Lena Diaz

Sönnunargögn
Sönnunargögn

Sönnunargögn

Published Nóvember 2020
Vörunúmer 81
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Í gamla daga, þegar McKenzie bræðurnir og Sterling systkinin gengu saman í Pittman framhaldsskólann í Gatlinburg hafði öflug girðing með þremur slám umlukt íbúðarhúsið. Garðurinn innan þessarar girðingar var alltaf nýsleginn
og snyrtilegur en handan girðingarinnar var náttúran villt og skógurinn breiddi úr sér í fjarska. Núna var þessi girðing að niðurlotum komin, flestir staurarnir voru brotnir eða bognir eins og fyllibyttur sem reyndu hvað þær gátu til
þess að standa uppréttar. Leifar af staurum lágu eins og hráviði út um allt enda vindasamt á þessu svæði. Þetta hrörlega íbúðarhús var dapur vitnisburður um allt það sem Sterling fjölskyldan hafði misst, allt vegna hins eigingjarna
sonar sem hafði lagt framtíðaráætlanir allra í rúst með hegðun sinni.
Þar með framtíðaráætlanir Colins.
Hann hélt fast um byssuna og gekk í hnipri frá heimkeyrslunni í átt að húsinu. Engin gluggatjöld voru fyrir gluggunum svo hann sá auðveldlega inn fyrir. Allt var furðusnyrtilegt að sjá innandyra. Kannski borgaði Sterling fjölskyldan einhverjum fyrir að koma hingað einu sinni í mánuði og taka til. Verst að þau sinntu ekki eins um ytra byrðið.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is