Flýtilyklar
Lisa Childs
Ræningjarnir
Lýsing
Hann skildi bílstjórahurðina eftir opna og hljóp yfir bílastæðið sem var fullt af viðskiptavinum. Hvað voru margir hugsanlegir gíslar inni í bankanum? Hvað gætu margir orðið fyrir skoti miðað við lætin í ræningjunum sem skutu án afláts. Blaine gat ekki beðið eftir hjálp, ekki þegar svona margir saklausir borgarar voru í hættu.
Hann hljóp hálfboginn að dyrunum, ýtti þeim harkalega upp og þaut inn. –FBI, kallaði hann hátt til að reyna að róa fólkið sem æpti og grét af hræðslu.
Aðkoma hans espaði ræningjana bara upp.
Glerið fyrir aftan hann brotnaði þegar kúlurnar flugu yfir höfuðið á honum og í gegnum gluggana og brotunum rigndi yfir viðskiptavinina sem lágu á grúfu á gólfflísunum. Innveggirnir, sem voru glerskilrúm sem aðskildu skrifstofurnar frá aðalsalnum, brotnuðu líka.
Fleiri fóru að æpa og snökta.
Blaine skýldi sér bak við eina af stoðunum úr steinsteypu og stáli sem hélt loftinu í nýtískulegri byggingunni uppi. Hann lyfti hendinni, gaf viðskiptavinunum bendingu um að liggja kyrrir og mat aðstæður. Nokkrir voru skrámaðir eftir fljúgandi glerbrot en ekki var að sjá að neinn væri dauðsærður. Enginn hafði fengið skot í sig. Ennþá.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók