Lena Diaz

Bannvæn svikráð
Bannvæn svikráð

Bannvæn svikráð

Published Júní 2022
Vörunúmer 100
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Mason einsetti sér að taka betur eftir þegar aðstoðarmanneskja hans veldi dagsetningu á árlega haustferð fyrirtækisins á næsta ári. Það var frekar erfitt að leika örláta yfirmanninn á dánardægri óleysts morðs bróður síns. Aftur á móti, þá hafði hann kannski gott af þessari samveru og að búa til betri minningar á þessum degi. 13 kílómetra löng leiðin á milli Smokey-fjallanna rétt austan við Tennessee var stórkostleg. Það skemmdi ekki að ferðast um í átta feta löngum hestvagni og fylgjast með haustlaufunum leika um í golunni. Það var mikill munur á þessu umhverfi og heimabæ hans í Louisiana, þar sem allt var sígrænt með miklum mýrum og flóum og ekki fjall í augsýn. Það eina sem hafði bjargað geðheilsu hans var að flýja daglega áminningu um hans fyrra líf og flytja hingað. Líka að hafa geta ráðið fólk í vinnu sem hafði gengið í gegnum það sama og hann. Að gert var útum starfsferil þeirra innan lögregluembætta landsins vegna rangra eða ósanngjarnra ákvarðana ráðamanna. Fyrirtækið Riddarar réttvísinnar gaf þeim öllum

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is