Julie Anne Lindsey

Horfin
Horfin

Horfin

Published Október 2021
Vörunúmer 421
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Emma Hart gat ekki losnaði við óþægilega tilfinningu um að eitthvað væri að. Þessi tilfinning hafði angrað hana allan daginn og gert hana órólega. Sara, systir hennar og sambýlingur, virtist finna fyrir þessu líka þó að hún hefði ekki sagt neitt. Sara hafði setið með farsímann sinn og minnisbók mestallan daginn og varla sagt orð eða borðað neitt. Það var ekki líkt henni að vera inni heilan dag nema það væri vitlaust veður. Emma hafði sinnt endalausum húsverkum, uppgefin eins og aðrar nýbakaðar mæður, og sinnt syni sínum til að reyna að losna við þessa tilfinningu um yfirvofandi vandræði. Það hafði ekki tekist og nú var sólin að setjast. Ef eitthvað var jákvætt við þetta allt saman var það að þessi skrýtni dagur var loksins að verða liðinn og morgundagurinn var alltaf betri. Hún krosslagði ökklana þar sem hún sat í rólunni á veröndinni bak við húsið og horfði á fallegt sólarlagið og Henry, litla fullkomna drenginn sinn. Hún lyfti honum upp og hreyfði hann svolítið til þangað til hún sá tannlaust bros. Hún lifði fyrir þetta. Bros breiddist yfir varir hennar þegar hún lét hann síga aftur niður í kjöltuna. –Einhvern tímann á ég eftir að kenna þér að snara kálfa og ríða út, alveg eins og afi þinn kenndi okkur Söru. Það hefði verið gott ef pabbi Henry hefði verið tiltækur til að kenna honum þessa hluti eins og pabbi hennar hafði kennt henni sjálfri en það þýddi ekkert að hugsa um það sem ekki gat orðið. Pabbi Henry var hermaður í leyfi þegar þau hittust og hann hafði alist upp á búgarði eins og hún, ekki langt frá staðnum þar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is