Lara Lacombe

Dulmálið
Dulmálið

Dulmálið

Published Ágúst 2015
Vörunúmer 8. tbl 2015
Höfundur Lara Lacombe
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Dr. Fleming, geturðu tjáð þig um viðvörunina
sem var gefin út vegna kjarnaofnsins í MiðVirginíu eftir jarðskjálftann á þriðjudaginn?
–Dr. Fleming, er öruggt að nota kjarnorku?
–Er almenningur í hættu?
Claire Fleming kreisti fram bros þegar hún
sneri sér að nokkrum fréttamönnum sem stóðu
á gangstéttinni framan við skrifstofur kjarnorkuöryggisnefndar. Hún hafði búist við þessum spurningum, en vonast eftir að geta fengið
sér kaffibolla fyrst. Morgnarnir voru nógu erfiðir þó að kaffileysi bættist ekki við. Kaffið
kom henni í gang.
–Ég vil fullvissa fólk um að ekkert óhapp
átti sér stað í kjarnorkuverinu í Mið-Virginíu.
Kjarnaofninn gaf frá sér væg merki um truflanir
í kjölfar jarðskjálftans, en neyðarbúnaðurinn
tók við stjórninni eins og vera ber og almenningur var aldrei í hættu. Kjarnorka er enn einhver öruggasta leiðin til að fullnægja vaxandi
orkuþörf þjóðarinnar.
Einn fréttamaðurinn, lágvaxin og þybbin
kona með stór gleraugu og alvörusvip, páraði
eitthvað hjá sér og opnaði svo munninn til að
spyrja, en Claire stöðvaði hana með því að rétta
upp höndina og brosa afsakandi. –Við höldum
fréttamannafund síðar í dag og ég yrði þakklát
ef þið biðuð með spurningarnar þangað til hann
hefst.
Fréttamennirnir möldu

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is