Flýtilyklar
Lena Diaz
Við dauðans dyr
Lýsing
Dex horfði út um gluggann á Cessna Covalisflugvélinni sinni yfir víðáttu Evergladessvæðisins fyrir neðan sig. Hann flaug á 350 km hraða og tilbreytingalausa, sandlita sefgrassléttan fyrir neðan hann náði yfir stórt svæði, rofin af einstaka skurðum, fullum af leðju, og stórum sýprustrjálundum í vatninu og ræturnar stóðu upp úr söltu vatninu eins og risastór hnúskótt hné. Ef þetta svæði líktist votlendinu heima í Saint Augustine gat hann ekki skilið hvernig nokkur gat þolað lyktina af rotnandi gróðri, lykt sem minnti á úldin egg, nógu lengi til að vilja koma í heimsókn þangað og ennþá síður að búa þar. –Jake, ég skil þetta ekki. Hann hélt farsímanum við eyrað meðan hann horfði út um glugg ann. –Þú lagðir þig fram við að sannfæra mig um að leggja peninga í stofnun einkaspæjarafyrirtækisins Lassiter & Young en svo ertu tilbúinn að hætta, örfáum mánuðum eftir að þú fórst frá öllu sem þú þekktir, þar á meðal mér, og opnaðir stofu í Naples. Fyrir hvað... þessa mýri sem er full af daunillum plöntum og fleiri krókódílum á fermetra en fólki? Getur þú ekki fengið Faye til að flytja frekar en að þú flytjir til Mystic Glades? –Bíddu nú við, sagði Jake, –hvað áttu við þegar þú segir þessi mýri? Ertu ekki ennþá í norður Flórida?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.