Flýtilyklar
KELBY CREEK
Smábæjarleyndarmál
Lýsing
Þegar Annie McHale var saknað leitaði allur bærinn að henni. Þremur árum síðar hvarf Fallon Dean. Aðeins
þrír leituðu hans.
Gordon rannsóknarlögregluþjónn var þriðji leitarmaðurinn. Hann var kominn undir sextugt, átti aðeins viku
eftir þar til hann settist í helgan stein og var viss um að Fallon hefði bara stungið af. En ekkert hafði verið svo
ein falt í Kelby Creek í Alabama. Ekki síðan hneykslið sem kallað var Flóðið hafði skekið Dawn-sýslu og
næstum eyðilagt litla bæinn. Eftir hvatningu frá settum lögreglustjóra hafði Gordon frestað starfslokum sínum
til að ganga úr skugga um að ekkert illt hefði hent hinn tuttugu og þriggja ára gamla pilt.
Þreytti, skapstyggi maðurinn hafði fyrir vikið orðið enn þreyttari og skapstyggari. Hann hafði rannsakað
málið súr á svip. Hann var ekki sérlega nærgætinn þegar hann lagði spurningar fyrir fólk og það hafði ekki mikinn áhuga á að svara honum.
Bærinn átti sér sögu sem íbúarnir vildu fegnir gleyma.
En Fallon hafði valdið slysi sem sumir voru ekki tilbúnir að láta liggja á milli hluta.
Svo var það Larissa Cole.
Larissa hafði boðið fram aðstoð sína áður en Gordon var falið að rannsaka málið. Þegar Dean-fjölskyldan
kom til Kelby Creek fimm árum áður hafði hún tekið henni tveim höndum og sýnt systkinunum móðurkærleika sem hvorugt þeirra hafði fengið mjög lengi. Engu
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók