Flýtilyklar
Brauðmolar
Lisa Childs
-
Hjartað ræður
Hann var frábær við telpurnar. Á því hafði Ava ekki átt von. Þau höfðu þekkst síðan í miðskóla og hann var mikið kvennagull. Hins vegar hafði hann aldrei fest ráð sitt og Ava því talið víst að börn vektu ekki áhuga hans.
En einhvern veginn hafði hann látið tilleiðast að aðstoða ljósálfana við jólaverkefnið. Á undanförnum sex vikum hafði
hann haft umsjón með stúlkunum meðan þær settu saman fimm dúkkuhús, máluðu þau og innréttuðu. Húsin yrðu gefin fimm góðgerðarsamtökum í bænum. Darius hafði að mestu unnið verkið en honum hafði tekist að fá telpurnar til að aðstoða sig á mjög uppbyggilegan hátt.
Jamm og já. Darius var kynþokkafullur og heillandi og hann náði vel til barna. Sylvie dáði hann. Það með kunni Ava
enn betur við hann en ella og daðrið í honum, hvort sem það var með orðum eða augnaráði, hafði meiri áhrif á hana.
Lengi hafði hún talið að henni fyndist hann ekki jafn freistandi og í miðskólanum forðum. Nú óttaðist hún að hún væri
að verða pínulítið skotin í honum í annað sinn. Hún var meira að segja stundum með óra um hann.
Eða jafnvel bálskotin.
Og hvað með það? Hún þurfti á órunum sínum að halda.
Hún hafði ekki úr öðru að moða þegar um rómantík, ástríður og kynlíf var að ræða.
Nei, hún vorkenndi sér ekkert þó að hún væri karlmannslaus. Övu langaði ekki vitund í annað samband. Hún hafði
elskað Craig Malloy og misst hann. Það eina sem hún átti eftir voru minningarnar, samanbrotni fáninn og orðurnar. SexEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Yfirbót
Hann leiddi fólkið hjá sér, eða reyndi það að minnsta kosti, og beygði sig undir lögregluborðann við endann á innkeyrslunni.
–Eruð þið búin að finna líkið af henni? kallaði blaðamaður. Jared var ekki að horfa í áttina til hans en þekkti gervilega djúpa rödd Kyle Smith og var ekki hissa á að maðurinn hefði birst þarna. Þessi sjálfumglaði maður lét sér ekki nægja að segja fréttir heldur reyndi að láta þær snúast um sig að hluta, að minnsta kosti þessa frétt, þetta mál. Hann var bæði vægðarlaus og hranalegur.
Jared gretti sig við spurninguna, þoldi ekki tilhugsunina um sársaukann sem hún myndi valda fjölskyldu horfnu stúlkunnar sem hefði heyrt spurninguna eða átti eftir að heyra hana síðar í fréttatímanum.
–Fannstu einhvern tímann líkið af Lexi Drummond? kallaði annar fréttamaður? –Það eru fimm ár liðin.
Sex. Lexi hafði verið fyrsta fórnarlamb raðmorðingjans. Nei, lík hennar hafði aldrei fundist.
Fjölskyldan beið ennþá eftir að geta lokið málinu en hann hafði ekkert að bjóða þeim. Ekkert lík, engan grunaðan, engar vísbendingar.
Nú hafði morðinginn tekið aðra stúlku. Annað fórnarlamb.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bjargvættur brúðarinnar
Snaran hertist að hálsinum á Dalton Reyes sem barðist við að kyngja munnvatni. Munnurinn á honum var þurr því að hræðslan og taugaóstyrkurinn voru að fara með hann. Hann togaði í of þrönga slaufuna um hálsinn og þakkaði guði
fyrir að það var ekki hann sem var að gifta sig.
Hann gat ekki ímyndað sér sjálfan sig lofa því að elska eina konu það sem eftir væri ævinnar... og nota svo ævina til að reyna að gera konuna hamingjusama. Hann vildi þetta ekki fyrir sjálfan sig en stóð við hliðina á Ash Stryker alríkislögreglufulltrúa þegar hann gaf Claire Molenski þetta loforð.
Ash sneri sér og leit á hann, pírði augun að varandi. Dalton áttaði sig á því að hann hafði misst af stikkorðinu og flýtti sér að stinga hendinni í vasann eftir hringnum. Af hverju í fjáranum hafði hann langað til að vera svaramaður? Það var nógu slæmt að þurfa að fara í smóking en að þurfa líka að passa upp á hringskömmina...
Þetta var of mikið. Hann vildi frekar vera í skothríð frá mafíósum en að þola álagið þegar allir kirkjugestirnir horfðu á hann. Kirkjan var að vísu lítil en það var heitt þarna og þröngt.
Svitinn perlaði á efri vörinni en svo fann hann hringinn og dró hann upp, fínlegan gullhring.
Fínlegan eins og brúðurin var.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sek eða saklaus
Hafði hún rétt honum eitthvað um leið og hún tók í hönd hans? Ash var ekki nógu ná lægur til að sjá það en aðrir fulltrúar fylgdust líka með henni.
Ash stóð upp og settist í næsta stól við borðið. Hann var að nálgast hana. Bjallan klingdi aftur, merki um að næsta 5 mínútna lota væri að hefjast.
–Hvernig getur þú litið svona út og verið svona félagslega heftur? spurði konan andspænis honum.
Hann einbeitti sér að takmarki sínu og veitti konunni varla neina athygli. Hún var sennilega nógu gömul til að vera mamma hans, jafnvel amma, gráhærð og með lítil lesgleraugu hangandi í gullkeðju um hálsinn, klædd peysu með kattamyndum. –Afsakaðu?
–Þú hefur ekkert talað við konurnar á undan mér, sagði hún. –Fyrst þú lítur svona út, há vaxinn og dökkur yfirlitum og myndarlegur, þarftu sjálfsagt ekkert að segja. Þú getur látið rymja í þér og konurnar fara með þér heim.
Hann langaði til að rymja af gremju og óþolinmæði en hún gæti tekið því sem heimboði. –Fyrirgefðu, sagði hann, –þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á svona lagað...Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ræningjarnir
Hann skildi bílstjórahurðina eftir opna og hljóp yfir bílastæðið sem var fullt af viðskiptavinum. Hvað voru margir hugsanlegir gíslar inni í bankanum? Hvað gætu margir orðið fyrir skoti miðað við lætin í ræningjunum sem skutu án afláts. Blaine gat ekki beðið eftir hjálp, ekki þegar svona margir saklausir borgarar voru í hættu.
Hann hljóp hálfboginn að dyrunum, ýtti þeim harkalega upp og þaut inn. –FBI, kallaði hann hátt til að reyna að róa fólkið sem æpti og grét af hræðslu.
Aðkoma hans espaði ræningjana bara upp.
Glerið fyrir aftan hann brotnaði þegar kúlurnar flugu yfir höfuðið á honum og í gegnum gluggana og brotunum rigndi yfir viðskiptavinina sem lágu á grúfu á gólfflísunum. Innveggirnir, sem voru glerskilrúm sem aðskildu skrifstofurnar frá aðalsalnum, brotnuðu líka.
Fleiri fóru að æpa og snökta.
Blaine skýldi sér bak við eina af stoðunum úr steinsteypu og stáli sem hélt loftinu í nýtískulegri byggingunni uppi. Hann lyfti hendinni, gaf viðskiptavinunum bendingu um að liggja kyrrir og mat aðstæður. Nokkrir voru skrámaðir eftir fljúgandi glerbrot en ekki var að sjá að neinn væri dauðsærður. Enginn hafði fengið skot í sig. Ennþá.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brúðkaup til bjargar
Einhver vill borga til að láta ráða Parker Payne af dögum.
Parker heyrði fullyrðinguna fyrir sér í huganum en hún var ekki það eina sem bergmálaði í huga hans. Hann var ennþá með hávaðann í eyrunum eftir sprenginguna sem hafði sent hann á sjúkrahús og tvo starfsmenn Payne Protection öryggisfyrirtækisins í líkhúsið.
Hjartað var fullt af sektarkennd og sársauka. Hann hefði átt að vera í jeppanum, ekki Douglas og Terry. Þeir höfðu ekki haft hugmynd um sprengjuna sem var tengd við startarann og stokkið inn í jeppann hans til að sækja hádegismat. Hann hafði hlaupið út til að ná þeim því hann ætlaði að breyta pöntuninni en orðið of seinn. Doug sneri lyklinum og jeppinn sprakk í loft upp, breyttist í haug af glerbrotum og málmbútum. Tveir góðir menn létu lífið og skildu eftir sig elskaðar eiginkonur og börn.
Þetta hefði átt að vera Parker. Það var ekki nóg með að hann ætti hvorki konu né börn til að láta eftir sig heldur var það hann sem einhver vildi feigan.
Hann barðist við sársaukann og uppnámið eftir heilahristinginn sem olli honum dúndrandi höfuðverk og óskýrri sjón. Hann lokaði augunum og reyndi að einbeita sér að samtalinu umhverfis sjúkrarúmið.
Mamma hans nöldraði. –Við ættum að færa þetta samtal fram á gang svo Parker geti hvílt sig. Fingur hennar struku yfir ennið á honum, eins og þegar hann var lítill strákur með hita eða skrámað hné eða þegar pabbi hans dó. Hún hafði alltaf verið til staðar fyrir börnin sín þó að hún sjálf hefði ekki haft neinn til að halla sér að.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Eldfimt samband
Sólin skein skært og hvítu múrsteinarnir á kirkjunni glóðu. Þetta var frábær dagur fyrir brúðkaup. Logan Payne gat hins vegar ekki gleymt því að í dag fór líka fram jarðarför. Hann hafði haldið að þegar morðingi föður hans dæi fengi hann sjálfur loksins frið. Hins vegar hafði maðurinn fengið of stuttan dóm og ekki lifað nema í fimmtán ár af dómnum og það var engin sanngirni í því.
Kannski var Logan órólegur því honum fannst þetta óréttlátt.
Eða kannski vegna nýlegra morðtilræða við hann.
Hann bægði óróleikanum frá sér og einbeitti sér að brúðhjónunum. Lyfti hendinni með fuglafræjunum í lófanum og veifaði til yngri bróður síns og nýju konunnar hans. Engir áttu það frekar skilið en þau að verða hamingjusöm, aðallega eftir allt sem þau höfðu þurft að þola til að geta verið saman.
Nikki systir hans leit á hann gegnum tárin sem glitraði á í hlýlegum, brúnum augum hennar. ––Ertu að verða tilfinninganæmur stóri bróðir? spurði hún stríðin. Fjölskyldan stríddi hvert öðru misk unnarlaust.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Í eldlínunni
Ég vil fá alvöru verkefni, útskýrði Cooper og gekk um gólf á
lítilli, dökkþiljaðri skrifstofu Logan. –Ekki brelluverkefni sem
mamma plataði þig í.
–Brellu? spurði Logan, röddin sem var venjulega svo djúp steig í
uppgerðarsakleysi. –Af hverju heldurðu að þetta sé brella?
Gremjan var eins og hnútur í maganum. –Af því að mamma
hefur verið að reyna að fá mig til að fara í þetta fjandans brúðkaup
frá því áður en ég komst upp í flugvélina...
–Heim, sagði Logan fyrir hann. –Þú ert kominn heim. Tanya
Chesterfield og Stephen Wochholz eru vinir þínir. Af hverju ættir þú
ekki að fara í brúðkaup þeirra?
Af því að tilhugsunin um að Tanya giftist einhverjum manni og
hvað þá Stephen olli honum ógleði. Hann hristi höfuðið. –Við vorum
vinir í framhaldsskóla, minnti Cooper bróður sinn og sjálfan sig
á. –Það eru 12 ár síðan.
Tanya var svo falleg að það var undarlegt að hún var ekki þegar
gift og komin með börn. Það var ekki eins og hún væri stúrin hans
vegna. Nokkrir kossar voru það eina sem var á milli þeirra í skólanum
og svo urðu þau sammála um að þau yrðu betri sem vinir,
eins og þau Stephen voru. En núna var hún að giftast Stephen...
Það var samt vit í því. Meira vit í því en hefði orðið í sambandi
þeirra Tanyu. Hún var erfingi að mörgum milljónum og hann var
fyrrum sjóliði sem vann fyrir stóra bróður sinn.
Kannski...
Logan beindi athyglinni að honum, virti hann fyrir sér bláum,
pírðum augum. Cooper var svo líkur Logan og tvíburabróður hans,
með sömu bláu augun og svarta hárið, að fólk hafði oft spurt hvort
þeir væru þríburar. Cooper var 18 mánuðum yngri en tvíburarnir.
Þeir létu hann aldrei gleyma því.
Loks sagði Logan. –Stephen lítur ennþá á þig sem vin. Hann bað
um að þú yrðir svaramaður hans.
–Hvernig veistu það? spurði hann. Áður en bróðir hans gat
svarað kom Cooper sjálfur með svarið. –Mamma... Honum þótti
mjög vænt um konuna en hún var ótrúlega þreytandi. –Hún er með
þetta fjandans brúðkaup á heilanum!
–Brúðkaup eru það sem hún vinnur við, svaraðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Faðir á laun
Fingurinn kipptist til og hann tók eins og ósjálfrátt í gikkinn. Byssan hristist í hönd hans þegar kúlan þaut fram eftir hlaupinu. Hann hitti í mark.Hann hitti alltaf...Maðurinn datt fram fyrir sig á steinhleðsluna á pallinum. Blóðið gegnvætti fötin og safnaðist í poll undir líkinu.Thad Kendall gekk til hans og settist á hækjur sér, tók púlsinn
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulli elskhuginn
Með eldglæringum, brotnu gleri og háværri sprengingu, sprakk veröld Jillian Drake. Glerbrotunum rigndi yfir hana þegar logarnir teygðu sig út um framhlið byggingarinnar sem hún hafði staðið fyrir framan og aflað frétta, en sterkir handleggir höfðu tekið utan um hana, lyft henni upp og borið hana í burtu frá hættunni sekúndubroti áður en sprengingin varð. Hjartað barðist í brjósti hennar undir vöðvastæltum handleggjunum sem vöfðust utan um hana.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.