Julie Anne Lindsey

Eftirförin
Eftirförin

Eftirförin

Published Maí 2023
Vörunúmer 440
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Lana Iona tók af sér svuntuna með andvarpi. Það var lýjandi að vera yfirkokkur hjá Carriage House, fínasta veitingahúsinu í Great Falls, ekki síst á laugardagskvöldum þegar staðurinn var opinn lengi frameftir og þau þurftu líka að undirbúa síðbúna morgunverðinn fyrir næsta dag. Sem betur fór höfðu bæði hún og starfsfólkið verið í sínu besta formi um kvöldið og ekki verið komið fram að miðnætti þegar hún var búin að vinna. Sennilega var það persónulegt met.
Hún tók dótið sitt úr skápnum sínum, slökkti ljósin í eldhúsinu og fór síðustu yfirferðina áður en hún læsti öllu og
fór fram.
Carriage House var í sögufrægu húsi sem var eldra en Lana sem var nýorðin þrítug. Hún hafði eytt afmælisdeginum
helgina áður við vinnu, í staðinn fyrir að halda upp á afmælið með vinum eða ættingjum. Að hluta til af því að allir vinir
hennar voru komnir með maka og börn og foreldrar hennar höfðu farið á eftirlaun síðasta haust og flutt til Montana en
að hluta til af því að hún elskaði vinnuna sína næstum því jafn mikið og þetta hús.
Tim Williams, eigandi veitingahússins, hafði engu til sparað þegar húsið var gert upp og árangurinn var eftir því. Þetta
var vinsæll staður fyrir alls konar veislur og fundi og Lana var viss um að eldamennskan hennar ætti einhvern þátt í því líka.
Þetta var draumastarfið hennar. Hún vann 14 tíma á dag og ilmaði alltaf af grilluðu kjöti eða smjörsósu en það var
þess virði. Það var hægt að sofa seinna, ekki satt?
–Tim? kallaði hún og gekk að ganginum sem lá að skrifstofunum. Tim hafði verið annars hugar allan daginn og
hún vildi vera viss um að það væri allt í lagi að skilja hann einan eftir. Ef hún gæti hjálpað honum eitthvað ætlaði hún að reyna það. –Það er læst að framan og bakdyramegin og ég er

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is