Flýtilyklar
Kvenhetjurnar
Launráð og leyndarmál
Lýsing
Hitaneminn var ekki það eina sem hana vantaði.
Hún var ekki með sjónauka, engan hlerunarbúnað og vopnin voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Hnífurinn í beltinu var ágætur í návígi en byssan var klunnaleg og ekki til að treysta á.
Hún vildi frekar vopn eins og hún hafði notað í Afganistan.
Það sama gilti um fötin sem hentuðu tilefninu alls ekki. Hún hafði verið á leiðinni á há degisfund á flottum stað í Denver og var í svörtum leðurjakka, ólívugrænni silkiblússu, svörtum síðbuxum og reimuðum sandölum með 5 cm hælum. Sem einnarkonuárásarsveit hefði hún átt að vera í fatnaði í felulitunum og skóm með stáltá.
Adrenalínið fór að flæða þegar annar vörðurinn leit í áttina til hennar. Hún faldi sig bak við tréð og vonaði að dökkur klæðnaðurinn hyrfi í skuggunum. Ljósa hárið var falið undir mynstruðum klút og hún hafði brett kragann upp til að
skyggja á andlitið. Bláu augun voru það eina sem sást vel. Hún pírði þau og fylgdist með verðinum sem sneri höfðinu og hélt áfram.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók