Flýtilyklar
Brauðmolar
Kvenhetjurnar
-
Launráð og leyndarmál
Hitaneminn var ekki það eina sem hana vantaði.
Hún var ekki með sjónauka, engan hlerunarbúnað og vopnin voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Hnífurinn í beltinu var ágætur í návígi en byssan var klunnaleg og ekki til að treysta á.Hún vildi frekar vopn eins og hún hafði notað í Afganistan.
Það sama gilti um fötin sem hentuðu tilefninu alls ekki. Hún hafði verið á leiðinni á há degisfund á flottum stað í Denver og var í svörtum leðurjakka, ólívugrænni silkiblússu, svörtum síðbuxum og reimuðum sandölum með 5 cm hælum. Sem einnarkonuárásarsveit hefði hún átt að vera í fatnaði í felulitunum og skóm með stáltá.
Adrenalínið fór að flæða þegar annar vörðurinn leit í áttina til hennar. Hún faldi sig bak við tréð og vonaði að dökkur klæðnaðurinn hyrfi í skuggunum. Ljósa hárið var falið undir mynstruðum klút og hún hafði brett kragann upp til að
skyggja á andlitið. Bláu augun voru það eina sem sást vel. Hún pírði þau og fylgdist með verðinum sem sneri höfðinu og hélt áfram.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stúlkan sem engu gleymir
Brooke stökk út úr bílnum og flýtti sér eftir gangstéttinni. Dauðu tóbakshornin voru ills viti...
ekki nóg til að hún fengi felmturskast en nálægt því. Hún fann fyrir einkennum því hún átti meðal annars erfitt með andardrátt, fann fyrir skjálfta og hröðum púlsi. Hægðu á þér, slakaðu á. Hún hægði á sér að leiðinni að útidyrunum á litlu íbúðinni sem vinkona hennar bjó í á endanum á L-laga fjölbýlishúsinu.
Hún hefði aldrei átt að reikna með því að Franny myndi sjá um blómin. Líf vinkonu hennar var endalaus þeytingur og hún myndi aldrei breytast. Af hverju ætti hún að gera það? Ef hún var sátt við ringulreiðina varð svo að vera.
Brooke þótti vænt um þessa léttgeggjuðu vinkonu sína sem var eins og yngri systir sem hún hafði aldrei átt. Þær voru líkar í útliti.
Auðvitað erum við líkar í útliti. Hann valdi okkur út af svarta hárinu og bláu augunum.
Það voru 12 ár liðin en hún mundi eftir hverju smáatriði. Hún gat aldrei losnað við fortíðina.
Þegar hún gekk upp steinsteyptu tröppurnar varð henni litið á ofurnákvæma úrið sitt.
Fyrir 27 mínútum síðan hafði Franny hringtEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsþorsti
Hún var máttfarin en glöð yfir því að vera á lífi, þakklát og líka svolítið undrandi. Undanfarin ár hafði hún svo oft fundið fyrir andlegri vanlíðan að hún var farin að reikna með því allra versta. Samt hafði litið út fyrir það undanfarið að gæfan væri að snúast henni í vil. Hún var ánægð með leiguíbúð ina sína í Denver og vinnan gaf henni mikið. Svo var hún nýbúin að komast að því að kannski var hún orðin vellauðug. Ég get ekki gefist upp. Það þurfti eitthvað meira til að drepa hana en að aka gegnum vegahandrið á mjóum fjallavegi í grennd við Aspen og hrapa niður bratta fjallshlíð.
Ennið var rakt og þegar hún ýtti hártoppnum frá og snerti blautan blett ofan við hárlínuna varð sársaukinn skerandi. Hver einasta hreyfing framkallaði nýjan sársauka. Höndin varð blóðug.
Mamma hennar, sem var dáin fyrir mörgum árum... reið kona sem trúði ekki á heppni eða óvænt ævintýri eða ást, alls ekki á ást... spratt fram í hugann. Úfið platínuljóst hár og fötin öll í óreiðu.
Mamma hennar fékk sér sopa úr vodkaflöskunni og tautaði eitthvað gremjulega, orð sem Emily heyrði ein. Þú átt þessi auðævi ekki skilið. Þess vegna ertu dauð núna.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Duldar minningar
Kræklóttar trjágreinar rifu í ermarnar á peysunni hennar og rispuðu berar hendur hennar er hún flýtti sér út úr þéttri trjáþyrpingu í fjallshlíðinni. Nýfallinn snjór þakti jörðina og síðdegissólin gægðist út á milli skýja. Samt greindi hún ekki vel trén hinu megin við rjóðrið. Hún hríðskalf. Þótt hún myndi skilja eftir sig slóð þrammaði hún rakleitt yfir rjóðrið. Þeir myndu koma á hæla henni.
Hvaða menn voru þetta með skotvopnin?
Hún leit um öxl en sá þá ekki koma á eftir sér.
Hún lagði við hlustir en heyrði ekki til þeirra.
Þeir höfðu skilið hana eftir í sendlabílnum, liggjandi á gólfinu aftur í. Hún hafði ekki hreyft sig, ekki opnað augun. Þeir héldu þá líklega að hún væri meðvitundarlaus. Einn þeirra hafði ýtt við henni með fætinum en hún hafði ekki sýnt nein merki um að vera með rænu. Þeir höfðu rætt um að taka hana með inn í bjálkahúsið en horfið frá því ráði. Þeir höfðu ekki viljað halda á henni. Þeim var sama þótt hún yrði úti þarna í bílnum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.