Flýtilyklar
Lena Diaz
-
Á ystu nöf
Þegar hann leit loks á Ryland þá bólaði hvorki á sektarkennd né ótta í svip hans yfir
því að hafa staðið úti á miðjum vegi í blindbeygju. Viðbrögð hans voru í meira lagi undarleg.
Hann brosti.
Brosið var það óhugnanlegt að Ryland fletti ósjálfrátt jakkanum sínum frá byssuhulstrinu
sem hann var með um öxlina ef ske kynni að maðurinn væri við það að beina vopni að
honum.
Maðurinn kipraði augun eins og hann læsi hugsanir Ryland, setti hægri hönd fyrir aftan bak og beið átekta. Var hann með byssu í buxnastrengnum eða hníf? Hvers vegna hagaði hann sér svona undarlega? Hafði hann ætlað
sér að valda slysi og orðið fyrir vonbrigðum þegar það tókst ekki? Ef svo var þá var hann stórhættulegur og það þurfti að stoppa hann af.
Við þessar vangaveltur varð Ryland litið í afturspegilinn og gerði sér gein fyrir að ef hann héldi áfram að vera með bílinn þarna í beygjunni þá væri hann vís til að valda öðrum alvarlegu slysi.
Hann færði jeppann til hliðar á veginum eins langt og hann komst og setti hættuljósin á. Þegar hann var nýstiginn út úr bílnum og kominn fram fyrir húddið þá lagði maðurinn af stað inn í skóginn og hvarf honum sjónum.
–Heyrðu góði, stoppaðu! Ryland stóð við skurðinn og rýndi í gegnum trén í von um að koma auga á manninn. En hann sá ekkert nema tré og gróður.
–Komdu til baka, maður. Ég vil fullvissa mig um að það sé allt í lagi með þig, kallaði hann. Svo bætti hann lágt við með sjálfum sér. –Og að þú leggir ekki líf einhverra annarra í svona hættu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Níðingsverk
Veski konunnar sveiflaðist um öxl hennar í takt við sítt, brúnt hárið eins og leiðarljós
fyrir manninn sem var á eftir henni. Hafði hún engar áhyggjur af öryggi sínu? Kannski var
hún ferðamaður sem hafði ekki frétt af hvarfi Erin Speck og óleystu nauðgunarmálunum á
svæðinu. Eða heimamanneskja sem þóttist þekkja sig svo vel um í Gatlinburg að það
hvarflaði ekki að henni að hún gæti verið í hættu.
Grayson hafði lært af biturri reynslu fyrir löngu að hættan gat leynst í hverju horni. Einar
dyr sem hafði gleymst að læsa, eitt kærulaust augnablik gat orðið að dauðadómi. Lífið var
brothætt og dýrmæt gjöf sem gat verið hrifsuð af þér á augabragði og skilið líf aðstandenda
eftir í molum.
Hann kreppti hnefana aftur. Núna var hann næstum kominn nógu nálægt þeim til að geta
orðið að einhverju gagni. Þau voru öll að koma að dimmasta hluta götunnar þar sem fyrir
tækjaeigendur höfðu ekki haft fyrir því að kveikja á útidyraljósum við bakdyr verslana
sinna eða dautt var á flestum perunum. Þetta var fullkominn staður til að ráðast á einhvern.
Hann sá það á manninum sem virtist vera að búa sig undir að leggja til atlögu miðað við
líkamstilburði hans.
Konan virtist hika og skrikaði fótur á hæla háum skónum, loks að gera sér grein fyrir
hættunni sem hún var í. Grayson kallaði og tók að hlaupa um leið og maðurinn hentist í
átt að bráð sinni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bannvæn svikráð
Mason einsetti sér að taka betur eftir þegar aðstoðarmanneskja hans veldi dagsetningu á árlega haustferð fyrirtækisins á næsta ári. Það var frekar erfitt að leika örláta yfirmanninn á dánardægri óleysts morðs bróður síns. Aftur á móti, þá hafði hann kannski gott af þessari samveru og að búa til betri minningar á þessum degi. 13 kílómetra löng leiðin á milli Smokey-fjallanna rétt austan við Tennessee var stórkostleg. Það skemmdi ekki að ferðast um í átta feta löngum hestvagni og fylgjast með haustlaufunum leika um í golunni. Það var mikill munur á þessu umhverfi og heimabæ hans í Louisiana, þar sem allt var sígrænt með miklum mýrum og flóum og ekki fjall í augsýn. Það eina sem hafði bjargað geðheilsu hans var að flýja daglega áminningu um hans fyrra líf og flytja hingað. Líka að hafa geta ráðið fólk í vinnu sem hafði gengið í gegnum það sama og hann. Að gert var útum starfsferil þeirra innan lögregluembætta landsins vegna rangra eða ósanngjarnra ákvarðana ráðamanna. Fyrirtækið Riddarar réttvísinnar gaf þeim öllum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Banaráð
Manning fjölskyldan gekk út úr gjafavöruversluninni, þau voru í fylgd sex öryggisvarða, þeirra á meðal voru þeir Randy Faulk og Jack Thompson. Þeir höfðu verið samstarfsmenn Bishop þegar hann vann hjá leyniþjónustunni fyrir löngu. Með þeim voru þrír núverandi samstarfsmenn Bishop úr röðum Riddara réttvísinnar. Riddararnir höfðu verið ráðnir til að styðja við leyniþjónustuna á meðan á heimsókn þessa mikilvæga fólks til bæjar þeirra stóð. Honum var tilkynnt í gegnum heyrnatækin að búið væri að ná grunsamlega aðilanum og verið væri að yfirheyra hann. Það þýddi samt ekki að fyrrverandi forsetinn væri óhultur, miðað við slæmu tilfinninguna sem Bishop var með í maganum. Hann fylgdist með hinum grunsamlega aðilanum. Sá var ekki nálægt Manning og var ekki á leið í áttina að honum en Bishop var samt ekki rólegur. Það var eitthvað ógnvænlegt í loftinu. Bishop jók hraðann og skokkaði létt til þess að hafa í við þann grunsamlega. Maðurinn var kominn á svæðið sem var lengst frá forsetanum, þar sem minnsta öryggisgæslan var. –Svæði fimm, sagði hann í samskiptatækið. –Hver er að vakta það svæði? Það átti að vera að minnsta kosti einn að vakta það svæði en það svaraði honum enginn. Maðurinn gekk upp smá hæð og hvarf inn á milli tveggja verslana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á slóð raðmorðingja
–Dalton og Hayley söknuðu þess að sjá þig ekki í brúðkaupinu þeirra í síðustu viku, sagði Mason á meðan hann gekk við hlið hans. –Já, jæja. Ég hafði bara ekki tíma til að æfa nýjustu danssporin. Hann nam staðar við glerrennihurð og henti tómri bjórdósinni í endurvinnslutunnu. Þegar hann teygði sig eftir húninum hallaði Mason sér framhjá honum og hélt hurðinni lokaðri. Bryson blótaði. –Hvað viltu mér eiginlega? –Ég vil að þú komir og sinnir starfi þínu. Það kom nýr viðskiptavinur til Camelot í gær og hún bað sérstaklega um aðstoð þína. Hann hnussaði. –Heldurðu virkilega að ég trúi því að hún hafi beðið um úrsér genginn fyrrverandi atferlisfræðing hjá FBI svo hann geti klúðrað máli hennar og verið valdur að einn einu dauðsfallinu? Mason hallaði sér upp að dyrunum. – Þetta er ekki neitt smá samviskubit sem er að plaga þig eða ertu bara að svona fullur af sjálfsvorkunn? Hann benti á hjólastólinn. –Ef þú myndir hafa fyrir því að mæta í endurhæfingartímana þá værirðu löngu laus úr þessum. Góði vertu ekki svona undrandi á svipinn, það er ég sem greiði fyrir sjúkratryggingar þínar og sé það sem er rukkað fyrir. Það hefur verið skuggalega lítið rukkað fyrir sjúkraþjálfun upp á síðkastið. Þú hefur gefist upp Bryson, mín spurning er þessi: Hvers vegna?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekinn
Kaldir fingur Hayley héldu krampataki utan um skammbyssuna sem hún var með í jakkavasanum á meðan hún klöngraðist í átt að húsinu sem líktist meira kastala en sumarbústað. Ískalt regnið reif og sleit í hana, það var eins og það leitaði uppi bera húð hennar í refsingarskyni fyrir það sem hún var að fara að gera. Það var bara ekki í boði að hörfa til baka í jeppann sem hún hafði lagt hálfum kílómetra í burtu. Hún gat heldur ekki hugsað sér að snúa til baka í bílinn að svo komnu því þá myndi hún sennilega breytast í ísleðjustyttu. Var það samt ekki svolítið mótsagnakennt – að líta á heimili morðingja sem skjól? Elding lýsti upp yfirgnæfandi bygginguna með turnunum tveimur, Smokey fjöllin í Tennesse römmuðu svo umhverfið inn eins og póstkort. Það var virkilega fallegt þarna ef fólk kunni að meta kastalaumhverfið frekar en hefðbundna bjálkakofana sem dreifðust um hlíðar Gatlinburg. Það var meira að segja hægt að ímynda sér að þetta væri ævintýrakastali og hún álfaprinsessa og inni biði hennar myndarlegur riddari sem myndi bjarga henni, það er að segja þangað til
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Laumuspil
Hann lyfti kraganum á leðurjakka sínum og reyndi þannig að verjast köldum gustinum frá Smoky fjöllunum. Síðan arkaði hann af stað og varð litið til hægri þar sem hann sá heilan sæg af fólki sem hugðist fá sér snöggan kvöldverð á
skyndibitastað sem þar var til húsa. Þreytulegir foreldrar pöntuðu mat inn um lúgurnar og í aftursætunum sátu krakkar sem ýmist hlógu eða grétu út um opna bílgluggana. Enginn virtist taka eftir því sem átti sér stað utan geislanna frá ljósaskiltunum. Fáir gerðu það alla jafna.
Á bak við þennan skyndibitastað var heil röð af flutningabílum sem biðu þess að taka olíu.
Síðan var önnur röð þar sem bílstjórarnir höfðu ákveðið að fá sér blund áður en þeir ækju síðasta spottann inn í Gattlinburg eða eitthvað annað.
Þarna mátti stundum sjá unglingsstúlkur eða pilta stökkva inn eða út úr svefnvögnunum og kaupa sér skyndibita innan um allt fjölskyldufólkið og enginn virtist veita þessu athygli. Það var auðvitað ástæða þess að viðskiptin gengu svona vel á þessum slóðum. En þetta voru auðvitað viðskipti sem flest sómakært fólk í Tennessee vildi vita sem minnst um.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sönnunargögn
Í gamla daga, þegar McKenzie bræðurnir og Sterling systkinin gengu saman í Pittman framhaldsskólann í Gatlinburg hafði öflug girðing með þremur slám umlukt íbúðarhúsið. Garðurinn innan þessarar girðingar var alltaf nýsleginn
og snyrtilegur en handan girðingarinnar var náttúran villt og skógurinn breiddi úr sér í fjarska. Núna var þessi girðing að niðurlotum komin, flestir staurarnir voru brotnir eða bognir eins og fyllibyttur sem reyndu hvað þær gátu til
þess að standa uppréttar. Leifar af staurum lágu eins og hráviði út um allt enda vindasamt á þessu svæði. Þetta hrörlega íbúðarhús var dapur vitnisburður um allt það sem Sterling fjölskyldan hafði misst, allt vegna hins eigingjarna
sonar sem hafði lagt framtíðaráætlanir allra í rúst með hegðun sinni.
Þar með framtíðaráætlanir Colins.
Hann hélt fast um byssuna og gekk í hnipri frá heimkeyrslunni í átt að húsinu. Engin gluggatjöld voru fyrir gluggunum svo hann sá auðveldlega inn fyrir. Allt var furðusnyrtilegt að sjá innandyra. Kannski borgaði Sterling fjölskyldan einhverjum fyrir að koma hingað einu sinni í mánuði og taka til. Verst að þau sinntu ekki eins um ytra byrðið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þjóðgarðsmorðin
Remi sté út úr slóðinni og lagði við hlustir þegar hún lét sem hún væri að skoða tré. Hún gerði það meðvitað að stinga höndunum í jakkavasana til að líta út fyrir að vera berskjölduð, varnarlaus og fullkomlega ómeðvituð um yfirvofandi hættu ef sá sem veitti henni eftirför skyldi vera nægilega nálægur til þess að sjá hana. Því fór þó fjarri að hún væri varnarlaus. Hægri hönd hennar hélt þéttingsfast um skaftið á fullhlaðinni 9 mm SIG Sauer skammbyssu sem hún faldi í jakkavasa sínum. Byssan var gjöf frá föður hennar á átjánda afmælisdaginn hennar og nafnið hennar var grafið með
skrautstöfum í skaftið. Þá hafði hann verið mjög veikur svo mánuðum skipti og vissi áreiðanlega að hann ætti ekki langt eftir. Tilgangur gjafarinnar var augljós að mati Remi...
að gera sitt til að tryggja öryggi einu dóttur sinnar sem var enn á lífi.
Hafði hún ímyndað sér fótatakið áðan eða hafði þetta verið bergmál af hennar eigin fótataki í kyrrð fjallanna? Ímyndaði hún sér það eða reyndi sá sem veitti henni eftirför að ganga í takt við fótatak hennar svo að hún yrði hans ekki vör? Remi bræddi þetta með sér um stund og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki ímyndarveik... og það þýddi að einhver veitti henni eftirför.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuför í fjöllunum
–Þetta er McKenzie, landvörður, staddur á göngustígnum að Sugarland fjalli. Hann næstum hvíslaði þessi orð. –Það er einhver hálfviti hérna með byssu, um það bil hálfan kílómetra frá vegamótunum við Appalachian gönguleiðina.
Ég þarf hjálp. Skipti.
Ekkert svar, aðeins steinþögn. Hann leit á skjáinn á senditækinu og þrýsti svo aftur á hljóðnemann eftir að hafa athugað með rafhlöð una og bylgjulengdina.
–McKenzie, landvörður, ég þarf hjálp, skipti.
Aftur beið hann og aftur var dauðaþögn. Ekki var auðvelt að nota farsíma í Smoky fjöllunum og gilti þá einu hvort maður var Tennessee megin, eins og Adam var núna, eða á gönguleiðinni frá landamærunum við Norður Karólínu.
Það var engin leið að treysta á farsíma á þessum slóðum. Punktur. Þetta var ástæða þess að landverðirnir hér notuðust við gamaldags talstöðvar sem virkuðu alls staðar í þjóðgarðinum.
Á því var þó ein undantekning.
Gönguleiðin í átt að Sugarland fjalli þar sem stjórnlausir skógareldar höfðu eyðilagt sendinn efst í Strompfjöllum.
Niðurskurður á fjárframlögum þýddi að ekki var enn búið að endurnýja þennan sendi. Fjármunum var eytt í annað, eins og til dæmis bætta aðstöðu til afþreyingar, þjónustumiðstöðina og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.