Lilian Darcy

Gamlar glæður
Gamlar glæður

Gamlar glæður

Published Janúar 2015
Vörunúmer 348
Höfundur Lilian Darcy
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Herra Capelli yrði ekki ánægður.
Mary Jane æfði afsakanir sínar þegar hún beygði inn veginn
að Capelli-verkstæðinu. Hún vissi að það var löngu kominn tími
til að litli bíllinn hennar kæmi í skoðun en þetta var byrjunin á
sumarvertíðinni og hún hafði verið svo upptekin á Spruce Bayhótelinu. Það hafði verið skrýtið hljóð í bílnum í nokkurn tíma,
það yrði hún að viðurkenna, en hljóðið var hærra núna en það
hafði verið í fyrstu svo hún hafði alls ekki verið að hunsa eitthvað afar áberandi.
Meira að segja í eigin huga hljómaði þetta ömurlega og herra
Capelli var svo fær í að gefa manni samviskubit með augnaráðinu. Cherry-fjölskyldan hafði komið með alla bíla sína til hans í
þjónustu og viðgerðir eins lengi og hún mundi.
Verkstæðið, sem var gamaldags og huggulegt, stóð við fáfarna
hliðargötu. Art Capelli var bifvélavirki sem sagði satt og rukkaði
aldrei of mikið. Hann átti ekki skilið að þurfa að gera við bílinn
hennar Mary Jane af því að hún hunsaði að sinna honum. Pabbi
hennar var alltaf svo vandvirkur með svona viðhald en hún...
Hún var syndari að því leytinu og vissi það vel.
Núna leið henni illa vegna hljóðsins í bílnum, svona svipað og
henni liði ef hún kæmi til dýralæknis með horaðan kettling með
flís í loppunni sem sýking væri komin í.
Hún lagði fyrir framan verkstæðið, skildi rúðurnar eftir skrúfaðar niður og lykilinn í kveikjulásnum. Það var enginn á skrifstofunni en hún heyrði hljóð frá verkstæðinu og fór því í gegn,
þurfti þó að hika aðeins á meðan augun vöndust minni birtu.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is