Flýtilyklar
Kvenhetjurnar
Lífsþorsti
Lýsing
Hún var máttfarin en glöð yfir því að vera á lífi, þakklát og líka svolítið undrandi. Undanfarin ár hafði hún svo oft fundið fyrir andlegri vanlíðan að hún var farin að reikna með því allra versta. Samt hafði litið út fyrir það undanfarið að gæfan væri að snúast henni í vil. Hún var ánægð með leiguíbúð ina sína í Denver og vinnan gaf henni mikið. Svo var hún nýbúin að komast að því að kannski var hún orðin vellauðug. Ég get ekki gefist upp. Það þurfti eitthvað meira til að drepa hana en að aka gegnum vegahandrið á mjóum fjallavegi í grennd við Aspen og hrapa niður bratta fjallshlíð.
Ennið var rakt og þegar hún ýtti hártoppnum frá og snerti blautan blett ofan við hárlínuna varð sársaukinn skerandi. Hver einasta hreyfing framkallaði nýjan sársauka. Höndin varð blóðug.
Mamma hennar, sem var dáin fyrir mörgum árum... reið kona sem trúði ekki á heppni eða óvænt ævintýri eða ást, alls ekki á ást... spratt fram í hugann. Úfið platínuljóst hár og fötin öll í óreiðu.
Mamma hennar fékk sér sopa úr vodkaflöskunni og tautaði eitthvað gremjulega, orð sem Emily heyrði ein. Þú átt þessi auðævi ekki skilið. Þess vegna ertu dauð núna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók