Flýtilyklar
Lena Diaz
-
Umsátur
Sérsveitarfulltrúinn Blake Sullivan stóð á bak við mosavaxna trjábolina og fylgdist grannt með gráu, niðurníddu hlöðunni í gegnum riffilkíkinn.
Skotmarkið var lítið annað en skuggi í gluggaopinu á hlöðuloftinu sem líklega hafði verið glerlaust frá því löngu áður en Blake fæddist.
Hvernig í ósköpunum meintum árásarmanni hafði tekist að koma sér upp á hlöðuloftið án þess að gegnummorkinn stiginn þangað upp molnaði undan honum var ofvaxið skilningi Blake. Það var eiginlega mesta furða að þessi
niðurnídda bygging skyldi ekki vera löngu hrunin í vindhviðunum sem algengt var að blésu niður úr fjöllunum á þessu svæði. Mildur andvarinn þessa stundina skapaði hinsvegar fullkomnar aðstæður til þess að ná góðu skoti.
Blake færði fingurinn hægt og rólega eftir köldu riffilskaftinu og tók um gikkinn en á sama andartaki heyrðist hávært tíst og síðan hvellt blísturshljóð skammt frá. Þetta hljómaði vissulega eins og kornhæna sem var algeng tegund
hér í fjöllunum og Tennesseefylki almennt en Blake vissi þó betur. Hljóðið kom frá foringja sérsveitarinnar, Dillon Gray, sem vildi greinilega ná athygli hans. Blake gat hinsvegar ekki litið af riffilkíkinum því það gæti þýtt að hann missti sjónar á meintum afbrotamanni uppi á hlöðuloftinu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eltihrellir
Hún bar höfuðið hátt og skaut öxlunum aftur, fyllti körfuna sína eins hratt og hún gat og þóttist ekki taka eftir fólkinu sem hvíslaðist á þegar hún gekk framhjá. Héldu þau virkilega að hún vissi ekki að þau voru að slúðra um hana? Hún gat vel ímyndað sér hvað þau voru að tala um.
Er þetta sú sem ég held? Hvað er langt síðan, 10 ár? Af hverju er hún komin aftur í bæinn?
Varstu ekki búin að frétta það? Mamma hennar dó, ég frétti að hún hefði dáið af því að hjartað í henni brast af því að dóttir hennar heimsótti hana aldrei eftir að hún var rekin úr bænum.
Heldur þú að Thornton lögreglustjóri handtaki hana í þetta skiptið?
Fyrnast morð einhvern tímann?
–Gaman að sjá þig í dag frk. Kane. Hr. Dawson
brosti einlægu og hlýlegu brosi bak við afgreiðsluborðið í sælkerahorninu. –Ég var að vonast til að sjá framan í þig að minnsta kosti einu sinni enn áður en þú ferð frá Destiny. Viltu hádegismat? Við erum með nýja sendingu af niðursoðnum svínalöppum.
Hann skellti stoltur stórri krukku á afgreiðsluborðið en innihaldið líktist mest vísindatilraun sem hafði misheppnast hrapallega.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Örlögin ráða
Julie Webb ýtti þessum minningum frá sér og óskaði þess í hljóði að jafn auðvelt væri að leggja fortíðina að baki. Hún tók fastar um stýrið og gaut augunum á ljósa röndina á baugfingri vinstri handar þar sem demantshringurinn hafði
áður setið. Þú þarft ekki lengur að vera hrædd.
Hann getur ekki lengur unnið þér mein. Það er kominn tími til að halda lífinu áfram.
Til allrar óhamingju hafði rétturinn í Nashville ekki enn tekið málið fyrir og að halda lífi áfram þýddi því að hún varð að fara huldu höfði í litla sveitabænum Destiny í Tennesseefylki. Með sín takmörkuðu fjárráð hafði hún valið skárri kostinn
af tveimur álíka slæmum sem í boði voru en sá kostur var ævagamalt búgarðshús sem staðið hafði mannlaust svo lengi að hún réði við uppsett leiguverð. Það var önnur tveggja ástæðna fyrir því að Julie hafði valið þennan kost... hin var sú
staðreynd að smábærinn Destiny var í ríflega þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Nashville. Það þýddi að ólíklegt væri að hún rækist á einhver sem hún þekkti í einu matvöruverslun bæjarins.
Bílflaut fékk Julie til að líta í baksýnisspegilinn. Stórri sendibifreið hafði verið ekið út í kant á afleggjaranum frá húsunum tveimur og ökumaðurinn beið þess núna að hún bakkaði út úr heimreiðinni svo að hann gæti bakkað sendibifreiðinni að húsinu. Það yrði himneskt að þurfa ekki að sofa á gólfinu í nótt. Julie skellti í bakkgír en dokaði aðeins með að styðja fætinum á bensíngjöfina þegar nágranni hennar gekk út á verönd hússins við hliðina. Hann var hávaxinn, grannur og myndarlegur þannig að erfitt var að hunsa hann... en þó ekki ómögulegt. Hún hafði áður kynnst þessari manngerð og hafði ekki áhuga á að endurtaka þau mistök.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gísl
Það snarkaði í varðeldinum, sem kastaði óhugnanlegri birtu og skuggum á andlit ungu áhorfendanna. Stóreygir hlustuðu þeir á sögumanninn, sem átti athygli þeirra alla.
Hinum megin við eldinn sátu Zack Scott, lögreglustjóri í Mystic Glades, og vinur hans, Cole Larson, rannsóknarlögregluþjónn í Colliersýslu, og biðu þess að sögunni lyki til þess að þeir gætu fylgt ungviðinu í bæinn.
Fimmtíu metra í burtu, undir bogadregnu skilti sem líktist krókódíl, var innkeyrslan í sérviskulega og skondna bæinn Mystic Glades. Þar bjuggu tvö til þrjú hundruð manns í bæ sem lá í leyni á fenjasvæðunum í Flórída, nokkrum kílómetrum frá þeim hluta þjóðvegar I75 sem gekk undir heitinu Krókódílasund. Miðbærinn var ein malargata með tvílyftum verslunar og íbúðarhúsum úr timbri og fyrir framan þau höfðu verið lagðar gangstéttir úr plönkum.
Gatan var eins og leikmynd úr spagettí vestra og ekki dró úr áhrifunum að allmargir íbúanna gengu um með skotvopn, annað hvort falin eða fyrir allra augum. Þeirri hefð var Zack staðráðinn í að breyta. Það gekk hins vegar hægt, enda sögðust bæjarbúar þurfa á byssum sínum að halda til að verja sig fyrir slöngum og krókódílum, kvikindum
sem voru mjög algeng á þessum slóðum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ögurstund
Það var ómögulegt að aka bíl inn í graslendið, inn á milli sýprustrjáa og fenjaviðar, nema bíllinn væri á flotholtum. Ryðgaði bíllinn hans Eddie var á sléttum dekkjum sem voru við það að springa. Engin flotholt sjáanleg.
Colton ók út á vegaröxlina rétt við brú sem lá yfir ræsi. Þarna hafði GPS-sendirinn sýnt að Eddie var niðurkominn rétt áður en hann beygði inn í mýrlendið. Það hafði ekki gagnað neitt að láta tæknina um að elta þann grunaða. Hann hefði átt að halda sig nær og hafa augun á Eddie frekar en að treysta á sendinn. Þegar ungi maðurinn beygði út á milliríkjaveginn hafði Colton haldið að hann gæti orðið smeykur ef hann sæi sama svarta Mustanginn í baksýnisspeglinum allan tímann svo hann hafði hægt á sér.
Hvar var vandræðagepilinn núna? Greinilega ekki á þjóðveginum og ekki á vegaröxlinni. Ef GPS-tækið hafði rétt fyrir sér og hann hafði ekið hérna út af veginum gat hann ekkert farið.
Há girðing lá meðfram þessum hluta vegarins á svæði sem gekk undir nafninu Alligator Alley.
Girðingin kom í veg fyrir að villt dýr þvældust út á veginn og yllu slysum. Samt sýndi punkturinn á tækinu að maðurinn sem Colton elti hafði ekið í suður, framhjá girðingunni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Við dauðans dyr
Dex horfði út um gluggann á Cessna Covalisflugvélinni sinni yfir víðáttu Evergladessvæðisins fyrir neðan sig. Hann flaug á 350 km hraða og tilbreytingalausa, sandlita sefgrassléttan fyrir neðan hann náði yfir stórt svæði, rofin af einstaka skurðum, fullum af leðju, og stórum sýprustrjálundum í vatninu og ræturnar stóðu upp úr söltu vatninu eins og risastór hnúskótt hné. Ef þetta svæði líktist votlendinu heima í Saint Augustine gat hann ekki skilið hvernig nokkur gat þolað lyktina af rotnandi gróðri, lykt sem minnti á úldin egg, nógu lengi til að vilja koma í heimsókn þangað og ennþá síður að búa þar. –Jake, ég skil þetta ekki. Hann hélt farsímanum við eyrað meðan hann horfði út um glugg ann. –Þú lagðir þig fram við að sannfæra mig um að leggja peninga í stofnun einkaspæjarafyrirtækisins Lassiter & Young en svo ertu tilbúinn að hætta, örfáum mánuðum eftir að þú fórst frá öllu sem þú þekktir, þar á meðal mér, og opnaðir stofu í Naples. Fyrir hvað... þessa mýri sem er full af daunillum plöntum og fleiri krókódílum á fermetra en fólki? Getur þú ekki fengið Faye til að flytja frekar en að þú flytjir til Mystic Glades? –Bíddu nú við, sagði Jake, –hvað áttu við þegar þú segir þessi mýri? Ertu ekki ennþá í norður Flórida?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fenjadísin
Hann efaðist um geðheilsu sína, ekki í fyrsta sinn, eftir að honum datt í hug að leita á þessu hættulega svæði að næturlagi en þegar sjaldgæft, svart pardusdýr skaust yfir veginn fyrir framan hann og bíllinn rann til þegar hann reyndi að forðast dýrið hafði hann séð bílljósin endurspeglast á einhverju hinu megin við villidýragirðinguna. Endurspeglunin gæti verið af bílnum sem Calvin Gillette hafði verið á þegar hann hvarf þremur dögum fyrr. Fræðilega séð hefði öryggisgirðingin átt að koma í veg fyrir að bíllinn hans færi undir girðinguna og inn í skóginn, ef bíllinn hefði lent út af. Ef hann hefði lent á girðingunni hefðu blikkljós kviknað og umferðadeildin fengið sjálfvirka tilkynningu. Kerfið var reyndar ekki gallalaust. Nokkrum mánuðum áður hafði bíll lent á staur og flogið út af, runnið undir girðinguna án þess að snerta öryggiskapalinn í henni og lent ofan í skurði. Jake taldi víst að fyrst þetta hafði getað komið fyrir einu sinni hefði það getað gerst aftur. Þær fáu vísbend ingar sem hann hafði um hvarf Gillette beindust allar að sama svæðinu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Ógnartími
Ashley var farin að hata orðið fljótlega. Og
hún sá mikið eftir því að hafa samþykkt að taka
að sér þetta endurskoðunarverkefni í Destiny,
Tennessee. Ef hún væri á heimaskrifstofunni
sinni í Nashville núna, þyrfti hún varla að húka
undir borði til að fela sig fyrir brjáluðum byssu-
manni.
Ein af ungu íhlaupariturunum rak höfuðið út
úr öðrum bás skammt frá. Hvað hét hún aftur?
Karen? Kristen? Ashley hafði aðeins hitt hana
einu sinni og gat ekki munað það. Andlit stúlk-
unnar var náfölt og augun galopin af skelfingu
þegar hún bað Ashley orðalaust um hjálp.
Ashley fann magann í sér herpast saman.
Stúlkan gat ekki verið meira en nítján ára. Ashley
varð að hjálpa henni. en hvernig? Hvor básinn
var öruggari? Ætti hún að hlaupa til stúlk unnar
eða gefa stúlkunni merki um að hlaupa til sín?
Hún greip andann á lofti. Ó, nei. Gráir hár-
broddar sáust yfir skilrúmi á öðrum gangi.
Byssumaðurinn. Og hann var á leiðinni til þeirrar
nítján ára gömlu.
Ashley gaf henni merki um að fela sig.
Stúlkan hnyklaði brýrnar og lyfti höndum,
skildi ekki hvað Ashley var að reyna að segja.
Eftir nokkur skVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Spegilmyndir
Ég er myndin. Hún er nákvæmlega eins og
ég. Við erum eineggja tvíburar.
Hann strauk kámugt hár frá andlitinu og pírði
augun á hana í rökkrinu. Munnvikin lyftust í
glotti, eflaust þegar hann sá fyrir sér trekant með
tvíburasystrunum. –Ljúft.
Heather fann magann kútveltast. Hún renndi
sér af barstólnum en þá veifaði barþjónninn til
hennar.
–Líttu inn á baðherbergið, kallaði hann.
–Kannski sá ég hana halda þangað fyrir nokkrum
mínútum. Hann benti á dimman gang, rétt hjá
parinu sem hafði verið að njóta hvort annars af
miklum ákafa skömmu áður. Nú voru þau bæði
með syfjulegt bros á vör. Náunginn leit á Heather
og deplaði öðru auganu. Hún hryllti sig.
Eftir að hafa þakkað barþjóninum, bjó hún sig
aðra baráttu við mannfjöldann. Henni tókst að
troða sér að bleika neonskiltinu sem merkti
kvenna snyrtinguna.
Þegar hún opnaði dyrnar mæVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.