Lilian Darcy

Breytt staða
Breytt staða

Breytt staða

Published 1. nóvember 2014
Vörunúmer 346
Höfundur Lilian Darcy
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Mary Jane hló. Það heyrðist í þrjátíu metra fjarlægð, í gegnum lokaðar dyr og þéttvaxna runna, og þetta var yndislegt
hljóð við fjallavatnið, á mildum mánudegi í október.
Daisy Cherry kom upp tröppurnar, inn úr ferska loftinu og
beint inn á skrifstofu hótelsins. Þar sá hún systur sína með
titrandi axlir og tár á vöngunum. Gamlar ljósmyndir voru allt
í kringum hana og flutningakassar rétt hjá. –Heyrðu, hvað er
svona fyndið?
Mary Jane hallaði sér aftur á hælunum, setti lófann yfir
brjóst kassann á sér og saup hveljur. –Yfirvaraskeggið á pabba.
Hatturinn sem mamma var með þegar þau giftust. Fötin þeirra.
Sundbolurinnhennar. Fyrirgefðu, þetta er ekkert svo fyndið.
Ég veit ekki af hverju ég...
–Nei, þetta er fínt, sagði Daisy ákveðin.
Mary Jane var elst Cherry-systranna þriggja, þrjátíu og
fjögurra ára gömul. Hún var of alvarleg og oft of ábyrgðarfull. Núna stóð meðalsítt, brúnt hárið út í loftið, það voru
ryk klessur á ljósri peysunni og hún leit út eins og kona sem
hafði unnið of mikið, of lengi.
Daisy og Mary Jane höfðu þegar átt nokkrar erfiðar stundir
síðan Daisy hafði komið aftur austur fyrir nokkrum vikum og
satt að segja fannst Daisy hún ekki eiga sök á því. Það var
gott að sjá Mary Jane missa stjórn á sér, slaka á, og Daisy gat
ekki annað en brosað þegar hún sá það.
Því miður entist þetta ekki lengi.
–Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Mary Jane náði stjórn á sér,
reis á fætur, þurrkaði tárin úr augunum með krumpaðri servíettu og raðaði albúmunum í stafla sem hún setti í papp

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is