Julie Anne Lindsey

Feluleikur
Feluleikur

Feluleikur

Published Mars 2023
Vörunúmer 438
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gina Ricci flýtti sér eins og hún gat. Hún fann að kvíðinn innra með henni jókst meira og meira. Það var komið haust og svalt úti og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún notið þess að ganga heim eftir kvöldvaktina í dýraathvarfinu en núna var eitthvað að. Hún fann það á sér. Hún lagði lófann á magann sem var aðeins farinn að stækka og minnti sjálfa sig á að Tony, fyrrverandi kærastinn hennar sem var ekki með öllum mjalla, gæti hvorki náð til hennar né ófædda barnsins hennar. –Þetta er allt í lagi, sagði hún, til að róa eigin taugar og hughreysta barnið. –Ég gerði allt rétt núna og það getur ekki verið að hann sé hérna. Þessi orð voru orðin að möntru eftir að hún flutti til Great Falls í Kentucky. Þetta var fjórði viðkomustaður hennar á tveimur mánuðum í felum. Hún hafði lært að notast einungis við reiðufé og leigði íbúð þar sem umsjónarmaðurinn var tilbúinn til að sleppa bakgrunnskönnunum og athugun á lánstrausti. Hún hafði fundið vinnu og lækni sem var tilbúinn til að sinna henni, þó að hún væri ekki með sjúkratryggingu, og naut þess að vera ein. Í þetta skipti var hún vongóð. Hún setti hettuna yfir höfuðið í súldinni og flýtti sér í áttina að heimili sínu. Verslanirnar sem stóðu við litlu götuna voru að loka og barirnir að opna. Gina taldi skrefin og hugsaði um köldu regndropana, frekar en allt sem gæti farið úrskeiðis. Vöðvarnir voru stífir en þreyttir eftir langan vinnudag hjá BFF dýraathvarfinu og slakandi sturta var eitthvað sem hún gat vel hugsað sér. 6 klukkustunda vinna við að hjálpa dýrum og fólki við að finna nýju bestu vini sína var lýjandi vinna, svo að ekki sé minnst á öll dýrahárin sem fylgdu vinnunni.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is