Flýtilyklar
Brauðmolar
KELBY CREEK
-
Svikráð
Hvarf Annie McHale var upphafið að endalokunum fyrir Kelbyvog. Bæjarbúar áttuðu sig ekki á því á þeim tíma...
hvorki á meðan leitin að ungu stúlkunni stóð yfir né heldur þegar krafa um lausnargjald barst sem sannaði að henni
hefði raunverulega verið rænt. Ekki heldur þegar guðfaðir Annie, Barkley, sem gegnt hafði stöðu lögreglustjóra í
bænum fimm árum áður en atburðirnir áttu sér stað, tók aftur við lögreglustjórastarfinu tímabundið. Enn hafði
enginn áttað sig þegar umsátrið í almenningsgarðinum átti sér stað og Helen Murphy lét lífið þar sem hún sat á
teppi á miðri grasflötinni og beið eiginmanns síns sem hafði tafist vegna þess að hann hafði lent í skothríðinni.
Það var ekki fyrr en fulltrúi Alríkislögreglunnar, Jacqueline... Jackie... Ortega, hvarf í leiðangri í leit að Annie að
almenning fór að gruna að eitthvað virkilega slæmt væri í vændum. Í framhaldi af því höfðu bæði lögreglustjórinn og
bæjarstjórinn verið handteknir fyrir að standa að baki ráninu á Annie og það var ekki fyrr en þá sem bæjarbúar gerðu sér flestir hverjir grein fyrir að óafturkræfar breytingar höfðu orðið í samfélagi Kelbyvogs.
Þeir sem höfðu haldið lengst í von um óbreytt ástand glötuðu vonum sínum endanlega þegar í ljós kom að víðtæk
spilling hafði grafið um sig í bænum árum saman án þess að nokkur hefði áttaði sig á því. Það var þó ekki fyrr en
fimm árum síðar sem Jones Murphy, þá orðinn ekkill eftir að Helen lést í umsátrinu, áttaði sig að lokum.
Jones stóð sjálfan sig að því að aka lengri leiðina að heimili föður síns í stað þess að taka stystu leiðina í gegnumEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fangi fortíðar
–Málið er að þau hafa gleymt sannleikanum. Alla vega sumir.
Lillian Howard var með möppuna sína undir hendinni og með hárið í hnút. Hún talaði af virðingu og fagmennsku.
Kenneth Gray rannsóknarlögreglumaður, yfirmaður sérsveitarinnar, starði í augun á henni. Það var hann sem hafði
beðið hana um að koma til sín í viðtal. Þau voru búin að fara í gegnum allar tæknilegu spurningarnar. Þau fóru í gegnum starfsferilinn hennar. Hún hafði unnið á lögreglustöð í Alabama eftir að hafa hafnað starfi hjá FBI. Hann spurði hana ekki af hverju hún hafnaði starfinu og hún útskýrði það ekki. Nú var komið að spjallinu. Mannlega hlutanum.
Svona til þess að athuga hvort hún myndi passa á vinnustaðinn eða ekki. Því miður fór hún sjaldan eftir almennum félagsreglum. Þó svo að hún vildi virkilega fá starfið. Það eina sem
Kenneth þurfti að gera var að byrja á kurteisisspjalli og hún fengi starfið.
–Og hvaða sannleikur er það? spurði hann.
Lily var fegin að heyra að hann talaði ekki niður til hennar.
Fyrrverandi starfsfélagar voru vanir að gera það. Það hjálpaði örugglega ekki að hún var í yngri kantinum og vildi hafa allt í röð og reglu, sem varð til þess að hún var talin stjórnsöm. En
hún kaus að vera kölluð A týpa.
Síðan var það minnið hennar. Hún mundi mörg ár aftur í tímann.
Lily settist fyrir framan hann. Hún lagði möppuna í kjöltuna á sér og fór með ræðuna sem hún hafði farið ótal sinnum með þegar hún var yngri.
–Að Annie McHale er ekki fyrsta stúlkan sem hvarf í Kelby Creek.
Hún tók bandið utan af möppunni en opnaði hana ekki. ÍEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Minnisleysi
Þeir meðlimir lögregludeildar Dawn héraðs sem voru viðstaddir voru allir sem einn klæddir sínu fínasta pússi
og með kampavínsglas eða bjórflösku í hönd. Chamblin lögreglustjóri stóð í miðjum hálfhringnum sem þeir
mynduðu í miðjum salnum og hóf kampavínsglasið í skál. –Ská fyrir ævilangri hamingju til handa tveimur bestu
leynilögreglumönnum sem ég hef nokkurn tíma starfað með, drundi í honum þar sem hann reigði sig rjóður í
vöngum og brosandi hringinn. –Skál fyrir okkar manni, Kenneth, og einni uppáhalds samstarfskonu okkar, Willu!
Meðlimir hópsins klingdu saman glösum og hlátrasköll glumdu. Sterling Costner þótti þetta afar áhugaverð og
skemmtileg sjón, ekki síst með hliðsjón af andrúmsloftinu sem ríkt hafði á stöðinni áður en hann yfirgaf starf sitt og
deildina fimm árum áður. Á þeim tíma höfðu alls óskyldar tilfinningar ráðið ríkjum í hópnum. Svik. Reiði. Bugun.
En hér voru þeir allir saman komnir fimm árum síðar og til að fagna giftingu eins úr hópnum. Sterling hafði
tekið sérstaklega eftir hve hvítur Brutus Chamblin var orðinn fyrir hærum. Hann hafði aðeins verið farinn að
grána fimm árum áður en núna var hann orðinn algrár og Sterling fannst hann óeðlilega þreytulegur ásýndum.
–Sterling Costner, að mér heilum og lifandi!
Þeir tókust í hendur en síðan faðmaði Sterling eldri manninn að sér. Honum hafði alla tíð þótt vænt um
lögreglustjórann.
–Ég vissi ekki að þú værir fluttur aftur í bæinn, sagði Brutus og tók ofan kúrekahattinn og lagði að brjósti sér.
Á árum áður höfðu þeir Brutus verið þeir einu á stöðinni sem gengu daglega með kúrekahatt og líkast til var þannigEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Morð eða mannshvarf
–Ég var ekki lengi að komast að niðurstöðu, þó að hún sé ekki góð. Lovett rannsakandi lét kassann detta á borðið hjá
lögreglustjóranum og það heyrðist dynkur þegar hann lenti.
–Við þurfum hjálp og þá er ég að tala um sérstaka hjálp, ekki bara mig og ótakmarkað magn af kaffi.
Chamblin lögreglustjóri andvarpaði. Axlirnar sigu og bumb an stækkaði. Hann sat við skrifborðið sitt en var ekki
ánægður með það. Hann kunni vel að meta að vera á ferðinni, ekki að sitja yfir pappírsvinnu. Miðað við hvernig hafði gengið í Kelby Creek undanfarið ár eða svo, allt frá rólegheitum og yfir í brjáluð læti, var erfitt að slaka á og þá sérstaklega bak við skrifborð.
Chamblin hafði ekki verið í sem bestu skapi áður en rannsakandinn kom inn og þegar hann heyrði þessa niðurstöðu
var hann hræddur um að skapið færi ekki batnandi.
Chamblin sagði það sem lá ljóst fyrir: Þú vilt starfshóp.
Lovett kinkaði kolli. –Svona lítill staður þarf alla jafna ekki á þannig hópi að halda en miðað við sögu Kelby Creek
erum við með mörg óleyst mál sem við verðum að rannsaka.
Mál sem við héldum að hefðu verið leyst en voru það ekki.
Sem við héldum að við værum með rétta gerandann í en ...
–Við erum það ekki. Chamblin lauk setningunni. Hann andvarpaði aftur og benti á kassann. –Erum við með nóg af
málum til að stofna starfshóp? Hvað felur það í sér? Tvær manneskjur? Fjórar? Hvernig hefðir þú staðið að þessu í
Seattle?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Heima að lokum
Staðan hefði verið allt önnur ef Bella Greene hefði hitt nýjasta starfsmann lögregludeildar Dawn héraðs sex
mánuðum fyrr. Þá hefði hún getað fylgst með honum stíga út úr sportbílnum sínum, klæddan gallabuxum sem
fóru honum syndsamlega vel og skartandi brosi sem fengið hefði hvaða kvenpersónu sem var til þess að kikna í
hnjánum og samræður þeirra hefðu hafist á áhugaverðum nótum. Þær samræður hefðu hæglega getað innifalið svo
lítið daður og jafnvel örlítinn kinnroða þar sem hún var aldrei þessu vant ekki klædd vinnugalla heldur í sínum
fínasta kjól og á háum hælum.
En orðsendingin sem hún hélt í hendi sér... svo fast að neglurnar skárust inn í lófa hennar... klippti á öll eðlileg
viðbrögð af hennar hálfu. Bella kærði sig því kollótta um hve myndarlegur náunginn var með sitt sólbrúna hörund,
dökku augu, breiðu augabrúnir, hvassa nef, sterklega vangasvip og hrafnsvarta, sléttgreidda hár. Útlitið gerði
það samt að verkum að æskuást hennar á A.C. Slater í kvikmyndinni Bjargað af bjöllunni var það fyrsta sem kom
upp í huga hennar þegar hún sá hann stíga út úr bílnum.
En ekkert af þessu skipti máli því staðreyndin var sú að hún þekkti þennan náunga ekki nokkurn skapaðan hlut og
bláókunnugur karlmaður var ekki manneskja sem Bella kaus að hitta þarna við bilaða pallbílinn sinn á fáförnum
sveitavegi. Allra síst eftir að hún hafði verið að enda við að rekast á orðsendinguna í verkfærakassanum sínum þegar
hann ók í kant og stöðvaði bifreiðina handan vegarins tilEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Smábæjarleyndarmál
Þegar Annie McHale var saknað leitaði allur bærinn að henni. Þremur árum síðar hvarf Fallon Dean. Aðeins
þrír leituðu hans.
Gordon rannsóknarlögregluþjónn var þriðji leitarmaðurinn. Hann var kominn undir sextugt, átti aðeins viku
eftir þar til hann settist í helgan stein og var viss um að Fallon hefði bara stungið af. En ekkert hafði verið svo
ein falt í Kelby Creek í Alabama. Ekki síðan hneykslið sem kallað var Flóðið hafði skekið Dawn-sýslu og
næstum eyðilagt litla bæinn. Eftir hvatningu frá settum lögreglustjóra hafði Gordon frestað starfslokum sínum
til að ganga úr skugga um að ekkert illt hefði hent hinn tuttugu og þriggja ára gamla pilt.
Þreytti, skapstyggi maðurinn hafði fyrir vikið orðið enn þreyttari og skapstyggari. Hann hafði rannsakað
málið súr á svip. Hann var ekki sérlega nærgætinn þegar hann lagði spurningar fyrir fólk og það hafði ekki mikinn áhuga á að svara honum.
Bærinn átti sér sögu sem íbúarnir vildu fegnir gleyma.
En Fallon hafði valdið slysi sem sumir voru ekki tilbúnir að láta liggja á milli hluta.
Svo var það Larissa Cole.
Larissa hafði boðið fram aðstoð sína áður en Gordon var falið að rannsaka málið. Þegar Dean-fjölskyldan
kom til Kelby Creek fimm árum áður hafði hún tekið henni tveim höndum og sýnt systkinunum móðurkærleika sem hvorugt þeirra hafði fengið mjög lengi. EnguEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.