Flýtilyklar
Brauðmolar
Julie Anne Lindsey
-
Yfirhylming
Violet Ames ók rólega eftir kunnuglegum hlykkjóttum veginum í River Gorge, Kentucky. Hún þerraði tárin og bað. Það voru mörg ár síðan hún kom síðast í afskekkta bæinn í fjöllunum þar sem amma hennar hafði alið hana upp og svona hafði hún ekki hugsað sér að snúa aftur. Í hennar útgáfu voru endalaus faðmlög og þrefaldur skammtur af súkkulaðikökunni hennar ömmu. Það yrði ekkert slíkt í kvöld. Violet hafði athyglina á dökkum sveitaveginum fyrir framan sig og líka á sofandi barninu fyrir aftan sig. Maggie var 8 mánaða gömul og svaf róleg í litla bílstólnum. Þreytan hafði orðið tárunum yfirsterkari þegar bíllinn ók út af bílastæðinu við sjúkrahúsið. Violet nuddaði augun og reyndi að halda ró sinni en þetta hafði verið erfiður dagur. Það hafði verið hringt af sjúkrahúsinu um morguninn og henni sagt að amma hennar, 78 ára gömul ekkja, hefði fallið úr stiga í hlöðunni og næstum dáið. Þetta var stórundarlegt. Hlaðan hjá ömmu hennar var gömul og hafði ekki verið notuð eftir að afi hennar dó fyrir mörgum árum síðan. Af hverju hafði amma hennar verið þar inni og af hverju hafði hún verið uppi í stiga? Þarna var ekkert sem þurfti stiga til að komast að nema gamla heyloftið og þar var ekkert nema uppsafnað ryk margra áratuga. Violet nuddaði auma vöðvana í hálsinum aftanverðum og öxlunum með annarri hendinni og hélt þétt um stýrið með hinni. Hún gat ekki melt allt sem hafði gerst þennan hræðilega dag. –Hvað var hún eiginlega að gera? hvíslaði Violet út í milt sumarloftið sem streymdi inn um rifuna á bílglugganum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brennuvargurinn
Kara sneri sér undan brennheitum geislum júlísólarinnar. Þetta var heitasta og þurrasta sumar á Skuggatanga í Kentucky frá því að mælingar hófust. Hún var afar þakklát fyrir raka goluna sem barst frá gosbrunninum í Minningargarðinum. Casey, litla stúlkan hennar, var aftur á móti steinsofandi og virtist ekki gera sér grein fyrir því að mamma hennar var að bráðna í síðdegishitanum.
Þannig var Casey. Alltaf sátt, sæl og sallaróleg. Alls ekki eins og börnin sem aðrar mæður höfðu sagt Köru frá. Átta
vikna gömul hafði Casey verið farin að sofa alla nóttina. Nú var hún fjögurra mánaða og hvers manns hugljúfi.
Kara þurrkaði svitann af enninu með handleggnum. Fyrir ári hafði hún hlaupið fimm kílómetra fyrir dögun. Þessa dagana gekk hún í mesta lagi hálfa þá vegalengd fyrir kvöldmat.
Ekki bætti hitinn úr skák.
Hún lagði barnakerrunni í skugga gamallar eikar og skoðaði skrefamælinn. Klukkan var orðin tíu að morgni og hún enn
þúsund skrefum frá markmiði sínu. Hún yrði að vinna þetta upp innandyra. Hitinn jókst enn og brátt þyrfti Casey að fá að borða.
Kara andaði að sér anganinni úr blómabeðunum og matarvögnunum sem stóðu hér og þar í Minningargarðinum. Síðan
tyllti hún sér á breiðu marmarabrúnina á gosbrunninum og beið þess að hjartslátturinn yrði eðlilegur áður en hún gengi
síðasta spölinn að bílnum. Hún saup dreggjarnar úr vatnsflöskunni og lygndi aftur augunum.
–Fallegur dagur.
Hún galopnaði augun er hún heyrði karlmannsrödd.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuástand
–Komdu hingað, kis, kis, kallaði hún og skalf í haustnepjunni.
Þetta var það minnsta sem hún gat gert fyrir þessa villiketti, að gefa þeim að éta, en engu að síður fann hún stöðugt til sektarkenndar þegar hún staldraði við til þess að vitja þeirra. En fyrst þeir þurftu endilega að vera heimilislausir þá voru þessar yfirgefnu verksmiðjur meðfram árbakkanum kannski ekki svo slæmur kostur. Þeim kom greinilega vel saman og hér voru engin rándýr til þess að ráðast á þá og svo var nóg af músum þegar svo bar undir að Rita þurfti að vinna yfirvinnu og hafði ekki tíma til þess að fóðra þá.
Kettirnir hópuðust að Ritu þegar hún kom fyrir húshornið. Þeir létu vel í sér heyra og bitust um að komast sem næst henni. Hún nam staðar við nokkrar steinsteyptar skálar sem hún hafði keypt í garðyrkjuverslun. Hinar, sem hún hafði keypt í gæludýrabúðinni, höfðu einfaldlega fokið út í buskann.
–Hver er svangur? Hún hellti úr pokanum í allar skálarnar. –Ah, ah, ah. Hún skildi tvo kettina að. –Engin slagsmál hér. Það er nóg til handa öllum.
Pokinn var næstum tómur þegar hún kom auga á einn sem var seinn fyrir. Hann var gulbröndóttur en eitthvað var einkennilegt við hann. Andlit hans og önnur síða voru útötuð í einhverju sem hún sá ekki hvað var.
–Hvað er þetta eiginlega? Rita settist á hækjur sér til þess að kanna málið frekar. Þá sá hún að feldurinn var þakinn eldrauðum klessum. Rita lagði hönd á barm sér. –Elsku kallinn, hvað kom fyrir þig? Hún teygði sig eftir kettinum en hann bara hvæsti og stökk í burtu. Það var auðvelt að gleyma því að margir af þessum köttum voru í raun villikettir en ekki bara kettir sem höfðu verið yfirgefnirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leyndarmál lögreglustjórans
Hún nuddaði gæsahúðina á handleggjum sínum. Einhvern veginn fannst henni að vandræði biðu hennar. En hún vissi bara ekki hvernig vandræði. Hún gekk að stórum glugga á skrifstofu sinni og horfði enn á ný eftir mannlausri gangstéttinni. Há og litrík trén handan við bifreiðastæðin sveifluðust til og frá í hvössum haustvindinum. Haustið var þá fyrst komið í Kentucky þegar vindurinn næstum feykti manni um koll. –Í guðanna bænum farið varlega á leiðinni heim eða í vinnuna. Hún snéri sér aftur að hópnum og kreisti fram vandræðalegt bros. –Það lítur ekki vel út með veðrið.
Allir virtust sammála því.
–Ef einhver ykkar heyrir frá Carli eða Tucker látið þá endilega vita að við söknuðum þeirra. Tina var viss um að mörg þeirra hefðu einnig áhyggjur en þau gátu ekki gert neitt í því núna. Þess í stað felldu þau klappstólana saman, og hentu plast bollum í ruslið.
Skrifstofan angaði af samblandi af tóbaksreyk og kaffi, nokkuð sem hún þekkti vel frá bernsku sinni nema þá fylgdi áfengislyktin ætíð með.
Þegar hún hafði tekið til á skrifstofunni greip hún veskið sitt og bakkann sem hún hafði komið með að heiman með nýbökuðum smákökum. Þessir morguntímar voru vinsælir á meðal skjólstæðinga hennar og Tina gerði ávallt sitt besta til þess að allir færu út með bjartsýni og von að leiðarljósi sem allavega dygði þeim til þess að mæta áskorunum komandi dags. Í dag hafði rignt eins og hellt væri úr fötu. Skúrirnar komu nákvæmlega á þeim tíma sem spáð hafði verið og allt varð gegnblautt. –Ætli sé ekki best að hlaupa. Það er ekkert lát á þessari rigningu. Eru allir með far?
Steven, sem var nýjasti skjólstæðingurinn í hópnum, leit undan þegar allir hinir lyftu bíllyklunum sínum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Miskunnarleysi
Marissa Lane vissi að eitthvað var að um leið og hún sá hann.
Á þeim sex mánuðum sem liðnir voru frá því að hún byrjaði að hlaupa eldsnemma á morgnana hafði hún varla séð nokkurn mann í þjóðgarðinum fyrir sólarupprás, nema einstaka lögregluþjóna. En þennan morgun voru engir lögregluþjónar á vappi.
Þarna var enginn nema hann. Maður sem var næstum hulinn skugga á útsýnisstaðnum þaðan sem hún fylgdist með sólinni koma upp þrisvar í viku.
Hún hægði á sér þegar hún kom að lágu timburgirðingunni sem skildi hlauparana og göngufólkið frá hengifluginu ofan í
grenitrén og runnana. Svo reigði hún sig og beygði til að sjá manninn. Eðlisávísun hennar sagði henni að allt við þessar
kringumstæður væri óeðlilegt, en hún reyndi að bægja henni frá sér. Hún hafði hitt marga hlaupara í áranna rás og þeir voru allir ágætir. Sálufélagar. Útivistarfólk. Það var tíminn sem kom henni í uppnám. Hún hafði talið að hún væri ein um að fara út að skokka svona snemma.
Hömrum girtur austurhluti hæsta fjallsins í garðinum var besti staðurinn í Cadesýslu til að njóta sólaruppkomunnar og
jafnvel sá besti í gervöllu Kentucky-ríki. Marissa hafði að minnsta kosti enn ekki fundið betri stað, enda þótt það væri starf hennar að reyna það og það gerði hún fjóra morgna í viku. Yfirleitt lauk hún við vatnið og innbyrti eðlið áður en hún gekk aftur að bílnum sem beið hennar tæpa átta kílómetrum neðar við stíginn, en þennan dag sagði sérhver fruma í skrokknum á henni aðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.