Flýtilyklar
Brauðmolar
Jennifer Taylor
-
Sonur læknisins
Heima í Englandi hafði þetta virst svo góð hugmynd. Nú var hún ekki jafn viss. Hvað ef eitthvað færi úrskeiðis, eitthvað sem hún hafði ekki séð fyrir? Hún gæti skapað fleiri vandamál ef hún færi ekki varlega. Amy Prentice fann kvíðann vaxa á meðan hún og átta ára sonur hennar, Jacob, biðu í röðinni við ferjuna sem færi með þau á litlu grísku eyjuna Constantis. Allt hafði virst svo einfalt þegar þau lögðu af stað um morguninn. Hún færi með Jacob til Constantis í frí og á meðan segði hún honum að faðir hans væri grískur. Þessa stundina vissi Jacob mjög lítið um föður sinn annað en það að hann væri læknir og ynni í Bandaríkjunum, þess vegna hittu þau hann aldrei. Jacob hafði sætt sig við það án þess að spyrja nokkurs, eða hafði að minnsta kosti gert það þar til börnin í bekknum hans fóru að stríða honum. Mörg barnanna bjuggu líka hjá einstæðum foreldrum en þau áttu þó einhvers konar samband við hitt foreldrið
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Eina vonin
Lowri lyfti upp hendinni og ýtti á takkann á dyrasímanum.
Setrið var stórt, mun stærra en hún hafði búist við. Það stóð
í hlíð, með útsýni yfir Garda-vatn, eign sem hlaut að
vekja aðdáun allra. Í gegnum skrautlegt járnhliðið sá hún
fullkomnar grasflatir og gretti sig. Þótt það hefði verið
augljóst á þeim litla tíma sem þau áttu saman að Vincenzo
væri ríkur, hafði hún ekki áttað sig á því hve ríkur hann
var.
Svona hús hlaut að vera afar dýrt í rekstri og svo var það
íbúðin í fína hverfinu í Mílanó. Ekki einu sinni frábær skurðlæknir eins og Vincenzo hafði efni á tveimur svona eignum.
Hann hlaut að vera úr ríkri fjölskyldu sem hjálpaði honum að
fjármagna lífsstílinn. Sú tilhugsun kom henni úr jafnvægi.
Síst vildi hún að hann teldi hana vera á höttunum eftir peningum.
–Si?
Karlmannlega röddin sem kom úr hátalaranum gerði henni
hverft við. Lowri bar hönd að brjóstinu, þar sem hjartað sló
ört. Það voru fimm ár síðan hún hafði hitt Vincenzo og hún
hafði ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan þá,
samt átti hún ekki í neinum erfiðleikum með að þekkja rödd
hans. Það var sem röddin væri greypt í huga hennar, hefði
legið í dvala allan þennan tíma. Skyndilega vöknuðu upp
minningar, sérstaklega minningar um síðustu nóttina þeirra
saman...Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Breyttar forsendur
Hann hafði keyrt alla nóttina til að forðast þyngstu umferðina. Nú stöðvaði hann bílinn á vegarkantinum til að sjá sólina rísa og Benedict Legrange fann efasemdirnar brjótast upp á ný. Hvað vonaðist hann til að gera með því að koma hingað? Hann þekkti sannleikann betur en nokkur annar, hví var hann að sóa tímanum? Hann var ekki faðir barnsins.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.