Flýtilyklar
Brauðmolar
LANDAMÆRAVERÐIRNIR
-
Leyndarmál eyðimerkurinnar
Dimm skýin söfnuðust saman yfir Catalinafjöllunum og himnarnir opnuðust. Regnið skall á þjóðveginum og gufan steig upp af þurru malbikinu. Fyrsta regntímabil þessa ársfjórðungs var skollið á í Sonoraneyðimörkinni af miklum krafti, eins og hellt væri úr fötu.
Jolene steig fast á bremsurnar og afturendinn á bílnum skreið aðeins til. Hún sló á stýrið með flötum lófa og æpti: –Lærðu að keyra!
Hún gat ekki hætt á að lenda í slysi núna, ekki með þennan farm í bílnum. Farsíminn, sem lá á mælaborðinu, hringdi og hún leit á skjáinn, sá nafn frænda síns og svaraði eftir að hafa stillt á hátalarann.
–Hæ Wade, hvað segirðu?
–Þetta er amma.
–Amma, af hverju leyfir þú mér ekki að kaupa farsíma handa þér fyrst þú ert alltaf að fá símann hjá Wade lánaðan?
–Ég skil ekki af hverju ég get ekki notað gamla símann minn lengur. Hún skellti í góm. –Þetta eru engar framfarir.
Jolene geiflaði varirnar. –Það var hætt að nota landlínur á verndarsvæðinu, amma, því fólkið hélt að allir væru komnir með farsíma.
–Það var ekki rétt. Hún hóstaði.
–Ertu ennþá stífluð?
–Þetta er ekkert. Ég hringdi til að athuga hvenær þú kemur.
Wade sagði mér að þú hefðir farið úr bænum í nokkra daga.
Púlsinn herti á sér. –Hvað er að?
–Það er ekkert að. Þarf alltaf eitthvað að vera að? Mig langaði bara að hitta eitt af uppáhalds barnabörnunum mínum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óþekkta konan
Lykt af brenndu gúmmíi fyllti vitin og hún hrökk upp, höfuðið rykktist upp og sársaukinn í því var skerandi.
Augun opnuðust snögglega og hún deplaði þeim þegar hún sá tré á hvolfi.
Hún beit á jaxlinn þegar hún heyrði hjól snúast hratt með ískrandi hljóði. Henni var illt í kjálkanum.
Sætisbeltið grófst inn í hálsinn og hún renndi hendinni niður á við til að toga í það. Svo færðust fingurnir löturhægt á höfuðið, ofan við gagnaugað, þar sem henni var dauðillt. Fingurgómarnir runnu yfir klístrað hár.
Hún dró höndina að sér og hélt henni fyrir framan andlitið og reyndi að einbeita sér að rauðu röndunum eftir handleggnum.
Blóð. Úr henni.
Hún kyngdi, svelgdist á. Það hafði sína ókosti að hanga á hvolfi og hún fór að hlæja. Fólki sem hékk svona í tækjum í
skemmtigörðum hlaut að líða svipað... en hún var ekki í skemmtigarði.
Höndin strauk eftir beltinu að festingunni. Ef hún opnaði of snöggt myndi höfuðið á henni lenda á bílþakinu. Henni var nógu illt fyrir og þurfti ekki að meiða sig meira.
Hún studdi annarri hendinni á bílþakið og losaði beltið með hinni, líkaminn seig saman og hún valt á hliðina í fósturstellingu.
Hún þreifaði eftir hurðarhandfanginu og fann það en gat ekki opnað. Fingurnir fálmuðu eftir læsingunni og opnuðu hana, svoEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg braut
Emily hélt niðri í sér andanum þegar maðurinn með byssuna hallaði sér yfir leikgrindina og strauk byssuhlaupinu niður eftir samfellunni sem barnið var í.
–Sætur krakki. Varirnar svignuðu í eitthvað sem líktist brosi.
–Áttu hann?
Jaycee ætlaði að leggja af stað en stoppaði og bleytti varirnar.
Emily sagði við sjálfa sig. Svona nú Jaycee, gerðu það sem þú gerir best. Ljúgðu.
Jaycee spretti fingrum og sagði: –Meðleigjandinn minn á hann, ég er búin að segja henni að flytja út og taka krakkann
með sér.
Stærri maðurinn þarna inni, sem þurfti greinilega ekki að vera með byssu til að hræða fólk, gekk að glugganum þannig
að Emily sá hann ekki. –Ertu viss um að þú vitir ekki hvar kærastinn þinn er?
–Ég sagði þér að við Brett erum hætt saman, ég hef ekki hugmynd um hvar ræfillinn er niðurkominn.
Emily pírði augun og færði símann nær augunum til að sjá upptökuna betur. Var Jaycee að segja satt í þetta skipti?
Marcus Lanier, viðskiptavinur Emily, var viss um að Jaycee ætlaði að stinga af með Brett Fillmore og taka drenginn með
sér. Ef Brett var í vandræðum gagnvart þessum náungum var ólíklegt að Jacyee segði þeim hvar hann var.
Stærri maðurinn strauk yfir rakaðan kollinn þegar hann komEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hætta í aðsigi
Það skrjáfaði í snjóhvítu slörinu þegar April klifraði út um gluggann. Satínskórnir lentu með soghljóði í blautri leðju. Hún
kippti blúnduverkinu af höfðinu og stakk því bak við runna.
Hún dró andann djúpt og kíkti fyrir húshornið. Hárlokkarnir féllu yfir aðra öxlina. Það glampaði á langa eðalvagninn í
morgunsólinni í Nýju-Mexíkó og það fór hrollur um hana.
Núna minnti bíllinn meira á líkvagn... til að flytja hana. Hver sagði að Nýja-Mexíkó væri töfrandi?
Hún pírði augun og nagaði jarðarberjaglossið af vörunum.
Ef hún legði á flótta í bílnum væri hægt að rekja hann en hún gæti að minnsta kosti leyst aðalvandamálið þessa stundina, að hún átti enga peninga. Hún velti því fyrir sér hvort hún ætti að læðast inn í húsið og sækja handtöskuna sína en hún mat líf sitt of mikils til þess... það var þá allavega einhver sem gerði það.
Hún strauk niður eftir blúndunni á síðunni til að fullvissa sig um að skrýtna kringlótta merkið, sem hún hafði fundið í
skrifborðinu hjá Jimmy, væri þarna ennþá og dró svo farsímann upp hinu megin. Hún opnaði smáforrit fyrir farveitur og
brosti þegar hún sá litlu doppurnar á skjánum sem sýndu nærstadda bíla... bjargvættina hennar.
April pantaði bíl og rölti svo að hliðinu þó að hana dauðlangaði til að hlaupa af stað. Hún kæmist ekki óséð í burtu því
Jimmy var með öryggisverði á sínum snærum út um allt en það grunaði engan neitt ennþá. Hún gat leikið tilvonandi brúði í 10 mínútur í viðbót. Fjandinn hafi það, hún hafði látið eins og hún væri ástfangin af Jimmy undanfarið hálft ár.
Oscar, maðurinn sem sá um að gæta hliðsins framan við setrið, stökk á fætur. –Ertu nokkuð hætt við, April?
–Ég ætlaði bara að stelast til að reykja. Ég veit að Jimmy hatar sígarettur og ég er að reyna að ná nokkrum í viðbót áðurEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.