Flýtilyklar
Brauðmolar
Lilian Darcy
-
Gamlar glæður
Herra Capelli yrði ekki ánægður.
Mary Jane æfði afsakanir sínar þegar hún beygði inn veginn
að Capelli-verkstæðinu. Hún vissi að það var löngu kominn tími
til að litli bíllinn hennar kæmi í skoðun en þetta var byrjunin á
sumarvertíðinni og hún hafði verið svo upptekin á Spruce Bayhótelinu. Það hafði verið skrýtið hljóð í bílnum í nokkurn tíma,
það yrði hún að viðurkenna, en hljóðið var hærra núna en það
hafði verið í fyrstu svo hún hafði alls ekki verið að hunsa eitthvað afar áberandi.
Meira að segja í eigin huga hljómaði þetta ömurlega og herra
Capelli var svo fær í að gefa manni samviskubit með augnaráðinu. Cherry-fjölskyldan hafði komið með alla bíla sína til hans í
þjónustu og viðgerðir eins lengi og hún mundi.
Verkstæðið, sem var gamaldags og huggulegt, stóð við fáfarna
hliðargötu. Art Capelli var bifvélavirki sem sagði satt og rukkaði
aldrei of mikið. Hann átti ekki skilið að þurfa að gera við bílinn
hennar Mary Jane af því að hún hunsaði að sinna honum. Pabbi
hennar var alltaf svo vandvirkur með svona viðhald en hún...
Hún var syndari að því leytinu og vissi það vel.
Núna leið henni illa vegna hljóðsins í bílnum, svona svipað og
henni liði ef hún kæmi til dýralæknis með horaðan kettling með
flís í loppunni sem sýking væri komin í.
Hún lagði fyrir framan verkstæðið, skildi rúðurnar eftir skrúfaðar niður og lykilinn í kveikjulásnum. Það var enginn á skrifstofunni en hún heyrði hljóð frá verkstæðinu og fór því í gegn,
þurfti þó að hika aðeins á meðan augun vöndust minni birtu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Besta gjöfin
Um leið og þeir voru búnir að troða sér inn allir þrír
lokaði hann hurðinni, setti læsingajárnið fyrir, kveikti
ljósið og beið eftir að heyra undrunarandköf þeirra.
–Hvaða drasl er þetta?
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Breytt staða
Mary Jane hló. Það heyrðist í þrjátíu metra fjarlægð, í gegnum lokaðar dyr og þéttvaxna runna, og þetta var yndislegt
hljóð við fjallavatnið, á mildum mánudegi í október.
Daisy Cherry kom upp tröppurnar, inn úr ferska loftinu og
beint inn á skrifstofu hótelsins. Þar sá hún systur sína með
titrandi axlir og tár á vöngunum. Gamlar ljósmyndir voru allt
í kringum hana og flutningakassar rétt hjá. –Heyrðu, hvað er
svona fyndið?
Mary Jane hallaði sér aftur á hælunum, setti lófann yfir
brjóst kassann á sér og saup hveljur. –Yfirvaraskeggið á pabba.
Hatturinn sem mamma var með þegar þau giftust. Fötin þeirra.
Sundbolurinnhennar. Fyrirgefðu, þetta er ekkert svo fyndið.
Ég veit ekki af hverju ég...
–Nei, þetta er fínt, sagði Daisy ákveðin.
Mary Jane var elst Cherry-systranna þriggja, þrjátíu og
fjögurra ára gömul. Hún var of alvarleg og oft of ábyrgðarfull. Núna stóð meðalsítt, brúnt hárið út í loftið, það voru
ryk klessur á ljósri peysunni og hún leit út eins og kona sem
hafði unnið of mikið, of lengi.
Daisy og Mary Jane höfðu þegar átt nokkrar erfiðar stundir
síðan Daisy hafði komið aftur austur fyrir nokkrum vikum og
satt að segja fannst Daisy hún ekki eiga sök á því. Það var
gott að sjá Mary Jane missa stjórn á sér, slaka á, og Daisy gat
ekki annað en brosað þegar hún sá það.
Því miður entist þetta ekki lengi.
–Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Mary Jane náði stjórn á sér,
reis á fætur, þurrkaði tárin úr augunum með krumpaðri servíettu og raðaði albúmunum í stafla sem hún setti í pappVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Aftur til lífsins
Ég held að hún sé ekki enn tilbúin. Orðin bárust inn um opinn herbergisglugga Jodie. –Ó, ég er sammála! Hún er ekki tilbúin! Enginn í Palmer fjölskyldunni hafði nokkurn tíma fundist Jodie
tilbúin til neins. Hún sat á rúminu sínu og barðist við að lyfta upp vinstri handleggnum, sem var í fatla, til að komast í nýja sumarbolinn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.