Flýtilyklar
Lena Diaz
Fenjadísin
Lýsing
Hann efaðist um geðheilsu sína, ekki í fyrsta sinn, eftir að honum datt í hug að leita á þessu hættulega svæði að næturlagi en þegar sjaldgæft, svart pardusdýr skaust yfir veginn fyrir framan hann og bíllinn rann til þegar hann reyndi að forðast dýrið hafði hann séð bílljósin endurspeglast á einhverju hinu megin við villidýragirðinguna. Endurspeglunin gæti verið af bílnum sem Calvin Gillette hafði verið á þegar hann hvarf þremur dögum fyrr. Fræðilega séð hefði öryggisgirðingin átt að koma í veg fyrir að bíllinn hans færi undir girðinguna og inn í skóginn, ef bíllinn hefði lent út af. Ef hann hefði lent á girðingunni hefðu blikkljós kviknað og umferðadeildin fengið sjálfvirka tilkynningu. Kerfið var reyndar ekki gallalaust. Nokkrum mánuðum áður hafði bíll lent á staur og flogið út af, runnið undir girðinguna án þess að snerta öryggiskapalinn í henni og lent ofan í skurði. Jake taldi víst að fyrst þetta hafði getað komið fyrir einu sinni hefði það getað gerst aftur. Þær fáu vísbend ingar sem hann hafði um hvarf Gillette beindust allar að sama svæðinu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.