Flýtilyklar
LANDAMÆRAVERÐIRNIR
Óþekkta konan
Lýsing
Lykt af brenndu gúmmíi fyllti vitin og hún hrökk upp, höfuðið rykktist upp og sársaukinn í því var skerandi.
Augun opnuðust snögglega og hún deplaði þeim þegar hún sá tré á hvolfi.
Hún beit á jaxlinn þegar hún heyrði hjól snúast hratt með ískrandi hljóði. Henni var illt í kjálkanum.
Sætisbeltið grófst inn í hálsinn og hún renndi hendinni niður á við til að toga í það. Svo færðust fingurnir löturhægt á höfuðið, ofan við gagnaugað, þar sem henni var dauðillt. Fingurgómarnir runnu yfir klístrað hár.
Hún dró höndina að sér og hélt henni fyrir framan andlitið og reyndi að einbeita sér að rauðu röndunum eftir handleggnum.
Blóð. Úr henni.
Hún kyngdi, svelgdist á. Það hafði sína ókosti að hanga á hvolfi og hún fór að hlæja. Fólki sem hékk svona í tækjum í
skemmtigörðum hlaut að líða svipað... en hún var ekki í skemmtigarði.
Höndin strauk eftir beltinu að festingunni. Ef hún opnaði of snöggt myndi höfuðið á henni lenda á bílþakinu. Henni var nógu illt fyrir og þurfti ekki að meiða sig meira.
Hún studdi annarri hendinni á bílþakið og losaði beltið með hinni, líkaminn seig saman og hún valt á hliðina í fósturstellingu.
Hún þreifaði eftir hurðarhandfanginu og fann það en gat ekki opnað. Fingurnir fálmuðu eftir læsingunni og opnuðu hana, svo
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók