Julie Anne Lindsey

Öryggisgæsla
Öryggisgæsla

Öryggisgæsla

Published Desember 2022
Vörunúmer 435
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gwen Kind beygði sig til að teygja á hásinunum og ná andanum við hliðina á fjölfarnasta hlaupastígnum í New Plymouth, Kentucky. Hún hafði verið að vonast til að geta hrist af sér ónotatilfinninguna um að einhver væri að fylgjast með henni áður en hún færi heim í sturtu en það tókst greinilega ekki. Hún rétti úr sér og sneri upp á sig, dró að sér svalt haustloftið og horfði á litlu skýin, sem andardráttur hennar myndaði, svífa burtu. Októbermánuður var fallegur í haustlitunum í New Plymouth. Þeir sem voru á ferli voru vel klæddir í svalanum, í skærlitum jökkum og með húfur. Mikið notaður stígurinn lá inn á milli vel snyrtra trjáa og umhverfis vatn sem var alltaf þéttsetið af gæsum. Metro-garðurinn var aldrei mannlaus og þess vegna fór Gwen þangað til að hlaupa. Hún kunni betur að meta morgunhlaupin á fáfarnari hlaupa- og hjólastíg sem hún var vön að heimsækja áður en hún fór í vinnuna en undanfarið hafði henni liðið ónotalega þegar hún var ein á ferð. Síðast hafði hún næstum hlaupið beint í bílinn því henni fannst eins og hún væri ekki einsömul þó að hún sæi ekkert annað en íkorna og fuglahópa hér og þar. Innsæið sagði henni að breyta rútínunni sinni og reynslan samþykkti það. Það voru ekki liðin nema 6 ár síðan hún varð fyrir fólskulegri árás í þemaviku háskólans. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum eitt kvöldið. Henni var nauðgað, hún var barin og stungin og skilin eftir meðvitundarlaus. Hún andvarpaði og dró bíllykilinn upp úr vasanum. Hún saknaði hlaupa- og hjólastígsins en hún myndi lifa þetta af. Hún hafði hætt ýmsu sem skipti hana meira máli, allt fyrir öryggið. Uppáhaldsstaðurinn til að hlaupa á taldist engin fórn í samanburðinum þó að Metro-garðurinn væri yfirfullur og martraðarkenndur.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is