddist aldrei
jakka. Þegar Thad kom inn leit hann upp og rétti
úr sér. –Halló, sagði hann og klappaði vini sínum
á öxlina.
Þeir Darcy höfðu kynnst í lögregluskólanum og
verið vinir æ síðan. Thad treysti honum betur en
nokkrum öðrum. Thad hafði sérhæft sig í vettvangsrannsóknum, en Darcy farið í rannsóknar

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is