Flýtilyklar
Julie Miller
Hættuleg fortíð
Lýsing
Skemmdarverk. Luke Broughton steig nokkrum sinnum á bremsurnar til að athuga hvort það væru kröppu beygjurnar á fjallveginum sem ollu því að bíllinn hans rásaði inn á miðjan veginn og hann náði ekki að hægja ferðina en vissi samt betur. Innra með sér. Einhver vildi hann feigan. Hann sá glitta í tvo svarta jepplinga milli trjánna vinstra megin við sig sem óku eftir veginum á eftir honum. Þeir brunuðu áfram og það voru ekki nema 7-800 metrar í þá. Ein hárnálabeygja í viðbót og þeir yrðu komnir að honum. Reyndar yrði ekki langt í að hann missti stjórn á bílnum á þessum ofsahraða og færi út af veginum í einhverri beygjunni. Hann hafði ekið herjeppum á söndugum vegum í Mið-Austurlöndum og í fjöllum Afganistan en þetta var ekki léttvopnað ökutæki og Teton-fjöllin í norðvestur-Wyoming voru allt öðruvísi. Hærri og brattari. Vegirnir voru betri en þétt laufskrúðug trén skyggðu á útsýnið. Hnúarnir hvítnuðu þegar hann þétti dauðahaldið um stýrið til að taka næstu beygju. Afturhluti bílsins slóst til en hann náði stjórninni aftur. Hinu megin við vegriðið var þverhnípi. Hann reyndi að skipta bílnum niður en gírkassinn var kominn í verkfall. Skemmdarverk, engin spurning, sem einhver hafði framið á bílnum hans. Einhver sem kunni vel til verka til að þagga niður í fólki sem þvældist fyrir með því að láta afleiðingarnar líta út fyrir að vera slys
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók