Jennifer Taylor

Sonur læknisins
Sonur læknisins

Sonur læknisins

Published Október 2016
Vörunúmer 343
Höfundur Jennifer Taylor
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Heima í Englandi hafði þetta virst svo góð hugmynd. Nú var hún ekki jafn viss. Hvað ef eitthvað færi úrskeiðis, eitthvað sem hún hafði ekki séð fyrir? Hún gæti skapað fleiri vandamál ef hún færi ekki varlega. Amy Prentice fann kvíðann vaxa á meðan hún og átta ára sonur hennar, Jacob, biðu í röðinni við ferjuna sem færi með þau á litlu grísku eyjuna Constantis. Allt hafði virst svo einfalt þegar þau lögðu af stað um morguninn. Hún færi með Jacob til Constantis í frí og á meðan segði hún honum að faðir hans væri grískur. Þessa stundina vissi Jacob mjög lítið um föður sinn annað en það að hann væri læknir og ynni í Bandaríkjunum, þess vegna hittu þau hann aldrei. Jacob hafði sætt sig við það án þess að spyrja nokkurs, eða hafði að minnsta kosti gert það þar til börnin í bekknum hans fóru að stríða honum. Mörg barnanna bjuggu líka hjá einstæðum foreldrum en þau áttu þó einhvers konar samband við hitt foreldrið

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is